21. des. 2009 : Jólakveðja frá Rauða krossinum

Rauði krossinn sendir ykkur öllum bestu óskir um Gleðileg jól og farsæt komandi ár. Sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum færum við einnig bestu þakkir fyrir ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða og vonumst til að nýtt ár  verði okkur öllum gæfuríkt. 

 

Lokað verður hjá Rauða krossinum frá og með 23. desember fram til 4. janúar en hægt er að hafa samband með tölvupósti á [email protected]
 

21. des. 2009 : Verslunarfólk og leikhúsgestir söfnuðu jólapökkum

Nú fyrir jólin stóðu Miðbæjarsamtökin, samtök verslunarfólks í miðbæ Akureyrar, fyrir jólapakkasöfnun. Sömuleiðis var gestum hjá Leikfélagi Akureyrar boðið að setja pakka  undir jólatré sem sett hafði verið upp í leikhúsinu. Pökkunum sem safnast höfðu  var síðan komið til Rauða krossins og Mæðrastyrksnefndar sem voru með jólaúthlutun um nýliðna helgi. 
Á Glerártorgi var líka jólapakkasöfnun eins og undanfarin ár og  sá Mæðrastyrksnefnd einnig um að koma þeim pökkum til skila.
Sannarlega gott framtak þar og eru öllum sem að því komu með einum eða öðrum hætti færðar bestu þakkir fyrir.
 

 

17. des. 2009 : Úthlutun fyrir jólin að hefjast

Í dag og í gær hafa sjálfboðaliðar Akureyrardeildar unnið að undirbúningi fyrir úthlutun til einstaklinga og fjölskyldna fyrir komandi jól. Búið er að  taka til í eina 400 matarpakka sem reiknað er með að afhentir verði að þessu sinni. Einnig verður úthlutað eitthvað af gjafabréfum  og jólapökkum sem safnast hafa við jólatré á Glerártorgi  og víðar.

Úhlutunin fer fram í húsnæði Mæðrastyrksnefndar í Íþróttahöllinni föstudag, laugardag og sunnudag 18. 19. og 20 desember.

Undanfarið hefur fólk getað náð sér í spariklæðnað fyrir börn og ungmenni en söfnun á honum fór fram meðal bæjarbúa í nóvember og desember.

17. des. 2009 : Úthlutun fyrir jólin að hefjast

Í dag og í gær hafa sjálfboðaliðar Akureyrardeildar unnið að undirbúningi fyrir úthlutun til einstaklinga og fjölskyldna fyrir komandi jól. Búið er að  taka til í eina 400 matarpakka sem reiknað er með að afhentir verði að þessu sinni. Einnig verður úthlutað eitthvað af gjafabréfum  og jólapökkum sem safnast hafa við jólatré á Glerártorgi  og víðar.

Úhlutunin fer fram í húsnæði Mæðrastyrksnefndar í Íþróttahöllinni föstudag, laugardag og sunnudag 18. 19. og 20 desember.

Undanfarið hefur fólk getað náð sér í spariklæðnað fyrir börn og ungmenni en söfnun á honum fór fram meðal bæjarbúa í nóvember og desember.

9. des. 2009 : Hekkluklúbburinn styrkir Rauða krossinn

Sjálfboðaliðar Rauða krossins komu saman í vikunni í tilefni aðventunnar líkt og þeir hafa gert undanfarin ár.  Konurnar í Hekluklúbbnum voru þar á meðal og notuðu þær tækifærið og afhentu Rauða krossinum styrk  sem er afrakstur  af sölu á munum sem þær hafa verið að búa til.  Konurnar eru svo sannarlega góður bakhjarl Rauða krossins því auk þess að styrkja starfið svona eins og þær hafa gert undanfarin ár þá hafa þær lagt verkefninu föt sem framlag til urmul af teppum sem þær hafa hekklað. Því til viðbótar eru nokkrar þeirra virkir sjálfboðaliðar í fataflokkun og í verkefninu föt sem framlag.  Sannarlega mikill mannauður fyrir Rauða krossinn í þessum hressu konum.
Hjá Rauða krossinum hitta þær aðra sjálfboðaliða í verkefninu Föt sem framlag  á mánudagsmorgnum en á miðvikudagsmorgnum hittist Hekluklúbburinn í þjónustumiðstöð aldraðra í Víðilundi.
 

7. des. 2009 : Góðgerðarvika félagsmiðstöðva

Vikuna 30. nóvember til 5. desember var góðgerðavika hjá félagsmiðstöðvunum á Akureyri.   Meðal þess sem ungmennin gerðu þá var að safna jólafötum  og skóm sem þau afhentu í jólafatasöfnun Rauða krossins og Mæðrastyrksnefndar. Einnig söfnuðu þau ýmsum matvælum sem nýtast í aðstoð sem veitt er fyrir jólin.
Á lokadegi góðgerðarvikunnar stóðu ungmennin síðan  fyrir markaði þar sem seldar voru vöfflur og kakó og ljúffengur heimagerður brjóstsykur. 
 

