31. maí 2006 : Markaður 9. og 10. júní

Markaður verður haldinn í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, föstudaginn 9. júni kl. 14 – 18 og laugardaginn 10. júni kl. 10 – 16. Til sölu verður notaður fatnaður og skór, fullur haldapoki fyrir kr. 500,- Einnig verður  til sölu ýmis nytjavara eins og leirtau, leikföng og nokkur ágæt sófasett. Einnig verða til sölu sjúkratöskur ( púðar ) í bíla ( tvær stærðir ).

24. maí 2006 : Búin að sauma teppi í sextán ár

Ingunn Björnsdóttir hjá fingurbjörgunum sínum.
Það er ekki hægt að segja að hún sitji auðum höndum hún Ingunn Björnsdóttir sem er ein þeirra sem leggja Rauða krossinum lið með þátttöku sinni í verkefninu “ föt sem framlag “.  Ingunn er búin að vera að í sextán ár og það er næsta víst að þau eru mörg börnin úti í heimi sem hafa notið hlýjunar af teppunum hennar. 

12. maí 2006 : Söfnuðu með þvi að spila fyrir fólk.

Félagarnir Ingi Þór og Magnús söfnuðu 14.186 krónum fyrir Rauða krossinn.
Vinirnir Ingi þór og Magnús söfnuðu heilum 14.186 krónum fyrir Rauða krossinn. Það sem kannski er skemmtilegasts við þetta er að þeir fóru hús úr húsi með trommu og munnhörpu og léku frumsamin lög fyrir fólk. Þetta gerðu þeir í nokkra daga og fóru m.a. klæddir í fína búninga í verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og héldu tónleika.

10. maí 2006 : Kynningarfundur um verkefni heimsóknarvina á Húsavík

Markmið með starfi heimsóknarvina er að veita félagsskap, nærveru, hlýju og rjúfa einsemd.
Svæðisfulltrúi Rauða krossins á Norðurlandi hélt kynningarfund um heimsóknarþjónustu hjá Húsavíkurdeild Rauða krossins s.l. fimmtudagskvöld. Þetta er liður í því að koma á heimsóknarþjónustu hjá deildinni og er stefnt á að halda námskeið fyrir heimsóknarvini í haust.

Kynningin var öllum opin og mættu 11 manns. Skemmst er frá því að segja að allir sem voru á kynningunni skráðu sig á námskeiðið. Góðar umræður spunnust og voru fundarmenn sammála um mikilvægi verkefnisins og mikil þörf væri fyrir hana í samfélaginu.

9. maí 2006 : Börn og umhverfi - Námskeið að byrja

Nú er skráning hafin á námskeiðið
Skráning er hafin á námskeiðið " Börn og umhverfi" áður Barnfóstrunámskeið.  Námskeiðið er ætlað fyrir 12 ára og eldri ( ´94 )  og á því er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Fjallað er um slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp.

9. maí 2006 : Þjóðahátíð á Sæluviku Skagfirðinga.

Það var þétt setinn bekkurinn á Þjóðahátíðinni sem Skagafjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir.
Opið hús var í húsnæði Skagafjarðardeildar Rauða krossins fimmtudagsköldið 4. maí, á Sæluvikunni. Markmiðið var að kynna starf deildarinnar fyrir því erlenda fólki sem búsett er í héraðinu með það að markmiði að ná því að einhverju leiti inní starfið, s.s. túlkaþjónustu, en þó ekki síður til að vekja athygli á þeirri þjónustu sem Rauði krossinn stendur fyrir og einstaklingar af hvaða þjóðerni sem er geta leitað eftir.

Þar sem það er einnig löngu vitað að fátt trekkir betur að samkomuhaldi en matur var farið fram á að fulltrúar allra þeirra þjóða sem tök hefðu á mættu með einhverja smárétti sem gestir gætu smakkað á um leið og þeir blönduðu geði við gestgjafana.

Það er skemmst frá því að segja að vel tókst til með þessa frumraun. Fulltrúar 12 þjóða mættu með dýrindis mat, aðrir komu  til að kynna sér hvað væri í gangi og vera með næst og nokkrir sem ætluðu að vera með komust ekki vegna anna.