Námskeið í skyndihjálp
Námskeið í sálrænni skyndihjálp
Fjöldahjálparstjóranámskeið á Akureyri
![]() |
Fjöldahjálparstjórar að störfum á flugslysaæfingu 2005 |
Fjöldahjálparstjórar stýra starfi í fjöldahjálp og félagslegri aðstoð á neyðarstundu. Í því fellst að setja upp móttökustaði ( fjöldahjálparstöðvar ), skrá niður upplýsingar, og veita aðhlynningu þeim sem hana þurfa. Fjöldahjálparstjórar eru sjálfboðaliðar Rauða krossins og er námskeiðið opið öllum þeim áhuga hafa og vilja starfa með Rauða krossinum í þessum málaflokki.
Mikil aðsókn að námskeiði um geðsjúkdóma
![]() |
Helga G. Halldórsdóttir frá Rauða krossinum var námskeiðsstjóri og Guðbjörg Sveinsdóttir fyrirlesari. |
Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða um málefni geðfatlaðra og auðvelda fólki að mynda sjálfshjálparhópa.
Á námskeiðinu voru lögð drög að myndun slíkra sjálfshjálpar- og stuðningshópa. Næsta námskeið verður haldið á Selfossi dagana 3. og 4. febrúar.
Fjallað var um geðsjúkdóma, meðferðarúrræði, meðvirkni, sjálfsvirðingu og sjálfsstyrkingu, mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsuræktar og farið yfir sorgarviðbrögð, áföll og úrvinnslu. Einnig var hópavinna og umræður.
Námskeið í heimsóknarþjónustu
Heimsóknarvinir að störfum |