19. feb. 2007 : Vinningshafar í 112 getraun Rauða krossins

Eins og áður hefur komið fram var 112 dagurinn haldinn um allt land 11. febrúar sl. Þá var  opið hús hjá Slökkviliði Akureyrar þar sem viðbragðsaðilar kynntu starf sitt. Rauði krossin var þar með sinn bás og þar gat almenningur m.a. tekið þátt í léttri getraun og svarað spurningum varðandi skyndihjálp og neyðarvarnir. Fjölmargir gestir tóku þátt í getrauninni og voru þrír hepnir þátttakendur dregnir út og fengu þeir sjúkratösku frá Rauða krossinum að launum.

12. feb. 2007 : 112 dagurinn gekk vel

Viðbragðsaðilar í björgun og almannavörnum efndu til fjölbreyttrar dagskrár um allt land á 112 daginn, sunnudaginn 11. febrúar. Að þessu sinni var dagurinn helgaður margvíslegum störfum sjálfboðaliða að forvörnum, leit og björgun, almannavörnum og neyðaraðstoð. Hér á Akureyri óku viðbragðsaðilar hópakstur um bæinn en síðan var opið hús í slökkvistöðinni frá kl. 13 – 16. Þar mátti skoða tækjakost og kynnast starfsemi þessara aðila.

8. feb. 2007 : Áframhaldandi rekstur Lautar, athvarfs á Akureyri fyrir fólk með geðraskanir

Akureyrardeild Rauða kross Íslands, Geðverndarfélag Akureyrar og Akureyrarbær gerðu með sér samning í dag um áframhaldandi rekstur Lautar, dagsathvarfs fyrir fólk sem á við geðraskanir að stríða. Athvarfið er nú til húsa í Þingvallastræti 32 en flyst með vorinu í nýtt húsnæði þar sem áður var leikskólinn Klappir að Brekkugötu 34.

Markmiðið með starfseminni er að efla sjálfstæði þessa hóps, auka samfélagsþátttöku og bjóða tækifæri til samveru og fræðslu, auk þess að veita gestum persónulegan stuðning.

Samningur er fyrir árin 2007-2009. Akureyrardeild Rauða krossins mun annast daglegan rekstur athvarfsins en Geðverndarfélag Akureyrar sér um fræðslu og þjálfun starfsfólks, ásamt því að veita faglega ráðgjöf um daglega starfsemi.

7. feb. 2007 : Gerviblóð og góð erindi

Blæðingar og sár var aðalefni þriðja hluta fræðslu fyrir viðbragðshóp í skyndihjálp hjá deildum Rauða krossins á Norðurlandi. Námskeiðið fór fram um síðustu helgi.

Auk hefðbundinnar fræðslu um sár og umbúðir voru verklegar æfingar þar sem leikarar voru fengnir til aðstoðar. Voru þeir útbúnir með sex mismunandi áverka og var þátttakendum ætlað að meta áverkana og skýra hvernig þeir skildu meðhöndlaðir. 

Í
lok æfingar var síðan hvert tilfelli tekið fyrir og rétt meðhöndlun sýnd. Í tengslum við þennan þátt var einnig fjallað um það hvernig skuli bera sig að við að meta á skipulagðan hátt áverka á slösuðum.

6. feb. 2007 : Gerviblóð og góð erindi.

Blæðingar og sár var aðalefni þriðja hluta fræðslu fyrir skyndihjálparhóp sem fram fór um nýliðna helgi. Auk hefðbundinar fræðslu um sár og umbúðir voru verklegar æfingar þar sem leikarar voru fengnir til aðstoðar.  Voru þeir útbúnir með sex mismunandi áverka og var þátttakendum ætlað að meta áverkana og skýra hvernig þeir skildu meðhöndlaðir. Í lok æfingar var síðan hvert  tilfelli tekið fyrir og rétt meðhöndlun sýnd.  Í tengslum við þennan þátt var einnig fjallað um það hvernig skuli bera sig að við það að meta á skipulagðan hátt áverka á slösuðum.