16. feb. 2005 : Almennar fréttir frá svæðisfulltrúa

Flugslysaæfinguna á Akureyri verður 28. maí.  Vinnuhópur um vinadeildasamstarf vinnur að undirbúningi ferðar sjálfboðaliða til Mosambik þann 11. mars.  Nú líður að aðalfundartíma deilda og er ársskýrsla og reikningsform að dett inn í tölvur formanna þessa dagana. Nýtt form er á ársskýrslunni sem ætti að auðvelda og flýta fyrir vinnslu hennar. Aðalfundur Rauða kross Íslands verður haldinn 20. og 21. maí og formannafundur 2. apríl. Fjöldahjálparstjórnarnámskeið verður haldið á Akureyri í húsnæði deildarinnar að Viðjulundi 2, dagana 25. og 26. febrúar.