 

3. des. 2009 : Nemendur í saumavali skila af sér í Föt sem framlag

Í gær kom hópur nemenda úr grunnskólum Akureyrar í heimsókn til að afhenta fatnað og annað sem þau hafa verið að sauma og prjóna undanfranrar vikur. Þau eru öll í svo kölluðu saumavali sem er áfangi sem hægt er að velja sér í náminu. Krakarnir ásamt kennurum höfðu áður komið og fengið kynningu um Rauða krossinn og verkefnið “ föt sem framlag “.  Verkefnið hafa þau síðan notað í náminu og fengu m.a. efni til að vinna með. Þau komu síðan eins og áður segir til að afhenda það sem þau eru búin með því hugmyndin var að koma einhverju af því í gám sem senda á til Hvíta Rússlands nú á næstu dögum.
 

 

2. des. 2009 : 100 ungbarnapakkar frá prjónahóp Skagafjarðardeildar!

Prjónahópur Skagafjarðardeildar sendi nú í lok nóvember frá sér 100 ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en um miðjan september barst þeim beiðnin um ungbarnapakkana svo þær hafa setið iðnar við.

Á hverjum þriðjudegi hittast þær stöllur sem eru venjulega fimm talsins en átta þegar best lætur og framleiða ógrynni af bleium, sokkum, peysum, húfum o.fl. á ungabörn. Þess má geta að á þriðjudögum, samhliða prjónaskapnum, eru þær einnig með nytja -og fatamarkað svo það er líf og fjör í Rauðakrosshúsinu á Sauðárkróki.

 

30. nóv. 2009 : Nýir heimsóknavinir hjá Siglufjarðardeild

Námskeið fyrir heimsóknavini var haldið á vegum Siglufjarðardeildar í vikunni og sóttu það fjórir einstaklingar og var kynjaskiptin jöfn. Fyrir er öflugur hópur heimsóknavina hjá deildinni sem eingöngu var skipaður konum og var því ánægjulegt að karlmenn skulu nú hafa bæst í hópinn.
 
Námskeiðið var með hefðbundnu sniði. Leiðbeinandi var Guðný H. Björnsdóttir, svæðisfulltrúi og gjaldkeri deildarinnar Steinar Baldursson sagði frá starfi deildarinnar. Hópstjórar í heimsóknaþjónustu eru þær Margrét Guðmundsdóttir og Mundína Bjarnadóttir, stjórnarkonur í Siglufjarðardeild
 
Fyrir námskeiðið var þeim sem skráðu sig til liðsauka hjá Siglufjarðardeild nú í haust, kynnt starfsemi Rauða krossins.

23. nóv. 2009 : Að hafa eitthvað á prjónunum

Að hafa eitthvað á prjónunum getur svo sannarlega átt við um hana Mörtu Jóhannsdóttur sem um árabil hefur fært Rauða krossinum ýmsan prjónavarning. Nýverið kom hún færandi hendi með peysur, vesti og skokka sem hún hefur verið að prjóna á þessu ári. 
Svo skemmtilega vildi til að Marta hitti einmitt á hóp nemenda úr Giljaskóla sem voru að kynna sér handavinnuverkefnið Föt sem framlag þótti þeim mikið til koma um dugnað Mörtu og glæsileika flíkanna.
Þessa dagana  er verið að undirbúa sendingu sem áætlað er að fari í byrjun desember til Hvíta Rússlands þannig að vonandi á prjónið hennar Mörtu eftir að hlýja einhverjum um komandi jól. Sending þessi inniheldur annars, ásamt ýmsu  öðru, tvö þúsund og fimmhundruð ungbarnapakka sem sjálfboðaliðar  Rauða kross Íslands hafa verið að vinna að í verkefninu  Föt sem framlag.

 

 

16. nóv. 2009 : Nóg að gera í " Föt sem framlag "

Verkefnið föt sem framlag er gamalt og gott verkefni sem undanfarin ár hefur gengið í endurnýjun lífdaga.  Verkefnið er svokallað hanyrðaverkefni sem felst í því að útbúnir eru fatapakkar fyrir ungabörn  og  ýmiskonar prjónavörur á allan aldur.
Ungbarnapakkarnir hafa fyrst og fremst verið sendir til Afríku en nú hefur borist beiðni um að senda 2.500 pakka til Hvíta Rússlands. Sjálfboðaliðarnir sem vinna að þessu verkefni hafa því haft nóg fyrir stafni og keppast hreinlega við að framleiða upp í þessa stóru pöntun..  Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni eða vilja kynna sér það betur er um að gera að hafa samband  eða líta við í húsnæði Rauða krossins.
 

16. nóv. 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið fyrir norðan

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra var haldið í Víðihlíð í Húnaþingi vestra um síðustu helgi. Sóttu það fimmtán manns frá Rauða kross deildunum þremur í Húnavatnssýslum.
 
Meirihluti þátttakenda var að sækja slíkt námskeið í fyrsta sinn en aðrir að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar. Nýir sjálfboðaliðar eru sérstaklega boðnir velkomnir í hópinn.
 
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara.

11. nóv. 2009 : Sjálfboðaliðar sækja deildanámskeið

Haldið var deildanámskeið í húsnæði Akureyrardeildar á mánudaginn. Þátttakendur voru alls 15 sem komu frá þremur deildum Rauða krossins, Akureyrardeild, Dalvíkurdeild og Ólafsfjarðardeild. 

