13. des. 2007 : Alþjóðadagur sjáflboðaliða

Á Alþjóðadegi sjálfboðaliða þann 5. desember sl. var sjálfboðaliðum  boðið að hittast í húsnæði deildarinnar. Sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum streymdu í hús  og var öllum boðið upp á hangikjöt í tilefni dagsins.
Vinadeildarhópur reið á vaðið kvöldið áður, en í hádeginu komu sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum. Um kvöldið var síðan samvera heimsóknarvina og að lokum hittist stjórnarfólk og starfsfólk  á fimmtudeginum.

 


10. des. 2007 : Batíkmyndir til styrktar börnum í Mósambík

Deildir á Norðurlandi hafa verið í vinadeildasamstarfi við Rauða kross deildina í Mapútó í Mósambík síðustu fjögur árin og er nú verið að endurskoða samstarfið. Deildirnar hafa meðal annars selt batíkmyndir eftir mósambíska listamenn sem sjálfboðaliðar Akureyrardeildar ramma inn. Á föstudaginn var farið í söluherferð á Glerártorgi og í Ketilhúsinu á laugardaginn. Gekk salan vel.

Vinnuhópur sem heldur utan um vinadeildasamstarfið kom saman í síðustu viku til að skipuleggja næstu skref. Á fundinum voru lögð fram fyrstu drög að þeirri vinnu. Samþykkt var að setja þá peninga sem safnast vegna sölu á batíkmyndunum til menntunarverkefnis barna á barnaheimilinu Boa Esperansa. Lögð verður fram föst fjárhæð á ári, næstu þrjú árin, til að styðja ákveðin fjölda barna til að sækja sér iðnmenntun sem gerir þeim kleift að sjá sér og sínum farborða í framtíðinni.

 

22. nóv. 2007 : Skyndihjálparhópur rifjar upp og æfir

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman á dögunum í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig þjálfunin sem þau fengu skilaði sér.
 
Síðan var lagt fyrir mannskapinn upprifjunarpróf þar sem tekið var fyrir  það efni sem kennt hefur verið fram að þessu. Að því búnu var farið yfir prófið og sammælst um rétt svör.

22. nóv. 2007 : Hekluklúbbur styrkir Rauða krossinn

Hópur kvenna sem kalla sig hekluklúbb færði á dögunum Rauða krossinum 50 þúsund krónur sem þær höfðu safnað. Hópurinn kemur saman reglulega til að hekla og prjóna og um leið njóta  félagskapar hver af annari.  Afrakstur handavinnunnar hafa þær síðan selt og nýtt ágóðann til ýmissa góðra verka.

 

15. nóv. 2007 : Heimsókn frá Lundarskóla

Strákarnir í 6. K í Lundarskóla heimsóttu Akureyrardeild Rauða krossins og kynntu sér starf Rauða krossins. Þeir fengu einnig fræðslu um skyndihjálp og æfingu í að veita endurlífgun.

Strákarnir voru ófeimnir við að spyrja og sumir voru ágætlega að sér um sögu og tilgang Rauða krossins. Nokkrar umræður sköpuðust um það hvernig mætti forðast slys með því t.d. að nota hlífðarbúnað við íþrótta- og tómstundaiðkun. Að lokum var boðið upp á pítsu og endað með því að skella sér í nokkra leiki

15. nóv. 2007 : Héldu kökulottó til styrktar Rauða krossinum

Þær vinkonur Birna og Sólveig gengu í hús í hverfinu sínu og söfnuðu dóti til að hafa á tombólu sem þær ætluðu að halda til styrktar Rauða krossinum. Tombóluna héldu þær síðan í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi og gekk hún bara ágætlega. Þær stöllur vildu þó endilega gera eitthvað meira og af því að þær hafa báðar gaman af því að baka þá datt þeim í hug að halda kökulottó.

