23. jún. 2006 : Sjálfboðaliðar frá Mósambík í vettvangsferð á Norðurlandi

Rafael og María við Goðafoss.
Þann 15. júní fengu Rauða kross deildir á Norðurlandi heimsókn tveggja sjálfboðaliða frá Mósambík. Það eru þau Rafael Joao Muando og Maria Amaral Tinga. Þau hafa verið að kynna sér starf deildanna og Rauða kross Íslands.

Deildirnar hafa s.l. þrjú ár, eða frá 2004, verið í vinadeildasamstarfi við Rauða kross deildina í Mapúto í Mósambík. Á síðasta ári fóru þrír sjálfboðaliðar frá Norðurlandi í heimsókn til  vinadeildarinnar og var þar fastmælum bundið að tveir sjálfboðaliðar myndu endurgjalda heimsóknina á þessu ári.

19. jún. 2006 : Heimsókn sjálfboðaliða frá Mósambík til deilda á Norðurlandi

Rafael og María lentu heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli um kl. 9 á fimmtudagskvöldið eftir langt og strangt ferðalag. Ekki gekk eins vel með farangurinn því hann skilaði sér ekki. Einhvers staðar skildu leiðir en  flugleiðin var frá Mapútó - Jóhannesarborg - Frankfurt-London - Kaupmannahöfn - Akureyri, þannig að það er ljóst að möguleikarnir eru nokkrir. Málið var sett í vinnslu og þegar þetta er skrifað, 17. júní, er önnur taskan komin í leitirnar.

17. jún. 2006 : Heimsókn frá Mósambík

Rafael og Maria ásamt Sigurði Ólafsyni formanni Akureyrardeildar.
Fimmtudagskvöldið 15. júní lentu hér á Akureyrarflugvelli tveir sjálfboðaliðar frá Rauða kross deildinni í Maputo í Mosambik. Þetta eru þau Rafael Joao Muando og Maria Amaral Tinga. Þau eru hér í boði Rauða kross deilda á Norðurlandi og munu kynna sér starf  Rauða kross Íslands og deildanna hér.

Þeirra heimsókn hófst hjá Akureyrardeild þar sem þau heimsóttu m.a. starfsfólk og gesti Lautar og gróðursettu  tvö tré í Kjarnaskógi og fengu að kynnast starfsemi deildarinnar. Þeim degi lauk með kvöldverði í húsnæði deildarinnar þar sem þau hittu sjálfboðaliða úr ýmsum verkefnum.

Gestirnir munu síðan halda Þau munu síðan halda vestur á bóginn til Skagafjarðardeildar og í móttöku á Blönduósi.til Húsavíkur þar sem þau verða í umsjá Húsavíkurdeildar en daginn eftir verða náttúruperlur Þingeyjarsýslu skoðaðar og meðal annar komið við í Jarðböðunum við Mývatn.. 

12. jún. 2006 : Stuðningur kemur víða að

Guðný Björnsdóttir svæðisfulltrúi Rauða kross Íslands tekur við peningagjöfinni úr hendi Ástu Gísladóttur nemanda í 10. bekk Hafralækjarskóla.
Á vordögum kom stúlknakór frá Englandi í heimsókn í Hafralækjarskóla í Aðaldal. Kórinn hélt tvenna tónleika á meðan á heimsókninni stóð.

Nemendur skólans höfðu ákveðið að innkoma vegna tónleikanna rynni til starfs Rauða kross deilda á Norðurlandi í Mósambík. Svæðisfulltrúi Rauða krossins mætti við skólaslit skólans og tók við 49 þúsund krónum.

Peningagjöfin kemur að góðum notum og mun vera nýtt til að mála barnaheimilið Boa Esperanca sem rekið er fyrir munaðarlaus börn í Mapútó.

10. jún. 2006 : Líf og fjör á markaði

Það var líf og fjör á markaði enda veður hið besta og margt fólk á ferðinni.
Það var líf og fjör um helgina hjá Akureyrardeild en  þá var haldinn markaður með notaðann fatnað og ýmsan nytjavarning. Fjöldi fólks leit við og víst er að margir gerðu góð kaup.  Veður var með eindæmum hagstætt og þótti því tilvalið að nota plássið utandyra. Þar var m.a.  til sölu  nokkur sófasett, rúm, stólar, hillur og ýmislegt smálegt, en auk þess fatnaður og skór í tonnavís.

1. jún. 2006 : Vinadeildasamstarf á Norðurlandi

Deildir Rauða krossins á Norðurlandi eru í vinadeildarsamstarfi í Mósambík. Tveir sjálfboðaliðar fóru í vettvangsferð.