22. des. 2008 : Jólakveðja08

15. des. 2008 : Sjálfboðaliðar lesta fatagám

Það er alltaf nokkur handagangur í öskjunni þegar verið er að lesta fatagám.


13. des. 2008 : Sjálfboðaliðar lesta fatagám

Það er alltaf nokkur handagangur í öskjunni þegar verið er að lesta fatagám. Sjálfboðaliðarnir ráðast á fatafjallið og þó 40 feta gámurinn sýnist ansi djúpur í fyrstu þá má fljótlega sjá að verkið mun hafast á endanum. Ekki spillir fyrir að í þetta skiptið er boðið upp á jólaöl og piparkökur til hressingar ef og þegar menn mega vera að því að taka pásu. Gámurinn ógurlegi verður síðan sendur erlendis þar sem fatnaðnum hefur verið komið í verð og í þetta sinn er áfangastaðurinn Holland.

9. des. 2008 : Meiri fjármunum varið til einstaklingsaðstoðar

Rauði krossinn hefur stóraukið framlög sín til einstaklingsaðstoðar fyrir þessi jól, en eins og áður hefur komið fram var ákveðið   að verja 20 milljónum úr Neyðarsjóði landsfélagsins til aðstoðar fyrir  jólin. Af þeirri upphæð fær Akureyrardeild u.þ.b. 1 milljón og ákvað stjórn deildarinnar leggja annað eins úr sínum sjóði.
Sem fyrr mun sú aðstoð sem veitt verður í nafni deildarinnar fara í gegnum Mæðrastyrksnefn hér í bæ og geta einstaklingar snúið sér þangað.  Tekið er á móti umsóknum dagana 7.  – 11. desember og  úthlutun fer síðan fram 16. – 21. desember.

8. des. 2008 : 7. bekkur í Húnavallaskóla fékk góða heimsókn

Austur Húnavatnssýsludeild Rauða krossins hélt kynningu um starfsemina fyrir nemendum 7. bekkjar Húnavallaskóla þann 2. desember. 

26. nóv. 2008 : Nedelljka Marijan gefur út ljóðabók

Út er komin ljóðabókin  “ Tár, kerti og blóm “ eftir Nedeljka Marijan.
Nedeljka kom til Akureyrar árið 2003 í hópi flóttamanna.  Hún hefur verið dugleg að semja ljóð og í bókinni eru 22 ljóð sem hún hefur samið frá þeim tíma er hún kom til Íslands.   Ljóðin eru bæði sett upp á íslensku og serbnesku  og  þar sem erfitt getur verið að þýða ljóð má segja að um 44 ljóð sé að ræða.
Höfundur segir í formála að bókin sé skrifuð til að segja lesendum frá tilfinningum sínum og hún sé skrifuð án aðstoðar við íslenskt ritmál. Þannig séu þær villur sem lesandi sér hluti af þeirri ósk höfundar að læra íslensku.
 

26. nóv. 2008 : Jólafatasöfnun lokið

Síðastliðin föstudag lauk söfnun á jólafatnaði sem staðið hafði yfir í nokkrar vikur. Er nú verið að fara yfir það sem safnaðist mun Mæðrastyrksnefnd síðan sjá um að úthluta fatnaðinum. Fyrir þá sem ekki vita er Mæðrastyrksnefnd til húsa í Íþróttahöllinni og er gengið inn að vestan þ.e.a.s frá Þórunnarstræti. Opnunartími þar er á þriðjudögum frá kl. 12 – 18 og síðan alla daga frá 16. – 21. desember kl. 10 - 18 Þeim sem tóku þátt í söfnuninni eru hér með færðar bestu þakkir fyrir.

25. nóv. 2008 : Þjóðadagur og 50 ára afmæli Húsavíkurdeildar

Húsavíkurdeild Rauða krossins hélt fagnað þann 15. nóvember í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun deildarinnar. Formaður deildarinnar Ingólfur Freysson setti hátíðina.

Kristján Sturluson framkvæmdastjóri og Guðný Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi fluttu deildinni afmæliskveðjur og Sigurjón Jóhannesson flutti brot úr fimmtíu ára sögu deildarinnar en hann var fyrsti formaður hennar.