 

 

13. nóv. 2007 : Heimsókn frá Lundarskóla

Strákarnir úr 6. K í Lundarskóla komu í gær í heimsókn til að kynna sér  starf Rauða krossins. Þeir fengu einnig fræðslu um skyndihjálp og  æfingu í því að veita endurlífgun.  Strákarnir voru ófeimnir við að spyrja og sumir voru ágætlega að sér um sögur og tilgang Rauða krossins. Nokkrar umræður sköpuðust  um það hvernig mætti forðast slys með því t.d. að nota hlífðabúnað við íþrótta- og tómstundaiðkun.  Að lokum var boðið upp á pissu og endað með því að skella sér í nokkra leiki.

6. nóv. 2007 : Upprifjun og veklegar æfingar

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman nú um helgina í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig sú þjálfun sem þau hafa fengið skilaði sér.

 

 

6. nóv. 2007 : Upprifjun og verklegar æfingar

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman nú um helgina í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig sú þjálfun sem þau hafa fengið skilaði sér.

31. okt. 2007 : Námskeið um geðheilbrigðismál á Húsavík

24 þátttakendur sóttu námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál, sem haldið var í Borgarhólsskóla á Húsavík. Þetta var 16. námskeiðið sem haldin hafa verið á öllu landinu en  það fjórða á Norðurlandi og er jafnframt síðasta námskeiðið af þessum toga sem haldið verður, í bili að minnsta kosti. Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða um málefni geðfatlaðra og auðvelda fólki að mynda sjálfshjálparhópa.

30. okt. 2007 : Heimsóknarvinir í klípu

Þær geta verið af ýmsum toga aðstæðurnar sem heimsóknarvinir Rauða krossins lenda í og oft á tiðum ekki auðvelt að finna réttu leiðina út úr þeim. 
Svo mætti að minnsta kosti álíta ef marka má þær æfingar sem þau voru að glíma við þátttakendur á heimsóknarvinanámskeiði sem haldið var hjá deildinni í gær.

 

27. okt. 2007 : Þjónusta heimsóknavina nú í boði á Hvammstanga

Enn fjölgar deildum sem bjóða þjónustu heimsóknavina. Haldið var námskeið fyrir verðandi heimsóknavini á Hvammstanga á þriðjudaginn. Fimm konur sóttu námskeiðið, en fyrirhugað er að koma verkefninu í gang sem fyrst og verður það í samvinnu við kirkjuna á staðnum.

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, sem hafa það að markmiði að rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum,spjalli, göngutúrum og öðru því sem hentar hverju sinni. 

22. okt. 2007 : Kynningarvikunni lokið

Með markaði í húsi Akureyrardeildar og kynningu verkefna á Glerártorgi  var settur punktur aftan við ágæta kynningarviku sem staðið hefur yfir frá því 14. október.
Markaðurinn var bæði föstudag og laugardag gekk mjög vel. Nú taka sjálfboðaliðarnir til við að ganga frá eftir markaðinn og undirbúa síðan næsta markað sem stefnt er að því að verði seinni hlutann í nóvember.
Sjálfboðaliðar  dreifðu  einnig bæklingum á Glerártorgi á laugardag og kynntu þau verkefni sem þeir eru að sinna.

19. okt. 2007 : Fjölmenningarhátíð á Ólafsfirði

Í tilefni af kynningarviku Rauða krossins stóð Ólafsfjarðardeild fyrir fjölmenningarkvöldi í Tjarnarborg. Um 150 manns, af níu þjóðernum, mættu á hátíðina, sem er tæplega 20% af íbúum Ólafsfjarðar.

Fyrir utan íslenskan mat var boðið upp á mat frá Þýskalandi, Tékklandi og Póllandi og tónlistaratriði komu víða að. Krakkarnir í 3. bekk grunnskólans sungu Meistari Jakob á þremur tungumálum, söngur og gítarspil frá Þýskalandi, söngur frá Póllandi og harmonikkuleikur frá Eistlandi.

18. okt. 2007 : Sjálfboðaliðum fjölgar

Í gærkvöldi var Akureyrardeild með opið hús þar sem almenningi var boðið að koma og kynna sér sjálfboðaliðaverkefni deildarinnar. Það voru sjálfboðaliðar deildarinnar sem kynntu þau verkefni sem þeir eru að sinna og svöruðu spurningum úr sal. Að kynningum loknum var boðið upp á kaffiveitingar og opnað  fyrir umræður.

