23. jan. 2006 : Námskeið í skyndihjálp

Námskeið í skyndihjálp verður haldið dagana 8. 9. 15. og 16. febrúar n.k. Um er að ræða 16 kennslustunda námskeið sem kennt verður í fjórum hlutum áðurnefnda daga.

23. jan. 2006 : Námskeið í sálrænni skyndihjálp

Námskeið í sálrænni skyndihjálp verður haldið í húsnæði Akureyrardeildar þriðjudaginn 7. febrúar n.k. kl. 19:30 - 22:30 Um er að ræða 9 klst. námskeið og er þetta fyrsti hluti af þremur. Seinni tveir hlutarnir verða síðan 13. og 14. febrúar á sama tíma.

20. jan. 2006 : Fjöldahjálparstjóranámskeið á Akureyri

Fjöldahjálparstjórar að störfum á flugslysaæfingu 2005
Fjöldahjálparstjóranámskeið verður haldið í húsnæði Akureyrardeildar Rauða krossins, Viðjulundi 2, dagana 27. - 28. janúar 2006.
Fjöldahjálparstjórar stýra starfi í fjöldahjálp og félagslegri aðstoð á neyðarstundu. Í því fellst að setja upp móttökustaði ( fjöldahjálparstöðvar ), skrá niður upplýsingar, og veita aðhlynningu þeim sem hana þurfa. Fjöldahjálparstjórar eru sjálfboðaliðar Rauða krossins og er námskeiðið opið öllum þeim áhuga hafa og vilja starfa með Rauða krossinum í þessum málaflokki.

19. jan. 2006 : Mikil aðsókn að námskeiði um geðsjúkdóma

Helga G. Halldórsdóttir frá Rauða krossinum var námskeiðsstjóri og Guðbjörg Sveinsdóttir fyrirlesari.
Um 100 manns sótti námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðsjúkdóma sem  haldið var í Brekkuskóla á Akureyri dagana 13. og 14. janúar. Þetta er fimmta námskeiðið af þessum toga sem Rauði krossinn hefur haldið. Áður hafa verið námskeið á Egilsstöðum, Ísafirði í Borgarnesi og á Sauðárkróki.

Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða um málefni geðfatlaðra og auðvelda fólki að mynda sjálfshjálparhópa.

Á námskeiðinu voru lögð drög að myndun slíkra sjálfshjálpar- og stuðningshópa. Næsta námskeið  verður haldið á Selfossi dagana 3. og 4. febrúar.

Fjallað var um  geðsjúkdóma, meðferðarúrræði, meðvirkni, sjálfsvirðingu og sjálfsstyrkingu, mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsuræktar og farið yfir sorgarviðbrögð, áföll og úrvinnslu. Einnig var hópavinna og umræður.

10. jan. 2006 : Námskeið í heimsóknarþjónustu

 

Heimsóknarvinir að störfum
Námskeið fyrir sjálfboðaliða í heimsóknarþjónustu verður haldið miðvikudaginn 18. janúar n.k.  Það er liður í því að hefja heimsóknarþjónustu á vegum Akureyrardeildar  en krafa er um að allir þeir sem sinna ætla þessu verkefni skuli hafa sótt slíkt námskeið. Á námskeiðinu er fræðst um Rauða krossinn, sjálfboðið starf, heimsóknarþjónustu og almenna félagsþjónustu. Námskeiðið sem haldið er í húsnæði deildarinnar hefst kl. 18:00 og eru áætluð námskeiðslok kl. 21:30.