Samhliða afmælisfagnaði buðu einstaklingar frá 12 þjóðlöndum ásamt Húsavíkurdeildinni í samstarfi við Öxarfjarðardeild almenningi til „þjóðadags" í sal Borgarhólsskóla á Húsavík. Þar kynntu nýir og eldri „nýir Íslendingar" þjóðlönd sín, menningu, siði, matarhefðir, listir og handverk auk þess sem tónlistaratriði og söngur ómaði um salinn frá ólíkum þjóðlöndum. 

18. nóv. 2008 : Frétt RKÍ

12. nóv. 2008 : Markaðir og þjóðadagur um helgina

Afmæli Húsavíkurdeildar og þjóðadagur
Í tilefni 50 ára afmælis Húsavíkurdeildar Rauða krossins verður haldinn þjóðadagur laugardaginn 15. nóvember í sal Borgarhólsskóla á Húsavík. Dagskráin hefst kl.14:00.
 
Fatamarkaður á vegum Rauða kross deildar Austur Húnavatnssýslu
Laugardaginn 15. nóvember kl. 14:00 - 17:00 verður haldinn fatamarkaður á vegum Rauðakrossdeildar A-Hún í húsi deildarinnar að Húnabraut 13 á Blönduósi.

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur handverksmarkað laugardaginn 15. nóvember kl. 10-18 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma- og prjónavörur, kökur og annað föndur. Einnig verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, box, töskur, batik-myndir og fleira.

12. nóv. 2008 : Námskeið í sálrænum stuðningi á Blönduósi

Námskeið í sálrænum stuðningi var haldið um helgina á vegum Rauða kross deildar Austur Húnavatnssýslu. Mikil aðsókn var að námskeiðinu eða 26 þátttakendur.

24. okt. 2008 : Útkall vegna flugfarþega

Eins og fram hefur komið i fréttum var aftakaveður á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og nótt sem leið. Hafði þetta þau áhrif á millilandaflug að ekki var hægt að lenda í Keflavík og þurftu því þrjár vélar að lenda á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.
Í flugstöðinni á Akureyri var ansi þröngt á þingi meðan verið var að finna út úr hvernig hægt væri að koma farþegunum fyrir yfir nóttina.
 

23. okt. 2008 : Margir sitja námskeið í sálrænum stuðningi

Þeir sem sátu námskeið Rauða krossins í sálrænum stuðningi sem haldið var sl. þriðjudag geta vonandi nýtt sér eitthvað af því sem þar var kennt. Sem betur fer ýmislegt sem flestir tileinka sér og telst til almennrar skynsemi en einnig margur fróðleikur sem gott er að styðjast við þegar á þarf að halda. Þátttakendur á þessu námskeiði voru m.a. starfsfólk stéttarfélaga, starfsfólk stofnanna Akureyrarbæjar ofl. Leiðbeinandi var Sigríður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og leiðbeinandi hjá Rauða krossinum.

22. okt. 2008 : Nýir heimsóknavinir á Skagaströnd

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini á Norðurlandi var haldið á vegum Skagastrandardeildar í síðustu viku og sóttu það átta konur frá Skagaströnd og Blönduósi.

21. okt. 2008 : Námskeið í sálrænum stuðningi

Námskeið í sálrænum stuðningi verður haldið í dag þriðjudag 21. október kl. 16 - 18.

Námskeiðið er haldið í húsnæði Einingar - Iðju við Skipagötu og hefst eins og fyrr segir kl. 16:00.

Þátttakendur á þessu námskeiði er starfsfólk ýmissa stofnana. 

Hægt er að nálgast kennsluglærurnar hér.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigríður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

16. okt. 2008 : Fjölmennt námskeið um sálrænan stuðning

Fjölmenni sótti í dag námskeið í sálrænum stuðningi sem deildin hélt í safnaðarheimili Glerárkirkju.  Námskeiðið er hluti af  undirbúningi sem ýmsar stofnanir og félagssamtök eru að vinna að í tengslum við þá erfiðu stöðu sem samfélagið stendur nú frammi fyrir.  
 
Á námskeiðinu var m.a. fjallað um ýmiskonar áföll og  kreppur, sem og einkenni og áhrif alvarlegra atvika á einstaklinga.

 

10. okt. 2008 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn!

