28. apr. 2008 : Mikið að gera í skyndihjálpinni

Starfsfólk Búsetudeildar hjá Akureyrarbæ hefur undanfarna daga verið í heimsókn hjá Akureyrardeild og sótt námskeið í skyndihjálp.  Í starfi sínu eru þau  mikið að umgangast aldraða og sjúka og því afar mikilvægt  að kunna skil á því hvernig skuli bregðast við í neyð.

23. apr. 2008 : Fjöldahjálparstjórar hittast

Fjöldahjálparstjórar Akureyrar- og Dalvíkurdeilda hittust á dögunum og fóru yfir málefni neyðarvarna. Sameiginleg neyðarvarnaáætlun deildanna var lesin yfir.

Síðan var keyrð svo kölluð skrifborðsæfing þar sem ímyndað rútuslys á Melrakkasléttu var viðfangsefnið. Notast var við nýlegan leik þar sem leikmunir eru uppteiknaður slysavettvangur, leikfangabílar og tæki.

Þótti mönnum þeir fá ágæta yfirsýn yfir hvernig hlutirnir gætu gengið fyrir sig í raunveruleikanum og hvernig almannavarnakerfið virkar. Þetta var auk þess hin besta skemmtun og ágæt leið til að hrista hópinn saman.

23. apr. 2008 : Fjöldahjálparstjórar hittast

Fjöldahjálparstjórar Akureyrar- og Dalvíkurdeilda hittust á dögunum og fóru yfir málefni neyðarvarna. Sameiginleg neyðarvarnaáætlun deildanna var lesin yfir.

Síðan var keyrð svo kölluð skrifborðsæfing þar sem ímyndað rútuslys á Melrakkasléttu var viðfangsefnið. Notast var við nýlegan leik þar sem leikmunir eru uppteiknaður slysavettvangur, leikfangabílar og tæki.

Þótti mönnum þeir fá ágæta yfirsýn yfir hvernig hlutirnir gætu gengið fyrir sig í raunveruleikanum og hvernig almannavarnakerfið virkar. Þetta var auk þess hin besta skemmtun og ágæt leið til að hrista hópinn saman.

23. apr. 2008 : Góð stemning á markaði

Um síðast liðna helgi var haldinn markaður í húsnæði Akureyrardeildar þar sem til sölu var fatnaður sem safnast hefur undanfarnar vikur. Undirbúningur fyrir markaðinn hófst í raun  um mánaðarmót janúar febrúar þegar síðasta markaði lauk.  Lokaundirbúningur er hins vegar þegar sjálfboðaliðar mæta til að lesta í gám og búa þar með til pláss fyrir markaðinn í húsnæði deildarinnar.

 

23. apr. 2008 : Ársskýrsla 2007