18. okt. 2007 : Innflytjendur einangraðri úti á landi

Innflytjendur sem búa úti á landi upplifa á stundum mikla félagslega einangrun og finnst erfitt að komast inn í íslenskt ættarsamfélag. Þetta kemur fram í sameiginlegri könnun tólf deilda Rauða krossins á Norðurlandi á stöðu innflytjenda á svæðinu.

Tungumálaerfiðleikar há innflytjendum enn frekar úti á landi þar sem helstu stofnanir sem þeir þurfa að hafa samskipti við eru á þéttbýlisstöðum og tjáskiptin fara oftast fram í síma. Þeir sem ekki hafa fullt vald á íslensku lenda því oft í örðugleikum. Einnig kemur í ljós að erfitt er fyrir fólk sem býr í strjálbýlli byggðum landsins að fá í íslenskukennslu þar sem miðað er við að minnst 10 einstaklingar séu í hverjum hóp.

17. okt. 2007 : Prjónað til góðs

Prjónakaffi hóf göngu sína hjá Skagafjarðardeild í gær. Komu þrír frumkvöðlar því á með Ágústu Sigurbjörgu í fararbroddi. Í tilefni kynningarviku komu þær saman og ætla að endurtaka það á fimmtudaginn frá kl. 14:00 - 16:00 til að kynna verkefnið fyrir þeim sem vilja prjóna til góðs.

„Við komum hér saman til að prjóna til góðs og spjalla saman um daginn og veginn, ætlum svo að vera með bakkelsi meðferðis í vetur þegar við hittumst,“ segir Ágústa sem sat í sófanum í Rauða krossinum á Aðalgötu 10b og prjónaði barnatrefil.

16. okt. 2007 : Krakkarnir á Skagaströnd fá reiðhjólahjálma

Þegar skólinn hóf starfsemi í haust gaf Skagastrandadeild Rauða krossins sjö ára börnum reiðhjólahjálma. Er þetta eitt elsta verkefni deildarinnar og hafa um það bil 200 börn þegið hjálma frá því að hún var stofnuð 31. mars árið 1993.

Pétur Eggertsson formaður deildarinnar hitti börnin í skólanum og með honum var Sigríður Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún spjallaði við börnin og útskýrði fyrir þeim hvernig hægt er að koma í veg fyrir slys með því að hafa hjálminn á höfðinu. Til útskýringar notaði hún harðsoðin egg og lítinn hjálm. Einnig var Bangsi, hundurinn hans Péturs með í för en hann er mikill vinur allra krakka á staðnum.

15. okt. 2007 : Kynningarvikan hafin

Kynningarvika Rauða krossins hófst með formlegum hætti í gær sunnudag 14. október þegar Ómar Kristmundsson, formaður Rauða krossins og Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstóri SPRON undirrituðu samstarfssamning.

SPRON er styrktaraðili kynningarátaksins og samkvæmt samningnum verða starfsmenn SPRON í varaliði Rauða krossins sem hægt er að kalla út þegar mikið liggur við. 

3. okt. 2007 : Heimsóknavinanámskeið í Skagafrði

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið hjá Skagafjarðardeild Rauða krossins á þriðjudaginn. Góður andi var á námskeiðinu og hugur í konunum. Heyrðist á þeim að þær hefðu mikla ánægju af að vera í verkefninu og góð tilfinning að geta látið eitthvað gott af sér leiða og fá það margfalt til baka.

Heimsóknaþjónusta hefur verið starfrækt hjá deildinni frá því árið 2001 í samvinnu við Sauðárkrókskirkju og Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar.

Sjálfboðaliðar heimsækja gestgjafa og veita félagsskap eftir samkomulagi, svo sem að spjalla eða lesa. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

2. okt. 2007 : Laut flytur

Athvarfið Laut hefur nú flutt starfsemi sína úr Þingvallastætinu  í nýtt húsnæði.  Nýja húsið er bjart og fallegt þriggja hæða hús við brekkugötu 34 þar sem áður var Leikskólinn Klappir. Með þessu rýmkast mjög um starfsemi Lautar en töluvert var farið að þrengja að starfseminni á gamla staðnum.  Á þessum fyrstu vikum á nýjum stað er ekki annað að sjá en ánægja ríki bæði meðal starfsfólks og gesta.