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu.

Síðustu daga hefur fjöldi manns hringt í 1717 í tengslum við fjárhagsáhyggjur og vanlíðan vegna þeirra umbrota sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Starfsmenn og sjálfboðaliðar 1717 veita upplýsingar um hvar leita megi frekari úrræða ásamt því að veita sálrænan stuðning á erfiðum tímum.

7. okt. 2008 : Heimsóknavinaverkefni að hefjast hjá Siglufjarðardeild

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið á vegum Siglufjarðardeildar í vikunni og sóttu það fimmtán konur.
 
Siglufjarðardeild er sú tíunda í röð deilda á Norðurlandi sem áætlar að fara í verkefnið. Hópstjórar verða þær Margrét Guðmundsdóttir og Mundína Bjarnadóttir.
 
Steinar Baldursson gjaldkeri Siglufjarðardeildar sagði frá starfsemi deildarinnar en leiðbeinandi námskeiðsins var Guðný H. Björnsdóttir, svæðisfulltrúi á Norðurlandi.

6. okt. 2008 : Göngum til góðs - takk fyrir aðstoðina

Um 130 sjálfboðaliðar gengu til góðs á svæði Akureyrardeildar í landssöfnun Rauða krossins sem fram fór sl. laugardag 4. október.  Með þessari góðu þátttöku var hægt að ganga í nánast hvert hús á svæðinu og eiga sjálfboðaliðar þakkir skildar fyrir aðstoðina. Jafnframt ber að þakka þeim aðilum og fyrirtækjum sem aðstoðuðu með einum eða öðrum hætti við undirbúning söfnunarinnar og auðvitað öllum þeim sem styrktu söfnunina með fjárframlögum.  

5. okt. 2008 : Færri Gengu til góðs en fengu frábærar móttökur

Um 1000 sjálfboðaliðar Gengu til góðs í gær með Rauða krossinum til styrktar verkefnis um sameiningu fjölskyldna í Kongó sem sundrast hafa vegna stríðsátaka. Reynslan hefur sýnt að það þarf að minnsta kosti um 2000 manns til að ganga í öll hús á landinu, og því er ljóst að einungis tókst að ná til um 50% landsmanna í söfnuninni í gær. Rauði krossinn er mjög þakklátur þeim sem gáfu af tíma sínum í gær og Gengu til góðs, og vill einnig þakka þeim sem tóku á móti sjálfboðaliðunum og gáfu í söfnunina.

Rauði krossinn hvetur þá sem ekki gafst tækifæri til að gefa í söfnunina í gær að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá dragast frá kr. 1000 kr., kr. 3000 kr. eða kr. 5000 frá næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út þessa viku.

30. sep. 2008 : Börn í Líberiu fá fatnað frá Íslandi

Oft þarf ekki nema góða hugmynd og örlitla framtaksemi til að láta góða hluti gerast. Þannig fengu börnin í Líberíu afhenta boli og stuttbuxur sem nokkrum dögum áður höfðu verið gefin í fatasöfnun Rauða krossins á Akureyri.

Aðdragandi þessa var sá að Jóhannes Sigfússon lögreglumaður frá Akureyri labbaði inn á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri og sagði frá því að hann væri nú við störf í Líberíu. Hann væri sem stendur í stuttu fríi en vildi gjarnan taka með sér fatnað  til að gefa börnum þegar hann færi aftur út.

30. sep. 2008 : Börn í Líberiu fá fatnað frá Íslandi

Oft þarf ekki nema góða hugmynd og örlitla framtaksemi til að láta góða hluti gerast. Þannig fengu börnin í Líberíu afhenta boli og stuttbuxur sem nokkrum dögum áður höfðu verið gefin í fatasöfnun Rauða krossins á Akureyri.

Aðdragandi þessa var sá að Jóhannes Sigfússon lögreglumaður frá Akureyri labbaði inn á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri og sagði frá því að hann væri nú við störf í Líberíu. Hann væri sem stendur í stuttu fríi en vildi gjarnan taka með sér fatnað  til að gefa börnum þegar hann færi aftur út.

29. sep. 2008 : Heimsóknavinanámskeið Húsavík

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið í síðustu viku á vegum Húsavíkurdeildar Rauða krossins. Þrettán manns sóttu námskeiðið.
 
