22. nóv. 2007 : Skyndihjálparhópur rifjar upp og æfir

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman á dögunum í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig þjálfunin sem þau fengu skilaði sér.
 
Síðan var lagt fyrir mannskapinn upprifjunarpróf þar sem tekið var fyrir  það efni sem kennt hefur verið fram að þessu. Að því búnu var farið yfir prófið og sammælst um rétt svör.

22. nóv. 2007 : Hekluklúbbur styrkir Rauða krossinn

Hópur kvenna sem kalla sig hekluklúbb færði á dögunum Rauða krossinum 50 þúsund krónur sem þær höfðu safnað. Hópurinn kemur saman reglulega til að hekla og prjóna og um leið njóta  félagskapar hver af annari.  Afrakstur handavinnunnar hafa þær síðan selt og nýtt ágóðann til ýmissa góðra verka.

 

15. nóv. 2007 : Heimsókn frá Lundarskóla

Strákarnir í 6. K í Lundarskóla heimsóttu Akureyrardeild Rauða krossins og kynntu sér starf Rauða krossins. Þeir fengu einnig fræðslu um skyndihjálp og æfingu í að veita endurlífgun.

Strákarnir voru ófeimnir við að spyrja og sumir voru ágætlega að sér um sögu og tilgang Rauða krossins. Nokkrar umræður sköpuðust um það hvernig mætti forðast slys með því t.d. að nota hlífðarbúnað við íþrótta- og tómstundaiðkun. Að lokum var boðið upp á pítsu og endað með því að skella sér í nokkra leiki

15. nóv. 2007 : Héldu kökulottó til styrktar Rauða krossinum

Þær vinkonur Birna og Sólveig gengu í hús í hverfinu sínu og söfnuðu dóti til að hafa á tombólu sem þær ætluðu að halda til styrktar Rauða krossinum. Tombóluna héldu þær síðan í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi og gekk hún bara ágætlega. Þær stöllur vildu þó endilega gera eitthvað meira og af því að þær hafa báðar gaman af því að baka þá datt þeim í hug að halda kökulottó.

 

 

13. nóv. 2007 : Heimsókn frá Lundarskóla

Strákarnir úr 6. K í Lundarskóla komu í gær í heimsókn til að kynna sér  starf Rauða krossins. Þeir fengu einnig fræðslu um skyndihjálp og  æfingu í því að veita endurlífgun.  Strákarnir voru ófeimnir við að spyrja og sumir voru ágætlega að sér um sögur og tilgang Rauða krossins. Nokkrar umræður sköpuðust  um það hvernig mætti forðast slys með því t.d. að nota hlífðabúnað við íþrótta- og tómstundaiðkun.  Að lokum var boðið upp á pissu og endað með því að skella sér í nokkra leiki.

6. nóv. 2007 : Upprifjun og veklegar æfingar

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman nú um helgina í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig sú þjálfun sem þau hafa fengið skilaði sér.

 

 

6. nóv. 2007 : Upprifjun og verklegar æfingar

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman nú um helgina í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Leiðbeinandi að þessu sinni var Jón Knutsen.
 
Í fyrstu sögðu þau Helga Jóhannsdóttir og Jón Þorsteinn Sigurðsson frá upplifun sinni af því að taka þátt í flugslysaæfingunni á Sauðárkróki síðast liðið vor og hvernig sú þjálfun sem þau hafa fengið skilaði sér.