11. sep. 2007 : Skyndihjálparnámskeið 17. september

Þann 17. september n.k. hefst námskeið í almennri skyndihjálp.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum.
 
Tímasetning: 17. 19. 24. og 26. september kl. 19:30  - 22:30. 
Staðsetning: Viðjulundur 2
Verð: 8.500,-

17. júl. 2007 : Hlýlegt andrúmsloft á sumarbúðum Rauða krossins

Það er líf og fjör á Löngumýri í Skagafirði þessa dagana þar sem sumarbúðir Rauða krossins fyrir fatlaða einstaklinga standa yfir.

Dagskráin er hlaðin skemmtilegum uppákomum. Fyrsta daginn var farið yfir undirstöðuatriði skyndihjálpar og horft á mynd um sögu og starf Rauða krossins. Eftir það var farið í leik sem byggir á grundvallarmarkmiðunum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu. Síðar verður farið á hestbak, í flúðasiglingar, sjóferð, fjallgöngu og ýmsa leiki. Daglega er farið í sund í Varmahlíð og endað með kvöldvöku þar sem flestir leggja til efni.

„Það er einstakt andrúmsloft á sumarbúðunum. Allir fá að spreyta sig á verkefnum við sitt hæfi og eru virkir í leikjum dagsins. Það sem stendur upp úr er lífsgleðin sem skín úr hverju andliti,” segir Gunnar Rögnvaldsson formaður Skagafjarðardeildar Rauða krossins.

9. júl. 2007 : Fjölsmiðja stofnsett á Akureyri

Í dag var skrifað undir skipulagsskrá fyrir Fjölsmiðjuna á Akureyri í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2. Skipuð var stjórn sem skipti með sér verkum. Formaður er Úlfar Hauksson.

9. júl. 2007 : Fjölsmiðja stofnsett á Akureyri

Í dag var skrifað undir skipulagsskrá fyrir Fjölsmiðjuna á Akureyri í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2. Skipuð var stjórn sem skipti með sér verkum. Formaður er Úlfar Hauksson.

20. jún. 2007 : Alþjóðadagur flóttamanna

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) heldur árlega upp á alþjóðadag flóttamanna í samvinnu við ýmis félagasamtök um heim allann. Alþjóðadagur flóttamanna er 20. júní ár hvert. Rauða kross hreyfingin hefur í áratugi starfað að málefnum flóttamanna og dagurinn því einn af merkisdögum hreyfingarinnar.

Akureyrardeild hefur í ár tekið þátt í að vekja athygli almennings á deginum og hefur í því sambandi verið sett upp ljósmyndasýning í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Einnig voru sjálfboðaliðar frá deildinni á Glerártorgi sl. föstudag með kynningu á málefnum flóttamanna og var fólki m.a. boðið að taka þátt í smá happdrætti af tilefni dagsins.

15. jún. 2007 : Siglufjarðardeild með útskrift

Í fyrrakvöld útskrifaði Siglufjarðardeild Rauða krossins nemendur af námskeiðinu Börn og umhverfi.

11. jún. 2007 : Margar hlýjar hendur

Það var nokkurs konar uppskeruhátíð hjá konunum á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, er þær afhentu Rauða krossinum mikið magn af hannyrðum sem þær hafa prjónað í vetur í verkefnið „Föt sem framlag". Ekki er nema rúmt ár síðan Rauði krossinn tók við álíka gjöf frá þeim.

Konurnar sögðust ætla að taka hlé frá prjónaskapnum í sumar en þó heyrðist í einhverju horni að þegar væri búið að fitja upp á nýju teppi. 