Fullur hugur er hjá deildinni að koma á þjónustu heimsóknavina á starfssvæði deildarinnar og munu hópstjórar verkefnisins þær Jóhanna Björnsdóttir og Erla Bjarnadóttir kynna málið fyrir samstarfsaðilum á næstunni.

25. sep. 2008 : Svæðisráð á Norðurlandi

Svæðisráð deilda Rauða krossins á Norðurlandi hélt fund í vikunni hjá Akureyrardeildinni. Mættir voru fulltrúar frá sjö deildum af 12.
 
Sigurður Ólafsson formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára. Stærstu verkefnin eru rekstur sumarbúða fyrir fatlaða á Löngumýri og Stykkishólmi og vinadeildasamstarfið í Mósambík. Einnig er skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi orðið viðamikið verkefni og ber hæst í því starfi keppnisferð hluta hópsins til Liverpool í sumar þar sem hann keppti í skyndihjálp fyrir hönd Rauða kross Íslands. Tvö námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra voru á árinu og tveir fræðslufundir fyrir áhugafólk um geðheilbrigðismál.
 
Karl Lúðvíksson flutti skýrslu um rekstur sumarbúðanna þar sem þátttakendur og starfsfólk gerðu sér margt til gamans að vanda. Um var að ræða tvö tímabil á Löngumýri og eitt í Stykkishólmi og eins og áður var yfir 60% þátttakenda frá höfuðborgarsvæðinu.

25. sep. 2008 : Svæðisráð á Norðurlandi

Svæðisráð deilda Rauða krossins á Norðurlandi hélt fund í vikunni hjá Akureyrardeildinni. Mættir voru fulltrúar frá sjö deildum af 12.
 
Sigurður Ólafsson formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára. Stærstu verkefnin eru rekstur sumarbúða fyrir fatlaða á Löngumýri og Stykkishólmi og vinadeildasamstarfið í Mósambík. Einnig er skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi orðið viðamikið verkefni og ber hæst í því starfi keppnisferð hluta hópsins til Liverpool í sumar þar sem hann keppti í skyndihjálp fyrir hönd Rauða kross Íslands. Tvö námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra voru á árinu og tveir fræðslufundir fyrir áhugafólk um geðheilbrigðismál.
 
Karl Lúðvíksson flutti skýrslu um rekstur sumarbúðanna þar sem þátttakendur og starfsfólk gerðu sér margt til gamans að vanda. Um var að ræða tvö tímabil á Löngumýri og eitt í Stykkishólmi og eins og áður var yfir 60% þátttakenda frá höfuðborgarsvæðinu.

24. sep. 2008 : Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október

Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október  svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.

Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
 
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó.  Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.

5. sep. 2008 : Gengið til góðs 4. október

Söfnunin Göngum til góðs fer fram laugardaginn 4. október. Í ár verður safnað fyrir sameiningu fjölskyldna sem sundrast hafa vegna stríðsátaka.
Að venju verður leitað til almennings um að styðja við söfnunina með fjárframlagi, en einnig  með því að gerast sjálfboðaliði um stund og aðstoða með því að ganga í hús. Söfnunarstöð hér á Akureyri verður líkt og fyrr í húsnæði deildarinnar Viðjulundi 2 og getur fólk skráð sig til þátttöku þar í síma 461 2374 og [email protected]
 

 

19. ágú. 2008 : Góðhjartaðar stelpur

30. júl. 2008 : Allir taka þátt á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðum Rauða krossins á Löngumýri í Skagafirði fyrir fatlaða lauk um helgina en þær voru nú haldnar tíunda sumarið í röð. Einnig hafa verið reknar sumarbúðir í Stykkishólmi síðustu fjögur sumur.

 

7. júl. 2008 : Rauði krossinn í vinnuskólum á Norðurlandi

Öxarfjarðar- og Húsavíkurdeildir Rauða krossins stóðu að fræðslu í vinnuskólum á svæði deildanna.  

25. jún. 2008 : Feimnin varð okkur að falli

Þrátt fyrir botnsætið í Face08 evrópskri keppni í skyndihjálp var það gleðin sem stóð uppúr ferðinni hjá skyndihjálparhópi Norðlendinga sem kom snemma á  mánudagsmorguninn til Akureyrar að keppnisferðinni til Liverpool lokinni, eftir 19 tíma ferðalag.
 
