30. nóv. 2005 : Dagur helgaður skyndihjálp á Norðurlandi

Jón Knutsen sýnir notkun alsjálfvirks hjartastuðtækis.

Laugardaginn 26. nóvember var haldinn hinn árlegi skyndihjálpardagur deilda á Norðurlandi í húsnæði Akureyrardeildar að Viðjulundi 2. Í upphafi var þessi fræðsla miðuð við leiðbeinendur Rauða krossins í skyndihjálp en nú og í fyrra var markhópurinn stækkaður og auk leiðbeinendanna var leikskólakennurum og dagmæðrum boðið að mæta.

Fyrirlesarar að þessu sinni voru Björn Gunnarsson læknir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar sem fjallaði um ofbeldi gagnvart börnum, Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur hélt fyrirlestur um aðskotahluti í hálsi og Jón Knutsen sjúkraflutningamaður og leiðbeinandi í skyndihjálp var með  fyrirlestur um endurlífgun og sýnikennslu á hjartastuðtæki.

Auk þess voru verklegar æfingar í endurlífgun og  lagðar voru  fyrir  þátttakendur tilfellasögur sem þurfti  að leysa úr. Tuttugu manns sóttu fræðsluna og voru þátttakendur frá Öxarfirði í austri til Hofsóss í vestri.

29. nóv. 2005 : Dagur helgaður skyndihjálp á Norðurlandi

Jón Knutsen sýnir notkun alsjálfvirks hjartastuðtækis.

Laugardaginn 26. nóvember var haldinn hinn árlegi skyndihjálpardagur deilda á Norðurlandi í húsnæði Akureyrardeildar að Viðjulundi 2. Í upphafi var þessi fræðsla miðuð við leiðbeinendur Rauða krossins í skyndihjálp en nú og í fyrra var markhópurinn stækkaður og auk leiðbeinendanna var leikskólakennurum og dagmæðrum boðið að mæta.

Fyrirlesarar að þessu sinni voru Björn Gunnarsson læknir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar sem fjallaði um ofbeldi gagnvart börnum, Guðný Bergvinsdóttir hjúkrunarfræðingur hélt fyrirlestur um aðskotahluti í hálsi og Jón Knutsen sjúkraflutningamaður og leiðbeinandi í skyndihjálp var með  fyrirlestur um endurlífgun og sýnikennslu á hjartastuðtæki.

28. nóv. 2005 : Sjálfboðaliðar ramma inn myndir

Valdís Gunnlaugsdóttir og Gunnar Frímannsson saga niður efni í rammana.
Miðvikudaginn 23. nóvember sl. komu sjálfboðaliðar saman í húsnæði Akureyrardeildar til að innramma myndir ( batikmyndir ) sem fengnar voru frá Mosambík.

28. nóv. 2005 : Akureyrardeild styrkir deild Rauða krossins í Mapútó í Mósambík

Valdís Gunnlaugsdóttir og Gunnar Frímannsson saga myndaramma fyrir batikmyndir sem verða seldar til styrktar Rauða kross deildinni í Mapútó.
Það má með sanni segja að það hafi verið magnaður miðvikudagur hjá Akureyrardeildinni miðvikudaginn í síðustu viku. Um klukkan fjögur fóru að tínast inn sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við að lesta fatagám með fötum sem safnast hafa hjá deildinni undanfarna tvo mánuði. Fylltur var heill 40 feta gámur og vel það.

Að því loknu var tekið til við innrömmun á batikmyndum sem borist höfðu frá Mósambik. Það var sagað niður efni í rammana, þeir negldir saman og myndirnar strekktar á, sannarlega mörg fagleg handtök þar. Deildir Rauða krossins á Norðurlandi eru einmitt í vinadeildarsamstarfi við Rauðakross deildina í Mapútó, höfuðborg Mósambík.

21. nóv. 2005 : Afmælishátíð URKÍ í Skagafirði

Krakkar úr Ungliðahreyfingum Skagafjarðar- og Skagastrandadeilda skera saman afmæliskökuna.
Á laugardag hélt URKÍ (Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands) upp á 20 ára afmæli sitt í Reykjavík. Ungmennadeildum á landsbyggðinni var boðið til veislunnar og/eða hvattar til að gera eitthvað í tilefni dagsins heima fyrir. 

Ungmennadeild Skagafjarðardeildar Rauða krossins og nýstofnuð Ungmennadeild Skagastrandardeildar tóku sig saman og buðu til sameiginlegrar og veglegrar veislu í húsnæði Skagafjarðardeildar á Sauðárkróki milli kl.16 og 20.