30. mar. 2006 : Menntskælingar í sjálfboðnu starfi

Nemendur MA taka til hendinni við fataflokkun.
Fjórðu bekkingar  í Menntaskólanum á Akureyri hafa undanfarnar vikur lagt Rauða krossinum lið með þátttöku í verkefnum Akureyrardeildar. Þetta er hluti af lífleikni áfanga og sinna nemendurnir ýmsum verkefnum fyrir félagssamtök og stofnanir. Í verkefninu er nemendum ætlað að leggja til  5-7 klukkustund í siramfélagsþjónustu og skila síðan skýrslu um verkefnið. Verkefninu lýkur síðan í byrjun apríl með opinni málstofu þar sem verkefnið verður til kynningar og umfjöllunar. 

30. mar. 2006 : Frétt RKÍ

29. mar. 2006 : Heimsóknarþjónustan formlega hafin

Heimsóknarvinir bera saman bækur sínar eftir að verkefnið er formlega komið af stað.
 Heimsóknarþjónusta á vegum Akureyrardeildar er nú formlega hafin. Fyrstu sjálfboðaliðarnir byrjuðu heimóknir 15. og 16. mars sl. og síðan hafa þeir einn af öðrum verið að byrja. Ábendingar um svo kallaða gestgjafa þ.e. einstklinga sem vilja þyggja þessar heimsóknir, hafa verið að berast og vonast er til að innan skammst verði allir heimsóknarvinir deildarinnar farnir að heimsækja sína gestgjafa.

27. mar. 2006 : Ein fjölmennasta neyðarvarnaræfing í sögu Rauða krossins

Davíð Oddsson var staddur í Fljótshlíðinni og mætti rétt fyrir lokun í fjöldahjálparstöðina á Hellu. Hann hafði á orði að hann hefði sennilega drukknað þar sem boðin bárust honum ekki.
Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum.

20. mar. 2006 : Alþjóðastarfið kynnt í Háskólanum á Akureyri

Hafsteinn kynnti vinadeildarsamstarf deildanna á Norðurlandi við Rauða krossinn í Mosambik.
Alþjóðastarf  Rauða kross Íslands var umfjöllunarefni  Gests Hrólfsonar sviðsstjóra hjá RKÍ, í kynningu  fyrir nemendur Háskólanns á Akureyri sl. föstudag. Hann kynnti m.a.  helstu áherslur í starfinu í dag, muninum á neyðar- og þróunaraðstoð, starf sendifulltrúa ofl. Að loknu erindi Gests kynnti Hafsteinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar, vinadeildasamstarf Rauða kross deildanna á Norðurlandi við Rauða krossinn í Mosambik.

15. mar. 2006 : Markaður tókst vel

Frá markaði hjá Akureyrardeild
Það má með sanni segja að það hafi verið líf í tuskunum sl. laugardag þegar haldinn var markaður með notuð föt í húsnæði Akureyrardeildar, Viðjulundi 2.  Á markaðnum var hægt að kaupa fullan haldapoka fyrir 500 krónur og víst er að margir gerðu góð kaup því vel á annað hundrað pokar seldust.

10. mar. 2006 : Markaður með notuð föt

Markaður - sjálfboðaliðar hafa unnið við að flokka fatnaðinn sem nú verður á boðstólnum.
Á morgun laugardag 11. mars verður haldinn markaður með notaðann fatnað ofl. í húsnæði deildarinnar Viðjulundi 2. Þetta er svo kölluð pokasala þar sem hægt er að kaupa fullan haldapoka af fötum fyrir 500 krónur. Markaðurinn verður opinn kl. 10:00 – 14:00

10. mar. 2006 : Aðalfundur Akureyrardeildar var haldinn 9. mars

Úlfar Hauksson, formaður RKÍ. sagði frá því sem helst er á döfinni hjá landsfélaginu.
Aðalfundur Akureyrardeildar var haldinn 9. mars sl. í húsnæði deildarinnar.  Á fundinum var formaður deildarinnar Sigurður Ólafsson  endurkjörinn til næstu tveggja ára auk þess sem tvær breytingar voru gerðar á stjórn.