30. apr. 2007 : Takk fyrir allt sem ég hef

Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi dagana 17. og 18. mars í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands við áfanga FLÓ 101 í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

30. apr. 2007 : Toshiki Toma á kaffihúsakvöldi á Akranesi

Rauði krossinn á Akranesi hefur í vetur staðið fyrir kaffihúsakvöldum einu sinni í mánuði þar sem gestum og gangandi er boðið upp á kaffisopa og fræðslu um málefni sem tengjast Rauða krossinum.

Fimmtudaginn 26. apríl var Toshiki Toma sérstakur gestur á kaffihúsakvöldi og sagði frá reynslu sinni af því að vera innflytjandi á Íslandi. Jafnframt fjallaði hann almennt um líf innflytjenda, áhrifaríkar leiðir til gagnkvæmrar aðlögunar og heimsóknir sjálfboðaliða Rauða krossins til hælisleitenda.

23. apr. 2007 : Æfð björgun úr vatni

Skyndihjálparhópur sem myndaður var í vetur meðal deilda á Norðurlandi kom saman á laugardaginn og æfði björgun úr vatni.

23. apr. 2007 : Æfð björgun úr vatni

Skyndihjálparhópur sem myndaður var í vetur og hefur verið að fá fræðslu og æfingar, kom saman um helgina og æfði björgun úr vatni. Fyrir hádegi var reyndar erindi um sálrænan stuðning en síðan var hoppað út í laug og tekið til við að æfa björgun úr vatni. Það var létt yfir þátttakendum og greinilegt er að hópurinn er á réttri leið.