20. des. 2005 : Styrkur frá hannyrðahópi

Stefán Jakobsson starfsmaður Akureyaradeildar Rauða kross Íslands tekur við framlaginu frá félögum í Hekluklúbbnum, þeim Björk Nóadóttur og Önnu Guðmundsdóttur.
Konurnar í Hekluklúbbnum á Akureyri styrktu Rauða krossinn með 20 þúsund króna framlagi. Konurnar eru í hannyrðahópi sem hittist reglulega í félagsmiðstöð aldraðra í Víðilundi og hafa þær m.a. annars unnið að verkefni Rauða krossins sem nefnist föt sem framlag. Þær hafa útbúið fjöldan allan af teppum og barnafatnaði auk þess sem hluti af hópnum hefur aðstoðað við að flokka fötu í húsakynnum Rauða krossins.

13. des. 2005 : Laut fagnaði 5 ára afmæli

Úlfar Hauksson formaður Rauða kross Íslands færði afmælisbarninu kveðju Rauða krossins.
Þann áttunda desember hélt Laut, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, upp á fimm ára starfsafmæli sitt. Boðið var til afmælisfagnaðar á Hótel KEA. Fjölmenni var í afmælinu og fólk kom víða að.

Eins og gjarnan er gert á slíkum tímamótum voru rifjaðar upp minningar frá þessum fyrstu árum, árangur í starfi og afmælisbarninu óskað áframhaldandi velfarnaðar.

Samhliða þessu var boðið upp á handverkssýningu í Laut, þar sem til sýnis voru ýmsir munir gerðir af gestum Lautarinnar.

9. des. 2005 : Systkynin gáfu sparifé sumarsins

Systkynin Tryggvi og Stefanía með sparigrísinn Sólmund

Á heimili Tryggva og Stefaníu Johnsen býr heimilsvinurinn Sólmundur. Sólmundur þessi er hvorki hundur né köttur heldur feitur og pattaralegur sparigrís sem þau systkynin mata reglulega með sprifé. 

9. des. 2005 : Laut fagnaði 5 ára afmæli

Úlfar Hauksson formaður Rauða kross Íslands færði afmælisbarninu kveðju Rauða krossins
Þann 8. desember sl. fagnaði Laut - Athvarf á Akureyri 5 ára starfsafmæli sínu með því að bjóða  til afmælisfagnaðar á Hótel KEA. Að auki var svokallað opið hús í Lautinni þennan dag en þar hafði verið sett upp sýning á ýmis konar handverki eftir gesti Lautarinnar.