22. des. 2008 : Jólakveðja08

15. des. 2008 : Sjálfboðaliðar lesta fatagám

Það er alltaf nokkur handagangur í öskjunni þegar verið er að lesta fatagám.


13. des. 2008 : Sjálfboðaliðar lesta fatagám

Það er alltaf nokkur handagangur í öskjunni þegar verið er að lesta fatagám. Sjálfboðaliðarnir ráðast á fatafjallið og þó 40 feta gámurinn sýnist ansi djúpur í fyrstu þá má fljótlega sjá að verkið mun hafast á endanum. Ekki spillir fyrir að í þetta skiptið er boðið upp á jólaöl og piparkökur til hressingar ef og þegar menn mega vera að því að taka pásu. Gámurinn ógurlegi verður síðan sendur erlendis þar sem fatnaðnum hefur verið komið í verð og í þetta sinn er áfangastaðurinn Holland.

9. des. 2008 : Meiri fjármunum varið til einstaklingsaðstoðar

Rauði krossinn hefur stóraukið framlög sín til einstaklingsaðstoðar fyrir þessi jól, en eins og áður hefur komið fram var ákveðið   að verja 20 milljónum úr Neyðarsjóði landsfélagsins til aðstoðar fyrir  jólin. Af þeirri upphæð fær Akureyrardeild u.þ.b. 1 milljón og ákvað stjórn deildarinnar leggja annað eins úr sínum sjóði.
Sem fyrr mun sú aðstoð sem veitt verður í nafni deildarinnar fara í gegnum Mæðrastyrksnefn hér í bæ og geta einstaklingar snúið sér þangað.  Tekið er á móti umsóknum dagana 7.  – 11. desember og  úthlutun fer síðan fram 16. – 21. desember.

8. des. 2008 : 7. bekkur í Húnavallaskóla fékk góða heimsókn

Austur Húnavatnssýsludeild Rauða krossins hélt kynningu um starfsemina fyrir nemendum 7. bekkjar Húnavallaskóla þann 2. desember.