11. nóv. 2009 : Sjálfboðaliðar sækja deildanámskeið

Haldið var deildanámskeið í húsnæði Akureyrardeildar á mánudaginn. Þátttakendur voru alls 15 sem komu frá þremur deildum Rauða krossins, Akureyrardeild, Dalvíkurdeild og Ólafsfjarðardeild. 

9. nóv. 2009 : Rauði krossinn tók þátt í Multi Musica

Skagafjarðardeild Rauða krossins tók þátt í alþjóðlegri hátíð í Miðgarði. Deildin sá um matarsmakk í hléi á réttum frá ýmsum heimshornum. Markmiðið með að taka þátt í skemmtuninni var að vekja athygli á Rauða krossinum og hlutverki hans í að styðja við innflytjendur.

Fólk af erlendu bergi brotið sem býr í Skagafirði var fengið til liðs og töfraði það fram fjölbreytta rétti af ýmsum toga. Virk þátttaka útlendinga í atburði sem þessum getur slegið á fordóma og stuðlað að gagnkvæmri aðlögun auk þess sem samskipti af þessu tagi er dýrmæt fyrir sálina! Sólrún Harðardóttir sem situr í stjórn Skagafjarðardeildar ávarpaði samkomuna og skipulagði „hléið".

3. nóv. 2009 : Fyrsti fundur nýkjörins svæðisráðs

Nýkjörið svæðisráð deilda á Norðurlandi hélt sinn fyrsta fund í síðustu viku. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að fjölga fulltrúum úr þremur í fimm.  Svæðinu er skipti í vestur- og austursvæði sem eiga hvort um sig tvo fulltrúa og Akureyrardeild á fastan einn fulltrúa.

Nokkrir nýliðar eru í svæðisráðinu og var þeim kynnt verkefnastaða svæðisráðsins auk þess sem rædd var framkvæmd verkefna. Fundir svæðisráðs eru alla jafna haldnir í gegnum síma en það þótti við hæfi að fulltrúar kæmu saman á fyrsta fundi til að sjá framan í hvort annað svo auðveldara verði að tengja andlit við röddina á símafundum í framtíðinni.

30. okt. 2009 : Tombólubörn styrkja Rauða krossinn

Vinirnir Fannar Már, Atli Snær og Ragnar Hólm gengu í hús og buðu fólki að gefa dót á tombólu sem þeir síðan héldu fyrir utan verslun Samkaupa við Hrísalund á Akureyri.  Þeir söfnuðu með þessu 3.827 krónum sem þeir styrktu  Rauða krossinn með.
Segja má að þeir félagar séu  dæmi  um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með viðlíka hætti. Og í raun eru þarna á ferð hópar af yngstu sjálfboðaliðum Rauða krossins.  Takk kærleg fyrir ykkar framlag  öll sömul.
Hægt er að skoða myndir af  börnum sem styrkt hafa Rauða krossinn, undir Tombóla,  hér til hægri á síðunni.
 

 

26. okt. 2009 : Fjöldahjálparstjórar og skyndihjálparfólk á Viðbragðshópsnámskeiði

Um sl. helgi var haldið Viðbragðshópsnámskeið fyrir þá sem ætla að veita fólki aðstoð á neyðarstundu.  Þannig var farið yfir helsu atriði sem hafa ber í huga þegar starfað er á vettvangi. Fulltrúi frá Slökkviliði sagði frá þeirra hlutverki og sömuleiðis fulltrúi frá Tryggingarfélagi  sem fór yfir aðkomu Tryggingarfélgaganna  þegar fólk verður fyrir tjóni.  Námskeiðið sóttu fyrst og fremst fjöldahjálparstjórar og fólk úr skyndihjálparhópi Rauðakrossins á Norðurlandi.

19. okt. 2009 : Kynningarvikunni lokið

Sjálfboðaliðar deildarinnar luku Rauðakrossvikunni 2009 með kynningu á starfi félagsins sl. laugardag. Var þá sett upp fjöldahjálparstöð í tjöldum  Glerártorgi þar sem gestir verslunarmiðstöðvarinnar voru skráðir inn og þeim boðið upp á súpu. Einnig var sýning og kennsla í skyndihjálp og þeim sem vildu stóð til boða að láta mæla hjá sér blóðþrýsting og bjóðsykur.
Í tengslum við skráninguna í fjöldahjálparstððinni var búinn til smá happdrættisleikur og í lok kynningarinnar  voru vinningshafar dregnir út.  Vinningshafarnir, Ragnheiður Kjartansdóttir, Una Sigurðardóttir, Erna Haraldsdóttir, Jóel Björgvinsson, Ingibjörg Tómasdóttir og Karólína M. Másdóttir geta nálgast vinningana á skrifstofu Rauða krossins, Viðjulundi 2.
 

16. okt. 2009 : Skyndihjálparnámskeið að hefjast

Námskeið í almennri skyndihjálp ( 16 kennslustundir )  verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2 og hefst námskeiðið mánudaginn 26. október.  
 