Símon Páll Steinsson, formaður Dalvíkurdeildar og Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi heimsóttu konurnar á fimmtudaginn þar sem þau tóku á móti 46 ungbarnapökkum, 60 teppum og ungbarnafatnaði sem þær og starfsfólk höfðu safnað. 

20. maí 2007 : Málstofur07

Samhliða Aðalfundi félagsins sem haldinn var 19. maí sl. voru opnar málstofur þar sem kynnt voru verkefni sem deildir víða um land eru að sinna. Meðal þess sem kynnt var voru verkefnin “ Föt sem framlag “ og vinadeildasamstarf. Það voru sjálfboðaliðar frá Akureyrardeild sem kynntu þessi verkefni og var sett upp lifandi vinnustofa þar sem unnið var annars vegar að saumaskap og framleiðsu ungbarnapakka og hins vegar innrömmun á batikmyndum frá Mosambik.

20. maí 2007 : Aðalfundur landsfélagsins

Um 200 manns frá 50 deildum sóttu Aðalfund Rauða krossins sem haldinn var á Akureyri 19. maí sl. Á fundinum voru venju samkvæmt hefðbundin aðalfundarstörf en einnig var ný og endurskoðuð stefna félagsins  samþykkt til næstu þriggja ára.  Stefnan byggir á niðurstöðum könnunarinnar “ Hvar þrengir að “  sem félagið lét gera á sl. ári til að kanna hverjir það eru sem hafi það verst í samfélaginu. 

14. maí 2007 : Starfið á árinu 2006

9. maí 2007 : Þjóðir Skagafjarðar á Sæluviku

Skagafjarðardeild Rauða krossins stóð að samkomu á Sæluviku Skagfirðinga sem bar yfirskriftina Þjóðir Skagafjarðar. Markmiðið var að sýna fram á hversu margir íbúar Skagafjarðar eru af erlendu bergi brotnir og hversu fjölbreytt þjóðerni er um að ræða. Jafnframt var markmiðið að kynnast hvert öðru og opna augun fyrir áhugaverðri menningu hvers annars.

Fólk kom með rétti frá sínu heimalandi, muni og myndir og sumir tróðu upp með myndasýningu, söng og spili. Meistari Jakob var sunginn á ýmsum tungumálum. Það var gaman að sjá hve fólk lagði sig fram við þetta allt.

7. maí 2007 : Námskeið heimsóknavina í Öxarfjarðardeild

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið í Öxarfjarðardeild mánudaginn 30. apríl og sóttu það 11 manns. Þetta er annað námskeiðið sem deildin heldur en hið fyrra var haldið fyrir tveimur árum og hefur heimsóknaþjónusta verið starfrækt síðan.

2. maí 2007 : Vel heppnuð flugslysaæfing á Sauðárkróki

Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram á Sauðárkróki á laugardaginn. Skagafjarðardeild Rauða krossins og áhöfn félagsins í Samhæfingarstöðinni tóku þátt fyrir hönd Rauða krossins.
 
Flugvél með 28 farþega auk tveggja í áhöfn hlekktist á við lendingu á flugvellinum og eldur braust út. Unnið var eftir drögum að flugslysaáætlun Sauðárkróksflugvallar.

Sjálfboðaliðar Skagafjarðardeildar voru 19 talsins þennan dag og mönnuðu þeir nokkra pósta svo sem stjórnstöð fjöldahjálpar, söfnunarsvæði aðstandenda og fjöldahjálparstöð. Skyndihjálparhópur Rauða krossins starfaði á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og sjálfboðaliðar aðstoðuðu við skráningu og gæslu á spítalanum. Þá átti deildin tvo fulltrúa í aðgerðastjórn almannavarna.

30. apr. 2007 : Takk fyrir allt sem ég hef

Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi dagana 17. og 18. mars í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands við áfanga FLÓ 101 í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

30. apr. 2007 : Toshiki Toma á kaffihúsakvöldi á Akranesi

Rauði krossinn á Akranesi hefur í vetur staðið fyrir kaffihúsakvöldum einu sinni í mánuði þar sem gestum og gangandi er boðið upp á kaffisopa og fræðslu um málefni sem tengjast Rauða krossinum.

