31. okt. 2007 : Námskeið um geðheilbrigðismál á Húsavík

24 þátttakendur sóttu námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál, sem haldið var í Borgarhólsskóla á Húsavík. Þetta var 16. námskeiðið sem haldin hafa verið á öllu landinu en  það fjórða á Norðurlandi og er jafnframt síðasta námskeiðið af þessum toga sem haldið verður, í bili að minnsta kosti. Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða um málefni geðfatlaðra og auðvelda fólki að mynda sjálfshjálparhópa.

30. okt. 2007 : Heimsóknarvinir í klípu

Þær geta verið af ýmsum toga aðstæðurnar sem heimsóknarvinir Rauða krossins lenda í og oft á tiðum ekki auðvelt að finna réttu leiðina út úr þeim. 
Svo mætti að minnsta kosti álíta ef marka má þær æfingar sem þau voru að glíma við þátttakendur á heimsóknarvinanámskeiði sem haldið var hjá deildinni í gær.

 

27. okt. 2007 : Þjónusta heimsóknavina nú í boði á Hvammstanga

Enn fjölgar deildum sem bjóða þjónustu heimsóknavina. Haldið var námskeið fyrir verðandi heimsóknavini á Hvammstanga á þriðjudaginn. Fimm konur sóttu námskeiðið, en fyrirhugað er að koma verkefninu í gang sem fyrst og verður það í samvinnu við kirkjuna á staðnum.

Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar, sem hafa það að markmiði að rjúfa einsemd og félagslega einangrun með heimsóknum,spjalli, göngutúrum og öðru því sem hentar hverju sinni. 

22. okt. 2007 : Kynningarvikunni lokið

Með markaði í húsi Akureyrardeildar og kynningu verkefna á Glerártorgi  var settur punktur aftan við ágæta kynningarviku sem staðið hefur yfir frá því 14. október.
Markaðurinn var bæði föstudag og laugardag gekk mjög vel. Nú taka sjálfboðaliðarnir til við að ganga frá eftir markaðinn og undirbúa síðan næsta markað sem stefnt er að því að verði seinni hlutann í nóvember.
Sjálfboðaliðar  dreifðu  einnig bæklingum á Glerártorgi á laugardag og kynntu þau verkefni sem þeir eru að sinna.

19. okt. 2007 : Fjölmenningarhátíð á Ólafsfirði

Í tilefni af kynningarviku Rauða krossins stóð Ólafsfjarðardeild fyrir fjölmenningarkvöldi í Tjarnarborg. Um 150 manns, af níu þjóðernum, mættu á hátíðina, sem er tæplega 20% af íbúum Ólafsfjarðar.

Fyrir utan íslenskan mat var boðið upp á mat frá Þýskalandi, Tékklandi og Póllandi og tónlistaratriði komu víða að. Krakkarnir í 3. bekk grunnskólans sungu Meistari Jakob á þremur tungumálum, söngur og gítarspil frá Þýskalandi, söngur frá Póllandi og harmonikkuleikur frá Eistlandi.

18. okt. 2007 : Sjálfboðaliðum fjölgar

Í gærkvöldi var Akureyrardeild með opið hús þar sem almenningi var boðið að koma og kynna sér sjálfboðaliðaverkefni deildarinnar. Það voru sjálfboðaliðar deildarinnar sem kynntu þau verkefni sem þeir eru að sinna og svöruðu spurningum úr sal. Að kynningum loknum var boðið upp á kaffiveitingar og opnað  fyrir umræður.

18. okt. 2007 : Innflytjendur einangraðri úti á landi

Innflytjendur sem búa úti á landi upplifa á stundum mikla félagslega einangrun og finnst erfitt að komast inn í íslenskt ættarsamfélag. Þetta kemur fram í sameiginlegri könnun tólf deilda Rauða krossins á Norðurlandi á stöðu innflytjenda á svæðinu.