Staður:    Viðjulundur 2
Stund:     26.  og 27. okt. og 2. og 3. nóv.  kl. 19:30 – 22:30
Verð:        8.500,-
 

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

13. okt. 2009 : Ertu til þegar á reynir?

Nú stendur yfir Rauðakrossvikan dagana 12. -17. október. Deildir um land allt eru með metnaðarfullar kynningardagskrár. Kynningarstarfið nær hámarki laugardaginn 17.

12. okt. 2009 : Kynningarvika hafin

Nú er kynningarvika Rauðakrossins hafin og að þessu sinni er lögð áhersla á að kynna skyndihjálp, neyðarvarnir og sálræna skyndihjálp.
Einnig er, eins og fram kemur hér ofar á síðunni,   safnað LIÐSAUKA .  Það er nokkurskonar varaliði sem hægt er að kalla út til viðbótar við hefðbundna sjálfboðaliða félagsins. 
Í verslunarmiðstöðinni Glerártorg hefur verið sett upp myndasýnig í tengslum við kynningarvikuna og þar verður einnig dagskrá milli kl. 12 – 16 n.k. laugardag.

 

 

 

1. okt. 2009 : Svæðisfundur deilda á Norðurlandi

Svæðisfundur deilda á Norðurlandi var haldinn á Hvammstanga á laugardaginn. Fulltrúar frá níu deildum af tólf mættu á fundinn en þeir áttu um mislanga vegi að fara og vetur konungur minnti á sig og sýndi sinn hvíta lit á heiðum.
 
Á fundinum var samþykkt verkefnaáætlun svæðisins næstu fjögur árin auk fjárhagsáætlunar komandi árs.
 
Þær breytingar voru gerðar á svæðisráði að samþykkt var að fjölga fulltrúum í ráðinu úr þremur í fimm. Guðrún Matthíasdóttir lét af störfum en hún hefur gegnt formennsku frá síðasta fundi og tekur Ingólfur Freysson Húsavíkurdeild við af henni. Einnig situr Páll Sverrisson Akureyrardeild í svæðisráði og nýir fulltrúar eru þau Ólafía Lárusdóttir Skagastrandardeild og Gunnar Jóhannesson Skagafjarðardeild frá vestursvæði og Margrét Guðmundsdóttir Siglufjarðardeild frá austursvæði. Framvegis mun Akureyrardeild vera eitt svæði og eiga fasta fulltrúa í svæðisráði.

25. sep. 2009 : Heimsókn frá Flúðum

Börnin í skólahópi  á leikskólanum Flúðum komu í heimsókn í Rauða krossinn í gær. Eins og venja er til fengu þau fræðslu í máli og myndum, kíktu á hvað hann Hjálpfús er að bralla í myndbandinu um Grundvallarmarkmið Rauða krossins og skelltu sér í  þrautaleik. Svo var auðvitað boðið upp á smá hressingu áður en þau fóru aftur heim á Flúðir. 
Krakkarnir vissu auðvitað ýmislegt um Rauða krossinn og voru ófeimin  að miðla af þekkingu sinni og reynslu á annars ekki mjög langri  lífsleið. 
Þessar heimsóknir krakkana af leikskólunum eru einstaklega skemmtilegar og ávalt tilhlökkun hjá okkur þegar von er á heimsókn.
 

 

18. sep. 2009 : Fatapokarnir farnir að skila sér til baka

Rauði krossinn lét á dögunum dreifa sérmerktum fatapokum inn á heimili landsmanna.Tilgangurinn með dreifingunni var að minna fólk á að mikil verðmæti liggja í allri vefnaðarvöru – hvort sem er fatnaði, skóm, handklæðum, dúkum, gluggatjöldum eða sængurfötum og með því að gefa fatnað er fólk að leggja Rauða krossinum lið og um leið styðja við neyðaraðstoð bæði hér heima og erlendis. Nú eru pokarnir farnir að skila sér til baka fullir af fötum þannig að vonandi hefur framtakið skilað tilætluðum árangri.

 

 

16. sep. 2009 : Nemendur í saumavali vinna að „Föt sem framlag"

Nemendur elstu bekkja grunnskólanna á Akureyri heimsóttu Rauða krossinn og fengu fræðslu um verkefnið „Föt sem framlag “. Verkefnið er svo kallað hannyrðaverkefni þar sem meðal annars er unnið að því að útbúa pakka með ungbarnafatnaði.

Krakarnir í saumavali  grunnskólanna ætla að æfa sig í saumaskapnum með því að útbúa þau stykki og þær flíkur sem í ungbarnapakkana fara. Þau munu auðvitað vinna að ýmsum öðrum verkefnum í saumavalinu, t.d. geta þau fengið gamlar flíkur hjá Rauða krossinum til þess að breyta og sauma upp úr. 

Þarna er um að ræða skemmtilega  tengingu skólanna við Rauða krossinn og vonandi að báðir aðilar sjái sér hag í þessu samstarfi.

