29. feb. 2008 : Fræðsluerindi fyrir heimsóknarvini

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið fimmtudaginn 28. febrúar hjá Akureyrardeild og sóttu það átján sjálfboðaliðar. Var námskeiðið  einkum  ætlað þeim heimsóknavinum sem heimsækja þá gestgjafa sem haldnir eru geðröskun.

Leiðbeinandi var Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og vorum menn mjög ánægðir með fræðsluerindi hennar.

29. feb. 2008 : Sjálfboðaliði heiðraður

Aðalfundur Skagafjarðardeildar var haldinn s.l. miðvikudag í húsnæði deildarinnar. Ágætis mæting var eða um 16 félagar.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa kom góður gestur Paola Cardenas frá landsskrifstofu Rauða krossins með fræðandi erindi um málefni innflytjenda, auk þess sem hún kynnti ný verkefni félagsins Sjálfboðaliðinn Ragnar Berg Andrésson var heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu deildarinnar. Hann hefur um áraraðir selt dagatöl í Skagfirðingabúð fyrir hver jól frá Þroskahjálp ásamt skyndihjálpartöskum. Tók Ragnar við viðurkenningu ásamt nýrri Rauða kross peysu sem hann getur notað í óeigingjörnu sjálfboðastarfi fyrir deildina.

27. feb. 2008 : Skyndihjálparhópur æfir sig af kappi

Skyndihjálparhópurinn kom saman um nýliðna helgi og hélt áfram að undibúa sig  og bæta við sig kunnáttu. Í þetta skipti voru sett á svið slys  þar sem búið var að slysafarða helming hópsins  og hinn helmingur hópsins glímdi við að bjarga þeim slösuðu.  Karl Lúðvíksson hafði veg og vanda af förðunninni og hann og Jón Knutsen settu upp slysavettvanginn.

25. feb. 2008 : Fjöldahjálparstjórum fjölgar á Ströndum

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í grunnskólanum á Hólmavík á laugardaginn. Þátttakendurnir, átta að tölu, komu frá Hólmavík og Drangsnesi og var helmingur þeirra að sækja námskeið sem þetta í fyrsta sinn en aðrir að endurnýja réttindi sín.
 
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og að opna fjöldahjálparstöð í skólanum, sem jafnframt er ein af fjöldahjálparstöðvum deildarinnar en þær eru alls sjö, enda starfssvæði deildarinnar stórt. Það nær frá Bæjarhreppi norður allar Strandir og inní Ísafjarðardjúp.

19. feb. 2008 : Fyrirlestur um geðsjúkdóma

Fimmtudaginn 28. febrúar kl. 17:00 mun Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjjúkrunarfræðingur vera með fræðslu um geðsjúkdóma.

Fræðslan er hugsuð fyrir sjálfboðaliða í heimsóknarþjónustu, sjálfboðaliða í athvörfum  og aðra áhugasama.

Staður: Húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, Akureyri
 
Skráning

Nánari upplýsingar í síma 461 2374  eða á [email protected]

 

15. feb. 2008 : Brunaæfing á Húsavík

Í kjölfar rýmingaræfingar vegna bruna í Borgarhólsskóla á Húsavík æfði Rauða kross deild Húsavíkur opnun fjöldahjálparstöðvar í skólanum.

13. feb. 2008 : Viðurkenning fyrir björgunarafrek veitt á 112 deginum á Blönduósi

Rauða kross deildin í Austur Húnavatnssýslu afhenti Rúnari Þór Njálssyni viðurkenningu fyrir einstakt björgunarafrek á 112 deginum sl. mánudag.

7. feb. 2008 : Heimsóknavinir á Ólafsfirði

Námskeið fyrir verðandi heimsóknavini var haldið hjá Ólafsfjarðardeild Rauða krossins í gær. Í framhaldi af námskeiðinu býður deildin í fyrsta sinn upp á heimsóknir sjálfboðaliða á sínu svæði.

Þar með bætast sjálfboðaliðar Ólafsfjarðardeildar í hóp hundruð sjálfboðaliða á landinu sem gefa sér tíma til að heimsækja þá sem búa við félagslega einangrun og leggja sitt að mörkum til að auka lífsgæði þeirra og sjálfra sín í leiðinni. 
 
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi og Sigrún Sigurðardóttir formaður Ólafsfjarðardeildar sagði frá starfi deildarinnar.