13. des. 2007 : Alþjóðadagur sjáflboðaliða

Á Alþjóðadegi sjálfboðaliða þann 5. desember sl. var sjálfboðaliðum  boðið að hittast í húsnæði deildarinnar. Sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum streymdu í hús  og var öllum boðið upp á hangikjöt í tilefni dagsins.
Vinadeildarhópur reið á vaðið kvöldið áður, en í hádeginu komu sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum. Um kvöldið var síðan samvera heimsóknarvina og að lokum hittist stjórnarfólk og starfsfólk  á fimmtudeginum.

 


10. des. 2007 : Batíkmyndir til styrktar börnum í Mósambík

Deildir á Norðurlandi hafa verið í vinadeildasamstarfi við Rauða kross deildina í Mapútó í Mósambík síðustu fjögur árin og er nú verið að endurskoða samstarfið. Deildirnar hafa meðal annars selt batíkmyndir eftir mósambíska listamenn sem sjálfboðaliðar Akureyrardeildar ramma inn. Á föstudaginn var farið í söluherferð á Glerártorgi og í Ketilhúsinu á laugardaginn. Gekk salan vel.

Vinnuhópur sem heldur utan um vinadeildasamstarfið kom saman í síðustu viku til að skipuleggja næstu skref. Á fundinum voru lögð fram fyrstu drög að þeirri vinnu. Samþykkt var að setja þá peninga sem safnast vegna sölu á batíkmyndunum til menntunarverkefnis barna á barnaheimilinu Boa Esperansa. Lögð verður fram föst fjárhæð á ári, næstu þrjú árin, til að styðja ákveðin fjölda barna til að sækja sér iðnmenntun sem gerir þeim kleift að sjá sér og sínum farborða í framtíðinni.