Fimmtudaginn 26. apríl var Toshiki Toma sérstakur gestur á kaffihúsakvöldi og sagði frá reynslu sinni af því að vera innflytjandi á Íslandi. Jafnframt fjallaði hann almennt um líf innflytjenda, áhrifaríkar leiðir til gagnkvæmrar aðlögunar og heimsóknir sjálfboðaliða Rauða krossins til hælisleitenda.

23. apr. 2007 : Æfð björgun úr vatni

Skyndihjálparhópur sem myndaður var í vetur meðal deilda á Norðurlandi kom saman á laugardaginn og æfði björgun úr vatni.

23. apr. 2007 : Æfð björgun úr vatni

Skyndihjálparhópur sem myndaður var í vetur og hefur verið að fá fræðslu og æfingar, kom saman um helgina og æfði björgun úr vatni. Fyrir hádegi var reyndar erindi um sálrænan stuðning en síðan var hoppað út í laug og tekið til við að æfa björgun úr vatni. Það var létt yfir þátttakendum og greinilegt er að hópurinn er á réttri leið.

29. mar. 2007 : Vaxandi starfsemi

Aðalfundur deildarinnar var haldinn þriðjudaginn 13. mars. Fram kom í máli Sigurðar Ólafssonar, formanns,  að starfsemi deildarinnar hafði verið með allra besta móti á liðnu ári. Félögum og sjálfboðaliðum hafði fjölgað nokkuð og verkefni sjálfboðaliða gengið vel.
Þrátt fyrir nokkuð rekstrartap þá var hagnaður ársins rúmar 27 þúsund krónur og fjárhagsstaða deildarinnar viðunandi. Lögð var fram fjárhags og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2007, og gera þær ráð fyrir að reksturinn veriði með svipuðu sniði og á ný liðnu ári.
Á fundinum var kosin ný stjórn, og í stað Sigríðar M. Jóhannsdóttur, Láru Ellingssen og Maríu Pétursdóttur  sem nú gengu úr stjórn komu þær Auður Ásbjörnsdóttir, Esther Brune og Dusanka Kotaras.

26. mar. 2007 : Nýútskrifaðir fjöldahjálparstjórar á Norðurlandi

Fjöldahjálparstjórnarnámskeið var haldið á Húsavík um síðustu helgi. Mæting var góð, eða 23 manns, sem komu frá öllum deildum Rauða krossins í Þingeyjarsýslu.

20. mar. 2007 : Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra tók þátt í hlutverkaleiknum Á flótta

Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi síðastliðna helgi í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt samstarf hefur verið með uppsetningu leiksins.

20. mar. 2007 : Öxafjarðardeild og Raufarhafnardeild sameinaðar

Fimmtudaginn 15. mars var haldinn á Kópaskeri stofnfundur nýrrar Rauða kross deildar, Öxarfjarðardeildar Rauða kross Íslands, sem varð til við sameiningu deildanna á Raufarhöfn og í Öxarfirði. Á fundinum voru lagðar fram starfsreglur fyrir hina nýju deild, farið yfir starfs- og framkvæmdaáætlanir deildanna fyrir sameiningu og mun það vera eitt að fyrstu verkefnum stjórnar að vinna að sameiningu áætlananna.

Stofnfundurinn var haldinn í framhaldi af samþykkt aðalfunda og síðan framhaldsaðalfunda Raufarhafnar- og Öxafjarðardeilda Rauða krossins þar sem ákveðið var að sameina deildirnar undir nafni Öxarfjarðardeildar. Fjallað var um sameininguna á stjórnarfundi Rauða kross Íslands þann 23. febrúar sl. og samþykkti stjórnin hana. Starfssvæði hinnar nýju deildar nær frá Kelduhverfi í vestri og austur fyrir Raufarhöfn. Deildir Rauða krossins eru nú 50 að tölu.