„Að sjálfsögðu voru menn ekki sáttir við að enda í neðsta sæti því allir hafa jú keppnisskap og löngun til að vera á toppnum,'' segir Guðný Björnsdóttir fararstjóri landsliðsins. „Eftir að hafa skoðað stigagjöf dómaranna þar sem við sáum hvar íslenska liðið var helst að tapa stigum varð liðið sáttara við hlutskipti sitt því stigin voru ekki að tapast í umönnun sjúklinganna heldur meira á tæknilegum atriðum.'' Fyrst og fremst tapaði liðið stigum á því hversu illa það þekkti umgjörð keppninnar en eins og þjálfari liðsins sagði: „Feimnin varð ykkur að falli,'' segir Guðný.

18. jún. 2008 : Minjagripir úr perlum og steinum

Þessar dugmiklu Hólastelpur seldu minjagripi sem þær bjuggu til sjálfar úr perlum, steinum og skeljum. Söfnuðu þær heilmiklum peningum eða samtals kr. 2432 auk 5 evra! Ákváðu þær að gefa Rauða krossinum það sem safnaðist. Stúlkurnar heita: Anna Guðrún, Margrét Helga og Sigríður Vaka.Skagafjarðardeild Rauða krossins þakkar þeim innilega fyrir framtakið.

16. jún. 2008 : Markaðsdagar á Akureyri

Sjálfboðaliðar stóðu fyrir markaðsdögum á Akureyri á föstudag og laugardag í síðustu viku í hvílíkri rjómablíðu að ekki gat betra verið. Þetta var mjög heppilegt þar sem að salan fór að mestu fram utandyra. Mikil undirbúningsvinna  fór fram áður en af þessu gat orðið, við flokkun  á fatnaði, uppsetningu söluborða og uppröðun.
 
Markaðurinn er liður í fjáröflun deildanna á Norðurlandi til styrktar menntunarverkefni barna á barnaheimilinu Boa Esperanca  í Mapútó í Mósambík.

3. jún. 2008 : Prjónahópar á Norðurlandi hittast

Þátttakendur í prjónahópum deilda Rauða krossins á Norðurlandi brugðu undir sig betri fætinum og hittust til að bera saman prjónauppskriftir. Ferðalagið byrjaði með því sjálfboðaliðar í prjónahóp Skagafjarðardeildar fóru til Akureyrar þar sem félagar þeirra buðu þeim upp á hádegismat.
 
Síðan var ferðinni heitið til Dalvíkur og dvalarheimilið Dalbær sótt heim. Þar hafa íbúar prjónað til góðs í vetur og gefið til verkefnisins „Föt sem framlag”. Eftir heimsóknina á Dalbæ fengu hóparnir leiðsögn um Dalvík og Svarfaðardal, en Símon Páll og Rögnvaldur Skíði sögðu frá staðháttum og ábúendum.

26. maí 2008 : „Amma mín er handleggsbrotin..."

Nemendur 3ja bekkjar í Glerárskóla heimsóttu Akureyrardeild Rauða krossins á dögunum en hópar leita í auknu mæli eftir því að fá kynningu á Rauða krossinum og starfsemi hans. Kynningarnar eru auðvitað mismunandi eftir aldri og fjölda viðkomandi hverju sinni en líklega er óhætt að segja að þær séu skemmtilegri eftir því sem hóparnir eru yngri.

Þannig er til dæmis næsta víst að þegar yngstu börnunum er sagt frá því að stofnandi Rauða kross hreyfingarinnar Henry Dunant sé reyndar dáinn, þá þekkja alltaf nokkrir úr salnum einhvern sem dó. Og þegar sagt er frá sjúkrabílunum eða hvernig maður lærir skyndihjálp eru einhverjir sem eiga skyldmenni eða kunningja sem hafa lent í stórkostlegum hremmingum. Börnin eru sem sagt ævinlega einlæg og ófeimin við að spjalla og því sérstaklega gaman að fá þau í heimsókn.