8. sep. 2009 : Nemendur í saumavali vinna að " Föt sem framlag "

Nemendur elstu bekkja grunnskólanna á Akureyri hafa verið að koma í heimsókn í Rauða krossinn m.a. til að fræðast um verkefnið “ Föt sem framlag “. Verkefnið er svo kallað hannyrðaverkefni þar sem m.a. er unnið að því að útbúa pakka með ungbarnafatnaði. Krakarnir í saumavalinu ætla að æfa sig í saumaskapnum með því að útbúa þau stykki og þær flíkur sem í ungbarnapakkana fara.
 

 

 

 

7. sep. 2009 : SNAM björgunarsveitin æfði á Akureyri

Um nýliðna helgi þ.e.a.s. á laugardag kom hingað til Akureyrar þota frá Skandínavíska flugfélaginu SAS. Innanborðs var hópur lækna og hjúkrunarliðs en tilgangur komunar var að sækja hóp sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki var þó  um raunverulegt sjúkraflug að ræða heldur var um æfingu að ræða og sjúklingarnir sjálfboðaliðar úr sama hópi sem komu með flugvélinni frá Svíþjóð fyrr um morguninn. Hópurinn er hluti af björgunarteymi SNAM ( The Svedish National Air Medivac ) sem  í stórslysum og hamförum, þar sem venjubundin bjargráð duga ekki til, getur komið til aðstoðar.
 

 

 

 

26. ágú. 2009 : Markaður hér.. og þar

Sjálfboðaliðar Akureyrardeildar stóðu í ströngu síðasta miðvikudag þegar þeir fylltu gám af fatnaði sem safnast hefur hjá deildinni undanfarnar vikur. Eins og venja er til þá var auða plássið sem þá myndaðist nýtt til að halda markað.

Fatamarkaðurinn var haldinn á föstudag og laugardag og margir sem kíktu við  í  „skemmtilegustu búðina".  Um helgina voru sjálfboðaliðar einnig með sölu í Norðurporti þar sem selt var prjón og hekl auk ýmissa smáhluta. Það má því segja að sjálfboðaliðar Rauða krossins hafi ekki setið auðum höndum þá helgina.

22. ágú. 2009 : Markaður hér.. og þar.

Sl. miðvikudag var gámur lestaður með fatnaði sem safnast hafði undanfarnar vikur.  Eins og venja er til þá var auða plássið sem þá myndast nýtt til að halda markað. Hann var opinn föstudag og laugardag og margir sem kíktu við  í  “ skemmtilegustu búðina “ .  Um helgina voru sjálfboðaliðar einnig með sölu í Norðurporti þar sem selt var prjón og hekl auk ýmissa smáhluta.  Það má því segja að sjálfboðaliðar Rauða krossins hafi ekki setið auðum höndum um helgina.
Fyrir þá sem ekki vita er rétt að benda á að hægt er að fá keyptan notaðan fatnað í Rauða kross húsinu, Viðjulundi 2, alla virka daga kl. 9 – 16.
 

 

 

17. ágú. 2009 : Rauði krossinn með sjúkragæslu á Einni með öllu

Skyndihjálparhópur Rauða krossins á Norðurlandi stóð vaktir á fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu” sem haldin var á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hópurinn sá um sjúkragæslu í samvinnu við Félag slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.Tveir úr hvorum hópi voru á hverri vakt sem stóð yfir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld frá miðnætti til morguns.

Helgin var laus við stóráföll en aðstoða þurfti nokkra, helst vegna smáskurða og hrufls. Samvinna hósins gekk með ágætum og samstarfið við sjúkraflutningamenn ánægjuleg að öllu leiti.

4. ágú. 2009 : Skyndihjálparhópurinn á vakt um Verslunarmannahelgina

Á fjölskylduhátíðinni “ Ein með öllu “ um nýliðna helgi var sjúkragæsla í höndunum á Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Akureyri og félaga úr skyndihjálparhópi Rauða krossins  á Norðurlandi.  Var vaktin staðin föstudags- laugardags- og  sunnudagskvöld frá miðnætti til morguns, tveir úr hvorum hópi.
Aðstoða þurfti nokkra á hverri vakt, helst vegna smáskurða og hrufls en helgin annars laus við stóráföll.
Samvinna hópsins gekk með ágætum og samstarfið við sjúkraflutningsmenn ánægjulegt að öllu leiti.
 

 

13. júl. 2009 : Heimsókn frá Löngumýri

Sl. föstudag kom hópur frá sumarbúðum Rauða krossins á Löngumýri í heimsókn til Akureyrar. Var hópurinn m.a. að kíkja á stemninguna á Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem fram fór á Akureyri þá helgina. Fyrir heimför  var komið við í Kjarnaskógi þar sem hópurinn þáði veitingar í boði deildarinnar auk þess sem brugðið var á leik.
Gott framtak hjá starfsfólki sumarbúðanna og ánægjulegt að fá að taka á móti hópnum. 

2. júl. 2009 : Tombóla á Akureyri til styrktar Rauða krossinum

Vinkonurnar María Helena Mazul, Katrín Jónsdóttir, Lilja Björg Geirsdóttir, Marý Lind Rúnarsdóttir og Elísabet Ásta Ólafsdóttir stóðu fyrir tombólu við verslun Samkaupa í Hrísalundi á Akureyri og söfnuðu með því 1.123 krónum til styrktar Rauða krossinum.