6. mar. 2007 : Sjálfboðaliðar fræðast um Rauða krossinn

Grunnnámskeið Rauða krossins var haldið hjá Akureyrardeild sl. mánudag 5. mars. Á námskeiðinu er farið yfir sögu og hugsjónir Rauða krossins, uppbyggingu félagsins og starfið hér heima og erlendis.  Verkefni sjálfboðaliða eru kynnt, sjálfboðaliðasamningur og þær skildur sem hvíla á sjálfboðaliðanum og félaginu.  Öllum jálfboðaliðum Rauða krossins sem sinna ákveðnum verkefnum að staðaldri er ætlað að búa yfir grunnþekkingu á félaginu og starfsemi þess.

1. mar. 2007 : Námskeið í sálrænum stuðningi fyrir norðan

Um síðustu helgi var haldið framhaldsnámskeið í sálrænum stuðningi á Akureyri fyrir þá fjöldahjálparstjóra sem vinna með deildum Rauða krossins á Norðurlandi. Þátttakendur voru 17 og komu frá átta deildum.

19. feb. 2007 : Vinningshafar í 112 getraun Rauða krossins

Eins og áður hefur komið fram var 112 dagurinn haldinn um allt land 11. febrúar sl. Þá var  opið hús hjá Slökkviliði Akureyrar þar sem viðbragðsaðilar kynntu starf sitt. Rauði krossin var þar með sinn bás og þar gat almenningur m.a. tekið þátt í léttri getraun og svarað spurningum varðandi skyndihjálp og neyðarvarnir. Fjölmargir gestir tóku þátt í getrauninni og voru þrír hepnir þátttakendur dregnir út og fengu þeir sjúkratösku frá Rauða krossinum að launum.

12. feb. 2007 : 112 dagurinn gekk vel

Viðbragðsaðilar í björgun og almannavörnum efndu til fjölbreyttrar dagskrár um allt land á 112 daginn, sunnudaginn 11. febrúar. Að þessu sinni var dagurinn helgaður margvíslegum störfum sjálfboðaliða að forvörnum, leit og björgun, almannavörnum og neyðaraðstoð. Hér á Akureyri óku viðbragðsaðilar hópakstur um bæinn en síðan var opið hús í slökkvistöðinni frá kl. 13 – 16. Þar mátti skoða tækjakost og kynnast starfsemi þessara aðila.

8. feb. 2007 : Áframhaldandi rekstur Lautar, athvarfs á Akureyri fyrir fólk með geðraskanir

Akureyrardeild Rauða kross Íslands, Geðverndarfélag Akureyrar og Akureyrarbær gerðu með sér samning í dag um áframhaldandi rekstur Lautar, dagsathvarfs fyrir fólk sem á við geðraskanir að stríða. Athvarfið er nú til húsa í Þingvallastræti 32 en flyst með vorinu í nýtt húsnæði þar sem áður var leikskólinn Klappir að Brekkugötu 34.

Markmiðið með starfseminni er að efla sjálfstæði þessa hóps, auka samfélagsþátttöku og bjóða tækifæri til samveru og fræðslu, auk þess að veita gestum persónulegan stuðning.

Samningur er fyrir árin 2007-2009. Akureyrardeild Rauða krossins mun annast daglegan rekstur athvarfsins en Geðverndarfélag Akureyrar sér um fræðslu og þjálfun starfsfólks, ásamt því að veita faglega ráðgjöf um daglega starfsemi.

7. feb. 2007 : Gerviblóð og góð erindi

Blæðingar og sár var aðalefni þriðja hluta fræðslu fyrir viðbragðshóp í skyndihjálp hjá deildum Rauða krossins á Norðurlandi. Námskeiðið fór fram um síðustu helgi.

Auk hefðbundinnar fræðslu um sár og umbúðir voru verklegar æfingar þar sem leikarar voru fengnir til aðstoðar. Voru þeir útbúnir með sex mismunandi áverka og var þátttakendum ætlað að meta áverkana og skýra hvernig þeir skildu meðhöndlaðir. 

Í
lok æfingar var síðan hvert tilfelli tekið fyrir og rétt meðhöndlun sýnd. Í tengslum við þennan þátt var einnig fjallað um það hvernig skuli bera sig að við að meta á skipulagðan hátt áverka á slösuðum.