22. maí 2008 : Landsliðið í skyndihjálp æfir sig

Í síðustu viku kom saman sá hluti skyndihjálparhópsins á Norðurlandi sem keppa mun fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni Rauða krossins í skyndihjálp (FACE),

21. maí 2008 : " Amma mín er handleggsbrotin... "

Það færist sífellt  í aukana að hópar leiti eftir því  að fá að kynningu á Rauða krossinum og starfsemi hans.  Kynningarnar eru auðvitað mismunandi eftir aldri og fjölda viðkomandi hverju sinni en líklega óhætt að segja að þær séu skemmtilegri eftir því sem hóparnir eru yngri.

15. maí 2008 : Ungmenni kynna HIV leik

Þriðjudaginn 15. apríl hélt ungmennahreyfing Akureyrardeildar RKÍ í mikla ævintýraför í Menntaskólann á Akureyri. Tilefnið var að bjóða menntskælingum í HIV leik á opnum dögum í skólanum. Mikill áhugi var á leiknum og fylltust öll 20 plássin fljótlega eftir að byrjað var að skrá. 

 

 

28. apr. 2008 : Mikið að gera í skyndihjálpinni

Starfsfólk Búsetudeildar hjá Akureyrarbæ hefur undanfarna daga verið í heimsókn hjá Akureyrardeild og sótt námskeið í skyndihjálp.  Í starfi sínu eru þau  mikið að umgangast aldraða og sjúka og því afar mikilvægt  að kunna skil á því hvernig skuli bregðast við í neyð.

23. apr. 2008 : Fjöldahjálparstjórar hittast

Fjöldahjálparstjórar Akureyrar- og Dalvíkurdeilda hittust á dögunum og fóru yfir málefni neyðarvarna. Sameiginleg neyðarvarnaáætlun deildanna var lesin yfir.

Síðan var keyrð svo kölluð skrifborðsæfing þar sem ímyndað rútuslys á Melrakkasléttu var viðfangsefnið. Notast var við nýlegan leik þar sem leikmunir eru uppteiknaður slysavettvangur, leikfangabílar og tæki.

Þótti mönnum þeir fá ágæta yfirsýn yfir hvernig hlutirnir gætu gengið fyrir sig í raunveruleikanum og hvernig almannavarnakerfið virkar. Þetta var auk þess hin besta skemmtun og ágæt leið til að hrista hópinn saman.

23. apr. 2008 : Fjöldahjálparstjórar hittast

Fjöldahjálparstjórar Akureyrar- og Dalvíkurdeilda hittust á dögunum og fóru yfir málefni neyðarvarna. Sameiginleg neyðarvarnaáætlun deildanna var lesin yfir.

Síðan var keyrð svo kölluð skrifborðsæfing þar sem ímyndað rútuslys á Melrakkasléttu var viðfangsefnið. Notast var við nýlegan leik þar sem leikmunir eru uppteiknaður slysavettvangur, leikfangabílar og tæki.

Þótti mönnum þeir fá ágæta yfirsýn yfir hvernig hlutirnir gætu gengið fyrir sig í raunveruleikanum og hvernig almannavarnakerfið virkar. Þetta var auk þess hin besta skemmtun og ágæt leið til að hrista hópinn saman.

23. apr. 2008 : Góð stemning á markaði

Um síðast liðna helgi var haldinn markaður í húsnæði Akureyrardeildar þar sem til sölu var fatnaður sem safnast hefur undanfarnar vikur. Undirbúningur fyrir markaðinn hófst í raun  um mánaðarmót janúar febrúar þegar síðasta markaði lauk.  Lokaundirbúningur er hins vegar þegar sjálfboðaliðar mæta til að lesta í gám og búa þar með til pláss fyrir markaðinn í húsnæði deildarinnar.

 

23. apr. 2008 : Ársskýrsla 2007

27. mar. 2008 : ´" Á flótta " leikurinn á Akureyri

Helgina 5. – 6. apríl n.k. er fyrirhugað að halda leikinn “ Á flótta “ á Akureyri og er skráning hafin. Leikurinn stendur  í einn sólahring og reynir á andlegt og líkamlegt þrek þátttakenda þannig að æskilegt er að þátttakendur séu ekki yngri en 15 ára eða tilbúninir fyrir þessa þolraun.