Framlag þeirra rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári til erlendra verkefna í þágu nauðstaddra barna. Í desember ár hvert er tilkynnt hvaða verkefni fær stuðning.

Rauði kross Íslands færir stúlkunum innilegar þakkir fyrir stuðning þeirra.

Á  myndinni eru frá vinstri; María, Katrín og Lilja.

25. jún. 2009 : Fræðsla Hvammstangadeildar fyrir vinnuskólann

Rúmlega tuttugu nemendur í vinnuskólanum á Hvammstanga fengu fræðslu frá Hvammstangadeild Rauða kross Íslands í vikunni. Á þessum stutta fundi lærðu þau um upphaf Rauða krossins og helstu verkefnum hans bæði innanlands sem utan.
 
Krakkarnir spreyttu sig á ýmsum vandamálum og þurftu að finna lausnir á þeim. Þau voru látin gera fyrir skoðunum sínum á hinum ýmsu viðfangsefnum og urðu að færa rök fyrir máli sínu.

25. jún. 2009 : Heimsókn í sumarbúðir fatlaðra á Löngumýri

Þau Hafsteinn Jakobson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar og Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi heimsóttu sumarbúðirnar að Löngumýri nú í vikunni.
 
Voru sumarbúðagestir að koma úr flúðasiglingu og var það glaður og ánægður hópur sem  mætti þeim í húsnæði Ævintýraferða. Þegar menn höfðu losað sig við blautgallana var  haldið heim að Löngumýri í miðdagskaffi og eftir smá hvíld var haldið aftur af stað en þá lá leiðin í sund í Varmahlíð þar sem sumir fóru í sundleikfimi en aðrir létu nægja að láta líða úr sér í heitapottinum og svamla um í lauginni.

24. jún. 2009 : Skyndihjalparhópur kemur saman

Í vikunni kom hluti af skyndihjálparhópnum á Norðurlandi saman til skrafs og ráðagerða í Viðjulundi 2. Rædd voru m.a. búnaðarmál, næstu æfingar og vaktir um Verslunarmannahelgina.
Að því loknu fór hópurinn niður á slökkvistöð til æfinga. Sett voru á svið umferðaslys þar sem þátttakendur æfðu björgun úr bílflaki. Að venju hafði hópurinn bæði gagn og gaman af þessum æfingum.
 

22. jún. 2009 : Lifað og leikið á Löngumýri

Sumarbúðir Rauða krossins fyrir fatlaða einstaklinga sem haldnar eru á Löngumýri og í Stykkishólmi byrjuðu sitt fyrsta tímabil um síðustu helgi í Skagafirðinum. Þær eru haldnar 11. árið í röð á Löngumýri en 5. sumarið í Stykkishólmi. Karl Lúðvíksson hefur verið sumarbúðastjóri á Löngumýri frá upphafi en Gunnar Svanlaugsson er við stjórnvölinn í Stykkishólmi. Fullbókað er á öll tímabilin en um 60 þátttakendur munu sækja sumarbúðirnar í sumar.

Dagskráin er fjölbreytt. Auk skoðunarferða er farið á hestbak, í flúðasiglingar og sjóstangaveiði, golf, júdó, leiki og kennd er skyndihjálp, auk fræðslu um Rauða krossinn. Flesta daga er farið í sund og kvöldvaka með þátttöku sumarbúðagesta hvert kvöld.

19. jún. 2009 : Sundlaugafólk á námskeiði

Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu gagnlegt það getur verið að kunna skil á skyndihjálp þegar á reynir. Margir eru enda duglegir og samviskusamir að læra og viðhalda kunnátti sinni á því sviði.  Stærstur hluti af þeim skyndihjálparnámskeiðum sem haldin eru á vegum deildarinnar eru haldin fyrir ýmis fyrirtæki og hópa. Meðal þeirra hópa sem hvað duglegastir eru að sækja námskeið er starfsfólk  sundlauga. 
Á dögunum var starfsfólk sundlauga hér af svæðinu á árlegu námskeiði þar sem fyrst er farið yfir hlutina í kennslustofunni og síðan í lauginni. 

12. jún. 2009 : Starfið á árinu 2008

8. jún. 2009 : 50 sérfræðingar í barnapössun útskrifast

Um 50 krakkar sóttu námskeiðið Börn og umhverfi sem haldið var hjá deildinni fyrir skemmstu. Um er að ræða tvo hópa og lauk seinni hópurinn sínu námskeiði sl. föstudag.
Námskeiðið Börn og umhverfi er ætlað börnum 11 ára og eldri sem vilja læra að gæta ungra barna.  Þar læra þau m.a.  undirstöðuatriði varðandi umgengni og umönnun barna, helstu áhættuþætti varðandi slys og óhöpp og hvernig bregðast skal við með skyndihjálp svo eitthvað sé nefnt.
 

 

29. maí 2009 : Hlustum á börnin – átaksvika Hjálparsíma Rauða krossins 1717

Hlutleysi – Skilningur – Trúnaður - Nafnleysi

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 31. maí til 6. júní undir yfirskriftinni Hlustum á börnin. Með átaksvikunni vill Hjálparsíminn 1717 minna fólk á að vera vakandi yfir líðan barna á erfiðum tímum og einnig upplýsa börn og unglinga um að þau geti fengið ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í 1717.

Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að þunglyndi, sinnuleysi og kvíði foreldra færist yfir á börn þeirra. Við þær aðstæður eru foreldrar í minna mæli í stakk búin til þess að veita börnum sínum öryggi, hlýju og athygli. Börn elska foreldra sína og þurfa að fá staðfestingu á að þeir hafi tíma fyrir þau og hlusti á þau. Það sem börn þrá framar öllu er samvera við sína nánustu.

27. maí 2009 : Viðbragðshópur settur á stofn

Settur hefur verið á stofn viðbragðshópur innan neyðarvarnaskipulags Akureyardeildar.
Hópurinn er hugsaður sem stuðningur við lögreglu og Sökvilið Akureyar ef rýma þarf íbúðir vegna bruna eða annarra sambærilegra atburða.
Gengið var frá samkomulagi milli þessara aðila nú í dag. Að því tilefni skoðuðu menn neyðarvarnalager deildarinnar sem unnið hefur verið við að endurskipuleggja að undanförnu.
 

 

24. maí 2009 : Vettvangsliðar útskrifast

Formleg  skólaslit voru  í Sjúkraflutningarskólanum sl. föstudag. Þar voru útskrifaðir nemendur vetrarins og þar á meðal 11 manna hópur frá Rauða krossinum sem lokið hafði námi sem vettvangsliðar ( First- Responder ).  Um er að ræða 40 kennslustunda nám sem að þessu sinni fór fram á Narfastöðum í Reykjadal í tveimur námslotum í febrúar.  Af þessum 11 manna hópi voru 8 manns frá Akureyrardeild.

 

19. maí 2009 : Sjálfboðaliðar fá viðurkenningu á Aðalfundi

Á Aðalfundi Rauða kross Íslands sem haldinn var í Vík um nýliðna helgi voru tveir sjálfboðaliðar frá deildinni meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu Landsfélagsins. Þetta voru þau Aðalheiður Vagnasdóttir, sem m.a. hefur staðið vaktina við fatasöfnun hjá deildinni undanfarin misseri og Sigurður Ólafsson, fyrverandi formaður deildarinnar. Þau fengu bæði viðurkenningu fyrir vel unnin og farsæl störf í þágu Rauða krossins  í gegnum tíðina.
Akureyarardeild óskar þeim hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.

18. maí 2009 : Sæææll... ert ekki að grínast.

Nú þegar skólaárinu er um það bil að ljúka hjá grunnskólunum er ekki óalgengt að dagarnir séu nýttir í útikennslu og til að fara í vettvangsferðir. Þannig kom  t.d. þriðji bekkur úr Glerárskóla í heimsókn í Rauða krossinn í síðustu viku.  Krakarnir fengu fræðslu um Rauða krossinn og smá hressingu áður en þau héldu aftur af stað, en þau fóru auðvitað fótgangandi í milli. Eins og venjulega var bæði ýmislegt sem þau vissu og vissu ekki um Rauða krossinn og voru þau því bæði fús til að spyrja og til að miðla af þekkingu sinni. 

29. apr. 2009 : Lestun gáms - Markaður

Á dögunum var lestaður gámur með fatnaði sem safnast hafði undanfarnar vikur og mánuði.  Í framhaldinu, nánar tiltekið um kosningahelgina, var síðan hadinn markaður þar sem nýskapað gólfpláss er nýtt til hins ítrasta.  Markaðurinn sem og undibúningur hans gekk með ágætum enda handtökin farin að lærast og sjálfboðaliðahendurnar margar og fúsar.  Með hækkandi sól og vorkomu var hluti markaðarinns færður út undir bert loft  og  hvorki tekið mark á opinberum hitamælum né regndropum í frjálsu falli. Til að lífga enn frekar upp á stemninguna var boðið upp lifandi músík. Var það eiginmaður eins sjálfboðaliðans sem starfaði við markaðinn mætti með harmonikkuna og tók nokkur lög.

 

27. apr. 2009 : Föt sem framlag frá handverkskonum á Dalvík

Handverkskonur á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík kölluðu eftir fulltrúum frá Rauða krossinum til að veita viðtöku 122 handprjónuðum teppum, í öllum regnbogans litum, og öðrum prjónavörum. Ekki er nema u.þ.b. ár síðan þær gáfu svipað magn til Rauða krossins.

Þau Símon Páll Steinsson formaður Dalvíkurdeildar og Guðný Björnsdóttir svæðisfulltrúi tóku á móti gjöfinni og þökkuðu konunum fyrir þeirra óeigingjarna starf.

Að því loknu voru vistmönnum sýndar myndir frá afhendingu á fatapökkum í Malaví frá síðasta ári og hlaut það góðar undirtektir.

21. apr. 2009 : Flugslysaæfing á Þórshöfn

Fyrir tilstuðlan Flugstoða var haldin flugslysaæfing á Þórshafnarflugvelli á laugardaginn.