6. feb. 2007 : Gerviblóð og góð erindi.

Blæðingar og sár var aðalefni þriðja hluta fræðslu fyrir skyndihjálparhóp sem fram fór um nýliðna helgi. Auk hefðbundinar fræðslu um sár og umbúðir voru verklegar æfingar þar sem leikarar voru fengnir til aðstoðar.  Voru þeir útbúnir með sex mismunandi áverka og var þátttakendum ætlað að meta áverkana og skýra hvernig þeir skildu meðhöndlaðir. Í lok æfingar var síðan hvert  tilfelli tekið fyrir og rétt meðhöndlun sýnd.  Í tengslum við þennan þátt var einnig fjallað um það hvernig skuli bera sig að við það að meta á skipulagðan hátt áverka á slösuðum.

18. jan. 2007 : Öflugur skyndihjálparhópur meðal deilda Rauða krossins á Norðurlandi

Deildir Rauða krossins á Norðurlandi hafa unnið að því á undanförnum mánuðum að koma á fót viðbragðshópi í skyndihjálp. Aukin þörf er fyrir vel þjálfað fólk í skyndihjálp á fjöldahjálparstöðvum.

16. jan. 2007 : Heimsóknavinir að hefja starf á Húsavík

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini hjá Húsavíkurdeild Rauða krossins var haldið í gær. Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi og Elsa Björk Skúladóttir formaður Húsavíkurdeildar sagði frá starfsemi deildarinnar. Þátttakendur á námskeiðinu voru 11.

16. jan. 2007 : Styrkur frá Hekluklúbbi

Hópur kvenna sem hittist í hverri viku í þjónustumiðstöðinni í Víðilundi  til að vinna ýmsa handavinna, afhenti nýverið Akureyrardeild 30 þúsund krónur sem þær höfðu safnað með sölu á  áðurnefdri handavinnu. Konurnar hafa reyndar áður styrkt deildina með viðlíka framlagi en auk þess hafa þær verið mjög ötular við að færa deildinni teppi sem þær heklað. Teppin hafa verið send erlendis og án efa veitt einhverjum kærkomna hlýju.

16. jan. 2007 : Skyndihjálparhópur að taka á sig mynd.

Unnið hefur verið að því að koma á fót  viðbragðshópi í skyndihjálp hjá deildum á Norðurlandi á  undanförnum mánuðum. Í ljósi breyttrar áherslna í frumgreiningu á slysstað þótti full þörf á að hafa innan okkar raða vel þjálfaðan hóp í skyndihjálp. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að við komum ekki til með að þurfa á þekkinug hópsins að halda, en gott er að vita að hann er til.
 
Námskeið númer tvö í röðinni var haldið  laugardaginn 13. janúar og mættu 15 manns,  frá  5 deildum á svæðinu.
Um er að ræða röð námskeiða sem fram fer ákveðin grunnþjálfun. Eftir að henni er lokið er  meinngin að hópurinn skipuleggi sjálfur viðhaldsþjálfun sína og mun hann hittast regluleg til að halda sér við.

11. jan. 2007 : Öflugt starf heimsóknavina í Skagafirði

Mánaðarlegur samverufundur heimsóknavina í Skagafjarðardeild Rauða krossins var haldinn í vikunni. Að þessu sinni mættu góðir gestir frá landsskrifstofunni, Linda Ósk verkefnisstjóri í heimsóknaþjónustu og Guðný svæðisfulltrúi. Auk þeirra mættu 14 konur.

2. jan. 2007 : Fræðsla um mannréttindi

Það voru margar stórar spurningar og miklar hugleiðingar sem fram komu í erindi sem Ágúst Þór Árnason flutti fyrir starfsfólk Brekkuskóla á fyrsta starfsdegi nýs árs. Erindið fjallaði um mannréttindi  almennt, en einnig um réttindi barna  og þá ekki síst  í tengslum við skólastarf.
Tilefnið er þátttaka skólans í tilraun til að auka fræðslu og vitund nemenda og starfsfólks skólans um mannréttindi og innleiða “mannréttindahugsunina” í almennt skólastarf.