30. sep. 2008 : Börn í Líberiu fá fatnað frá Íslandi

Oft þarf ekki nema góða hugmynd og örlitla framtaksemi til að láta góða hluti gerast. Þannig fengu börnin í Líberíu afhenta boli og stuttbuxur sem nokkrum dögum áður höfðu verið gefin í fatasöfnun Rauða krossins á Akureyri.

Aðdragandi þessa var sá að Jóhannes Sigfússon lögreglumaður frá Akureyri labbaði inn á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri og sagði frá því að hann væri nú við störf í Líberíu. Hann væri sem stendur í stuttu fríi en vildi gjarnan taka með sér fatnað  til að gefa börnum þegar hann færi aftur út.

30. sep. 2008 : Börn í Líberiu fá fatnað frá Íslandi

Oft þarf ekki nema góða hugmynd og örlitla framtaksemi til að láta góða hluti gerast. Þannig fengu börnin í Líberíu afhenta boli og stuttbuxur sem nokkrum dögum áður höfðu verið gefin í fatasöfnun Rauða krossins á Akureyri.

Aðdragandi þessa var sá að Jóhannes Sigfússon lögreglumaður frá Akureyri labbaði inn á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri og sagði frá því að hann væri nú við störf í Líberíu. Hann væri sem stendur í stuttu fríi en vildi gjarnan taka með sér fatnað  til að gefa börnum þegar hann færi aftur út.

29. sep. 2008 : Heimsóknavinanámskeið Húsavík

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið í síðustu viku á vegum Húsavíkurdeildar Rauða krossins. Þrettán manns sóttu námskeiðið.
 
Fullur hugur er hjá deildinni að koma á þjónustu heimsóknavina á starfssvæði deildarinnar og munu hópstjórar verkefnisins þær Jóhanna Björnsdóttir og Erla Bjarnadóttir kynna málið fyrir samstarfsaðilum á næstunni.

25. sep. 2008 : Svæðisráð á Norðurlandi

Svæðisráð deilda Rauða krossins á Norðurlandi hélt fund í vikunni hjá Akureyrardeildinni. Mættir voru fulltrúar frá sjö deildum af 12.
 
Sigurður Ólafsson formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára. Stærstu verkefnin eru rekstur sumarbúða fyrir fatlaða á Löngumýri og Stykkishólmi og vinadeildasamstarfið í Mósambík. Einnig er skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi orðið viðamikið verkefni og ber hæst í því starfi keppnisferð hluta hópsins til Liverpool í sumar þar sem hann keppti í skyndihjálp fyrir hönd Rauða kross Íslands. Tvö námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra voru á árinu og tveir fræðslufundir fyrir áhugafólk um geðheilbrigðismál.
 
Karl Lúðvíksson flutti skýrslu um rekstur sumarbúðanna þar sem þátttakendur og starfsfólk gerðu sér margt til gamans að vanda. Um var að ræða tvö tímabil á Löngumýri og eitt í Stykkishólmi og eins og áður var yfir 60% þátttakenda frá höfuðborgarsvæðinu.

25. sep. 2008 : Svæðisráð á Norðurlandi

Svæðisráð deilda Rauða krossins á Norðurlandi hélt fund í vikunni hjá Akureyrardeildinni. Mættir voru fulltrúar frá sjö deildum af 12.
 
Sigurður Ólafsson formaður flutti skýrslu svæðisráðs þar sem farið var yfir þau verkefni sem unnin voru á svæðisvísu milli ára. Stærstu verkefnin eru rekstur sumarbúða fyrir fatlaða á Löngumýri og Stykkishólmi og vinadeildasamstarfið í Mósambík. Einnig er skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi orðið viðamikið verkefni og ber hæst í því starfi keppnisferð hluta hópsins til Liverpool í sumar þar sem hann keppti í skyndihjálp fyrir hönd Rauða kross Íslands. Tvö námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra voru á árinu og tveir fræðslufundir fyrir áhugafólk um geðheilbrigðismál.
 
Karl Lúðvíksson flutti skýrslu um rekstur sumarbúðanna þar sem þátttakendur og starfsfólk gerðu sér margt til gamans að vanda. Um var að ræða tvö tímabil á Löngumýri og eitt í Stykkishólmi og eins og áður var yfir 60% þátttakenda frá höfuðborgarsvæðinu.

24. sep. 2008 : Sjálfboðaliðar óskast til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október

Rauði krossinn þarf að minnsta kosti 2,500 sjálfboðaliða til að Ganga til góðs laugardaginn 4. október  svo að hægt sé að ná til allra heimila á landinu.

Við hvetjum fólk til að sameinast í hressandi göngu og stuðningi við gott málefni. Aðeins er gert er ráð fyrir að hver gangi í um 1-2 klukkustundir, eða eins lengi og hver og einn óskar.
 
Söfnunarféð rennur óskert til verkefnis Rauða krossins um sameiningu fjölskyldna í Kongó.  Það er því sérlega vel til þess fallið að Íslendingar noti tækifærið til að sameinast um að ganga til góðsog leggja sitt að mörkum til að sameina fjölskyldur á átakasvæðum.

5. sep. 2008 : Gengið til góðs 4. október

Söfnunin Göngum til góðs fer fram laugardaginn 4. október. Í ár verður safnað fyrir sameiningu fjölskyldna sem sundrast hafa vegna stríðsátaka.
Að venju verður leitað til almennings um að styðja við söfnunina með fjárframlagi, en einnig  með því að gerast sjálfboðaliði um stund og aðstoða með því að ganga í hús. Söfnunarstöð hér á Akureyri verður líkt og fyrr í húsnæði deildarinnar Viðjulundi 2 og getur fólk skráð sig til þátttöku þar í síma 461 2374 og [email protected]