23. apr. 2005 : Vorfundur deilda á Norðurlandi

Sjálfboðaliðarnir sem fóru út til   Mósambik í fyrra mánuði sögðu frá ferð sinni í máli og myndum og lögð var fyrir fundinn  viljayfirlýsing, sem svæðisfulltrúi undirritaði úti í Mósambik ásamt formanni Rauða kross deildarinnar í Mapútó. Í henni kemur fram tillaga að samskiptium og markmiðum sem deildirnar setja sér í náinni framtíð, ásamt næstu skrefum. Voru fundarmenn samþykkir henni og til viðbótar settu menn sér þau markmið að fjölga virkum sjálfboðaliðum um 2-4 hjá hverri deild á norðurlandi næsta árið, en deildin í Mapútó er með það markmið að fjölga virkum sjálfboðaliðum hjá sér úr 500 í 700.

6. apr. 2005 : Skyndihjálparnámskeið á Stöðvarfirði

Stöðvarfjarðardeild hélt upprifjunarnámskeið í skyndihjálp fyrir starfsfólk grunnskóla, leikskóla og heimaþjónustu á Stöðvarfirði þann 5. apríl.  Námskeiðið var haldið í Grunnskólanum á Stöðvarfirði og var þátttaka mjög góð.  Leiðbeinandi var Óskar Þór Guðmundsson lögreglumaður á Fáskrúðsfirði.