14. mar. 2008 : Frétt RKÍ

Aðalfundur Akureyrardeildar Rauða krossins var haldinn 13. mars sl. Fram kom í máli Sigurðar Ólafssonar formanns að starf innan deildarinnar sé líflegt og gott og hafi vaxið mikið á árinu 2007.  Mikið sé af góðum sjálfboðaliðum og því bjart fram undan hjá deildinni. Siguður sem gengt hefur formennsku sl. 8 ár lét nú af störfum sem slíkur en mun áfram sinna ýmsum verkefnum fyrir deildina.  Við af honum sem formaður tekur Jón G. Knutsen sem sinnt hefur ýmsum störfum innan deildarinnar í áraraðir. 

 

5. mar. 2008 : Fjöldahjálparstjórar á Norðurlandi æfa hópslys

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki síðastliðinn laugardag. 24 þátttakendur víðsvegar af Norðurlandi hlýddu á fyrirlestra og fóru í verklegar hópslysaæfingar.

Í upphafi námskeiðsins var farið í æfingu sem gengur út á að þátttakendur raða sér upp í hlutverk sem þarf að sinna samkvæmt SÁBF kerfinu. Gekk æfingin út á að rúta hafði oltið og þurftu allir sem á námskeiðinu voru að setja sig í þær aðstæður að um neyðartilfelli væri að ræða. Skemmst er að segja frá því að allt gekk upp þó mikill hamagangur væri á tímabili við að koma slösuðum á viðeigandi staði.

29. feb. 2008 : Fræðsluerindi fyrir heimsóknarvini

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið fimmtudaginn 28. febrúar hjá Akureyrardeild og sóttu það átján sjálfboðaliðar. Var námskeiðið  einkum  ætlað þeim heimsóknavinum sem heimsækja þá gestgjafa sem haldnir eru geðröskun.

Leiðbeinandi var Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og vorum menn mjög ánægðir með fræðsluerindi hennar.

29. feb. 2008 : Sjálfboðaliði heiðraður

Aðalfundur Skagafjarðardeildar var haldinn s.l. miðvikudag í húsnæði deildarinnar. Ágætis mæting var eða um 16 félagar.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa kom góður gestur Paola Cardenas frá landsskrifstofu Rauða krossins með fræðandi erindi um málefni innflytjenda, auk þess sem hún kynnti ný verkefni félagsins Sjálfboðaliðinn Ragnar Berg Andrésson var heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar. Hann hefur um áraraðir selt dagatöl í Skagfirðingabúð fyrir hver jól frá Þroskahjálp ásamt skyndihjálpartöskum. Tók Ragnar við viðurkenningu ásamt nýrri Rauða kross peysu sem hann getur notað í óeigingjörnu sjálfboðastarfi fyrir deildina.

27. feb. 2008 : Skyndihjálparhópur æfir sig af kappi

Skyndihjálparhópurinn kom saman um nýliðna helgi og hélt áfram að undibúa sig  og bæta við sig kunnáttu. Í þetta skipti voru sett á svið slys  þar sem búið var að slysafarða helming hópsins  og hinn helmingur hópsins glímdi við að bjarga þeim slösuðu.  Karl Lúðvíksson hafði veg og vanda af förðunninni og hann og Jón Knutsen settu upp slysavettvanginn.

25. feb. 2008 : Fjöldahjálparstjórum fjölgar á Ströndum

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í grunnskólanum á Hólmavík á laugardaginn. Þátttakendurnir, átta að tölu, komu frá Hólmavík og Drangsnesi og var helmingur þeirra að sækja námskeið sem þetta í fyrsta sinn en aðrir að endurnýja réttindi sín.
 
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og að opna fjöldahjálparstöð í skólanum, sem jafnframt er ein af fjöldahjálparstöðvum deildarinnar en þær eru alls sjö, enda starfssvæði deildarinnar stórt. Það nær frá Bæjarhreppi norður allar Strandir og inní Ísafjarðardjúp.

19. feb. 2008 : Fyrirlestur um geðsjúkdóma

Fimmtudaginn 28. febrúar kl. 17:00 mun Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjjúkrunarfræðingur vera með fræðslu um geðsjúkdóma.

Fræðslan er hugsuð fyrir sjálfboðaliða í heimsóknarþjónustu, sjálfboðaliða í athvörfum  og aðra áhugasama.