Tungumálaerfiðleikar há innflytjendum enn frekar úti á landi þar sem helstu stofnanir sem þeir þurfa að hafa samskipti við eru á þéttbýlisstöðum og tjáskiptin fara oftast fram í síma. Þeir sem ekki hafa fullt vald á íslensku lenda því oft í örðugleikum. Einnig kemur í ljós að erfitt er fyrir fólk sem býr í strjálbýlli byggðum landsins að fá í íslenskukennslu þar sem miðað er við að minnst 10 einstaklingar séu í hverjum hóp.

17. okt. 2007 : Prjónað til góðs

Prjónakaffi hóf göngu sína hjá Skagafjarðardeild í gær. Komu þrír frumkvöðlar því á með Ágústu Sigurbjörgu í fararbroddi. Í tilefni kynningarviku komu þær saman og ætla að endurtaka það á fimmtudaginn frá kl. 14:00 - 16:00 til að kynna verkefnið fyrir þeim sem vilja prjóna til góðs.

„Við komum hér saman til að prjóna til góðs og spjalla saman um daginn og veginn, ætlum svo að vera með bakkelsi meðferðis í vetur þegar við hittumst,“ segir Ágústa sem sat í sófanum í Rauða krossinum á Aðalgötu 10b og prjónaði barnatrefil.

16. okt. 2007 : Krakkarnir á Skagaströnd fá reiðhjólahjálma

Þegar skólinn hóf starfsemi í haust gaf Skagastrandadeild Rauða krossins sjö ára börnum reiðhjólahjálma. Er þetta eitt elsta verkefni deildarinnar og hafa um það bil 200 börn þegið hjálma frá því að hún var stofnuð 31. mars árið 1993.

Pétur Eggertsson formaður deildarinnar hitti börnin í skólanum og með honum var Sigríður Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún spjallaði við börnin og útskýrði fyrir þeim hvernig hægt er að koma í veg fyrir slys með því að hafa hjálminn á höfðinu. Til útskýringar notaði hún harðsoðin egg og lítinn hjálm. Einnig var Bangsi, hundurinn hans Péturs með í för en hann er mikill vinur allra krakka á staðnum.

15. okt. 2007 : Kynningarvikan hafin

Kynningarvika Rauða krossins hófst með formlegum hætti í gær sunnudag 14. október þegar Ómar Kristmundsson, formaður Rauða krossins og Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstóri SPRON undirrituðu samstarfssamning.

SPRON er styrktaraðili kynningarátaksins og samkvæmt samningnum verða starfsmenn SPRON í varaliði Rauða krossins sem hægt er að kalla út þegar mikið liggur við. 

3. okt. 2007 : Heimsóknavinanámskeið í Skagafrði

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið hjá Skagafjarðardeild Rauða krossins á þriðjudaginn. Góður andi var á námskeiðinu og hugur í konunum. Heyrðist á þeim að þær hefðu mikla ánægju af að vera í verkefninu og góð tilfinning að geta látið eitthvað gott af sér leiða og fá það margfalt til baka.

Heimsóknaþjónusta hefur verið starfrækt hjá deildinni frá því árið 2001 í samvinnu við Sauðárkrókskirkju og Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar.

Sjálfboðaliðar heimsækja gestgjafa og veita félagsskap eftir samkomulagi, svo sem að spjalla eða lesa. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.

2. okt. 2007 : Laut flytur

Athvarfið Laut hefur nú flutt starfsemi sína úr Þingvallastætinu  í nýtt húsnæði.  Nýja húsið er bjart og fallegt þriggja hæða hús við brekkugötu 34 þar sem áður var Leikskólinn Klappir. Með þessu rýmkast mjög um starfsemi Lautar en töluvert var farið að þrengja að starfseminni á gamla staðnum.  Á þessum fyrstu vikum á nýjum stað er ekki annað að sjá en ánægja ríki bæði meðal starfsfólks og gesta.