20. maí 2007 : Málstofur07

Samhliða Aðalfundi félagsins sem haldinn var 19. maí sl. voru opnar málstofur þar sem kynnt voru verkefni sem deildir víða um land eru að sinna. Meðal þess sem kynnt var voru verkefnin “ Föt sem framlag “ og vinadeildasamstarf. Það voru sjálfboðaliðar frá Akureyrardeild sem kynntu þessi verkefni og var sett upp lifandi vinnustofa þar sem unnið var annars vegar að saumaskap og framleiðsu ungbarnapakka og hins vegar innrömmun á batikmyndum frá Mosambik.

20. maí 2007 : Aðalfundur landsfélagsins

Um 200 manns frá 50 deildum sóttu Aðalfund Rauða krossins sem haldinn var á Akureyri 19. maí sl. Á fundinum voru venju samkvæmt hefðbundin aðalfundarstörf en einnig var ný og endurskoðuð stefna félagsins  samþykkt til næstu þriggja ára.  Stefnan byggir á niðurstöðum könnunarinnar “ Hvar þrengir að “  sem félagið lét gera á sl. ári til að kanna hverjir það eru sem hafi það verst í samfélaginu. 

14. maí 2007 : Starfið á árinu 2006

9. maí 2007 : Þjóðir Skagafjarðar á Sæluviku

Skagafjarðardeild Rauða krossins stóð að samkomu á Sæluviku Skagfirðinga sem bar yfirskriftina Þjóðir Skagafjarðar. Markmiðið var að sýna fram á hversu margir íbúar Skagafjarðar eru af erlendu bergi brotnir og hversu fjölbreytt þjóðerni er um að ræða. Jafnframt var markmiðið að kynnast hvert öðru og opna augun fyrir áhugaverðri menningu hvers annars.

Fólk kom með rétti frá sínu heimalandi, muni og myndir og sumir tróðu upp með myndasýningu, söng og spili. Meistari Jakob var sunginn á ýmsum tungumálum. Það var gaman að sjá hve fólk lagði sig fram við þetta allt.

7. maí 2007 : Námskeið heimsóknavina í Öxarfjarðardeild

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið í Öxarfjarðardeild mánudaginn 30. apríl og sóttu það 11 manns. Þetta er annað námskeiðið sem deildin heldur en hið fyrra var haldið fyrir tveimur árum og hefur heimsóknaþjónusta verið starfrækt síðan.

2. maí 2007 : Vel heppnuð flugslysaæfing á Sauðárkróki

Umfangsmikil flugslysaæfing fór fram á Sauðárkróki á laugardaginn. Skagafjarðardeild Rauða krossins og áhöfn félagsins í Samhæfingarstöðinni tóku þátt fyrir hönd Rauða krossins.
 
Flugvél með 28 farþega auk tveggja í áhöfn hlekktist á við lendingu á flugvellinum og eldur braust út. Unnið var eftir drögum að flugslysaáætlun Sauðárkróksflugvallar.

Sjálfboðaliðar Skagafjarðardeildar voru 19 talsins þennan dag og mönnuðu þeir nokkra pósta svo sem stjórnstöð fjöldahjálpar, söfnunarsvæði aðstandenda og fjöldahjálparstöð. Skyndihjálparhópur Rauða krossins starfaði á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og sjálfboðaliðar aðstoðuðu við skráningu og gæslu á spítalanum. Þá átti deildin tvo fulltrúa í aðgerðastjórn almannavarna.