18. jan. 2007 : Öflugur skyndihjálparhópur meðal deilda Rauða krossins á Norðurlandi

Deildir Rauða krossins á Norðurlandi hafa unnið að því á undanförnum mánuðum að koma á fót viðbragðshópi í skyndihjálp. Aukin þörf er fyrir vel þjálfað fólk í skyndihjálp á fjöldahjálparstöðvum.

16. jan. 2007 : Heimsóknavinir að hefja starf á Húsavík

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini hjá Húsavíkurdeild Rauða krossins var haldið í gær. Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi og Elsa Björk Skúladóttir formaður Húsavíkurdeildar sagði frá starfsemi deildarinnar. Þátttakendur á námskeiðinu voru 11.

16. jan. 2007 : Styrkur frá Hekluklúbbi

Hópur kvenna sem hittist í hverri viku í þjónustumiðstöðinni í Víðilundi  til að vinna ýmsa handavinna, afhenti nýverið Akureyrardeild 30 þúsund krónur sem þær höfðu safnað með sölu á  áðurnefdri handavinnu. Konurnar hafa reyndar áður styrkt deildina með viðlíka framlagi en auk þess hafa þær verið mjög ötular við að færa deildinni teppi sem þær heklað. Teppin hafa verið send erlendis og án efa veitt einhverjum kærkomna hlýju.

16. jan. 2007 : Skyndihjálparhópur að taka á sig mynd.

Unnið hefur verið að því að koma á fót  viðbragðshópi í skyndihjálp hjá deildum á Norðurlandi á  undanförnum mánuðum. Í ljósi breyttrar áherslna í frumgreiningu á slysstað þótti full þörf á að hafa innan okkar raða vel þjálfaðan hóp í skyndihjálp. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að við komum ekki til með að þurfa á þekkinug hópsins að halda, en gott er að vita að hann er til.
 
Námskeið númer tvö í röðinni var haldið  laugardaginn 13. janúar og mættu 15 manns,  frá  5 deildum á svæðinu.
Um er að ræða röð námskeiða sem fram fer ákveðin grunnþjálfun. Eftir að henni er lokið er  meinngin að hópurinn skipuleggi sjálfur viðhaldsþjálfun sína og mun hann hittast regluleg til að halda sér við.

11. jan. 2007 : Öflugt starf heimsóknavina í Skagafirði

Mánaðarlegur samverufundur heimsóknavina í Skagafjarðardeild Rauða krossins var haldinn í vikunni. Að þessu sinni mættu góðir gestir frá landsskrifstofunni, Linda Ósk verkefnisstjóri í heimsóknaþjónustu og Guðný svæðisfulltrúi. Auk þeirra mættu 14 konur.

2. jan. 2007 : Fræðsla um mannréttindi

Það voru margar stórar spurningar og miklar hugleiðingar sem fram komu í erindi sem Ágúst Þór Árnason flutti fyrir starfsfólk Brekkuskóla á fyrsta starfsdegi nýs árs. Erindið fjallaði um mannréttindi  almennt, en einnig um réttindi barna  og þá ekki síst  í tengslum við skólastarf.
Tilefnið er þátttaka skólans í tilraun til að auka fræðslu og vitund nemenda og starfsfólks skólans um mannréttindi og innleiða “mannréttindahugsunina” í almennt skólastarf.