Staður: Húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, Akureyri
 
Skráning

Nánari upplýsingar í síma 461 2374  eða á [email protected]

 

15. feb. 2008 : Brunaæfing á Húsavík

Í kjölfar rýmingaræfingar vegna bruna í Borgarhólsskóla á Húsavík æfði Rauða kross deild Húsavíkur opnun fjöldahjálparstöðvar í skólanum.

13. feb. 2008 : Viðurkenning fyrir björgunarafrek veitt á 112 deginum á Blönduósi

Rauða kross deildin í Austur Húnavatnssýslu afhenti Rúnari Þór Njálssyni viðurkenningu fyrir einstakt björgunarafrek á 112 deginum sl. mánudag.

7. feb. 2008 : Heimsóknavinir á Ólafsfirði

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið hjá Ólafsfjarðardeild Rauða krossins í gær. Í framhaldi af námskeiðinu býður deildin í fyrsta sinn upp á heimsóknir sjálfboðaliða á sínu svæði.

Þar með bætast sjálfboðaliðar Ólafsfjarðardeildar í hóp hundruð sjálfboðaliða á landinu sem gefa sér tíma til að heimsækja þá sem búa við félagslega einangrun og leggja sitt að mörkum til að auka lífsgæði þeirra og sjálfra sín í leiðinni. 
 
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi og Sigrún Sigurðardóttir formaður Ólafsfjarðardeildar sagði frá starfi deildarinnar.

30. jan. 2008 : Markaður gekk vel

Um nýliðna helgi var haldinn enn einn markaðurinn hjá deildinni og gekk hann að venju vel. Áætla má að nærri þrjú hundruð manns hafi litið við hjá deildinni og væntanlega margir gert góð kaup. Sjálfboðaliðar deildarinnar sem sjá nánast alfarið um markaðinn og undirbúning hans hafa valið fatnaðinn sem er í mörgum tilvikum mjög góður og gullmolar þar innan um.

29. jan. 2008 : Austur- Húnavatnssýsludeild fer af stað með heimsóknaþjónustu

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið á Blönduósi á mánudaginn og sóttu það sjö konur.
 
Í kjölfar námskeiðsins bætist Austur- Húnavatnssýsludeild Rauða krossins í hóp þeirra deilda sem bjóða upp á þjónustu heimsóknavina.
 
Námskeiðið var með hefðbundnu sniði. Farið var yfir tilgang verkefnisins og verklag. Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi og Einar Óli Fossdal formaður Austur -Húnavatssýsludeildar sagði frá starfi deildarinnar.

18. jan. 2008 : Skagafjarðardeild bregst við vegna bruna á Kaffi Krók

Skagafjarðardeild Rauða krossins var kölluð út af Brunavörnum Skagafjarðar um klukkan 1:30 í nótt vegna bruna á Kaffi Krók. Tveir sjálfboðaliðar deildarinnar voru mættir í húsnæði deildarinnar, sem er við hlið Kaffi Króks, tveimur mínútum síðar. Húsið var opið fyrir slökkviliðsmönnum og öðrum sem á þurftu að halda.
 
Stanslaus umferð fólks var fram yfir klukkan 5 þegar slökkvistarfi var formlega hætt.

Neyðarskipulag deildarinnar virkaði vel. Auðveldlega gekk að útvega nauðsynjar þar sem N1 og Bakarí Sauðárkróks brugðust vel við  þegar leitað var til þeirra.

18. jan. 2008 : Vinabönd til styrktar börnum í Mósambík

Rauða kross deildinni á Skagaströnd voru afhentar 25 þúsund krónur sem eiga að renna til athvarfsins Boa Esperanca í Mapútó í Mósambík.

Það var 6. bekkur grunnskólans á Skagastörnd sem fékk þá hugmynd að útbúa vinabönd fyrir alla íbúa staðarins. Hreppsfélagið keypti öll böndin og voru þau borin í hvert hús á Skagaströnd í gær.

Krökkunum var veitt viðurkenning frá vikublaðinu Feyki, sem Norðvestlingar ársins 2007. Elsti og yngsti nemandinn
tóku við viðurkenningunni fyrir hönd krakkanna.