27. mar. 2008 : ´" Á flótta " leikurinn á Akureyri

Helgina 5. – 6. apríl n.k. er fyrirhugað að halda leikinn “ Á flótta “ á Akureyri og er skráning hafin. Leikurinn stendur  í einn sólahring og reynir á andlegt og líkamlegt þrek þátttakenda þannig að æskilegt er að þátttakendur séu ekki yngri en 15 ára eða tilbúninir fyrir þessa þolraun.


14. mar. 2008 : Frétt RKÍ

Aðalfundur Akureyrardeildar Rauða krossins var haldinn 13. mars sl. Fram kom í máli Sigurðar Ólafssonar formanns að starf innan deildarinnar sé líflegt og gott og hafi vaxið mikið á árinu 2007.  Mikið sé af góðum sjálfboðaliðum og því bjart fram undan hjá deildinni. Siguður sem gengt hefur formennsku sl. 8 ár lét nú af störfum sem slíkur en mun áfram sinna ýmsum verkefnum fyrir deildina.  Við af honum sem formaður tekur Jón G. Knutsen sem sinnt hefur ýmsum störfum innan deildarinnar í áraraðir. 

 

5. mar. 2008 : Fjöldahjálparstjórar á Norðurlandi æfa hópslys

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í safnaðarheimilinu á Sauðárkróki síðastliðinn laugardag. 24 þátttakendur víðsvegar af Norðurlandi hlýddu á fyrirlestra og fóru í verklegar hópslysaæfingar.

Í upphafi námskeiðsins var farið í æfingu sem gengur út á að þátttakendur raða sér upp í hlutverk sem þarf að sinna samkvæmt SÁBF kerfinu. Gekk æfingin út á að rúta hafði oltið og þurftu allir sem á námskeiðinu voru að setja sig í þær aðstæður að um neyðartilfelli væri að ræða. Skemmst er að segja frá því að allt gekk upp þó mikill hamagangur væri á tímabili við að koma slösuðum á viðeigandi staði.