Sjálfboðaliðar Þórshafnardeildar Rauða krossins tóku þátt i æfingunni ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

2. apr. 2009 : Hláturjóga - Ekki aprílgabb

Kristján Helgason hláturleiðbeinandi kom á fund heimsóknarvina með fræðslu um hlátur og lagði fyrir þá nokkur verkefni sem heimsóknarvinir leystu með bros á vör ef svo má segja. Kannski mættu einhverjir bara til að ganga úr skugga um hvort þarna væri enn eitt aprílgabbið á ferð. Þátttakendur fengu að sannreyna það að hlátur getur losað um spennu, aukið blóðflæði og frískað þar með bæði upp á líkama og sál. Og ef gamla máltækið um að hlátur lengi lífið er satt, þá hafa þátttakendur ávaxtað vel þann klukkutíma sem þeir vörðu í hláturæfingarnar. Eitt af því sem fram kom hjá Kristjáni er að fólk er yfirleitt að nota mjög grunna öndun og þar af leiðandi aðeins að endurnýja það loft sem liggur efst í lungunum og öndunarveginum. Auðvitað var þessi fróðleiksmoli notaður af þátttakendum sem skýring á því af hverju sumir væru svo andfúlir.

31. mar. 2009 : Hættuástandi aflýst á Siglufirði

Siglufjarðardeild Rauða krossins  var kölluð út í gærkvöldi vegna yfirvofandi snjóflóðahættu sem skapaðist á Siglufirði. Ákveðið var að hefja rýmingu á húsum sem standa á reit átta. 36 manns úr 30 íbúðum þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki þurfti að opna fjöldahjálparstöð þar sem hægt var að koma öllum fyrir á gistiheimilinu Hvanneyri eða hjá vinum og vandamönnum.

Á fundi aðgerðarstjórnar sem var að ljúka nú klukkan 09:30 var ákveðið að aflétta hættuástandi.
 

19. mar. 2009 : Fréttabréf Húsavíkurdeildar var að koma út

Út er komið 1. tbl, 3. árgangs af fréttabréfi Húsavíkurdeildar Rauða krossins. Fréttabréfinu er dreift á öll heimili á starfssvæði deildarinnar þ.e. í Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahrepp og Tjörneshrepp, liðlega 1.600 heimili. 

Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa og nefna má fimmtíu ára afmæli deildarinnar og þjóðadag sem haldinn var af því tilefni. Sagt er frá „First responder“ námskeiði þar sem nokkrir félagar í deildinni tóku þátt og fleira fróðlegt má finna í fréttabréfinu. Skoða má fréttabréfið í heild með því að smella hér. 

24. feb. 2009 : Luku námi í vettvangshjálp

Ellefu sjálfboðaliðar skyndihjálparhópsins á Norðurlandi luku námi í vettvangshjálp um síðustu helgi. Námskeiðið tók tvær langar helgar nú í febrúar og var það haldið á Narfastöðum í Reykjadal af hálfu Sjúkraflutningaskólans. Einnig var kvöldstund varið við æfingar á björgun fólks frá drukknun í sundlauginni á Laugum.
 
Markmiðið með þessu námi er að þátttakendur séu færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu á vettvangi áður en sjúkraflutningamenn koma á svæðið.
 
Námskeiðið samanstóð af bæði bóklegri og verklegri kennslu. Fjallað var um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, sundlaugabjörgun, björgun úr bílflökum og hópslys, svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur voru látnir glíma við ýmis erfið tilfelli sem þau leystu með stakri prýði, en námskeiðinu lauk svo með  skriflegu og verklegu prófi.

24. feb. 2009 : Luku námi í vettvangshjálp

Ellefu sjálfboðaliðar skyndihjálparhópsins á Norðurlandi luku námi í vettvangshjálp um síðustu helgi. Námskeiðið tók tvær langar helgar nú í febrúar og var það haldið á Narfastöðum í Reykjadal af hálfu Sjúkraflutningaskólans. Einnig var kvöldstund varið við æfingar á björgun fólks frá drukknun í sundlauginni á Laugum.
 
Markmiðið með þessu námi er að þátttakendur séu færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu á vettvangi áður en sjúkraflutningamenn koma á svæðið.
 
Námskeiðið samanstóð af bæði bóklegri og verklegri kennslu. Fjallað var um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, sundlaugabjörgun, björgun úr bílflökum og hópslys, svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur voru látnir glíma við ýmis erfið tilfelli sem þau leystu með stakri prýði, en námskeiðinu lauk svo með  skriflegu og verklegu prófi.

18. feb. 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið fyrir norðan

Námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra var haldið á Akureyri síðustu helgi. Sóttu það um tuttugu manns frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og af höfuðborgarsvæðinu.
 
Þátttakendur voru ýmist að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar eða að sækja í fyrsta sinn námskeið í fjöldahjálp og bjóðum við þá aðila sérstaklega velkomna í hópinn.
 
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara. Í lok námskeiðs fóru fram fjörlegar umræður um lausnir þátttakenda í verklegu æfingunum, þar sem fram komu hugvitsamlegar lausnir og er greinilegt að þessi hópur verður vandanum vaxinn ef til alvörunnar kemur.

18. feb. 2009 : Fjöldahjálparstjóranámskeið fyrir norðan

Námskeið fyrir verðandi fjöldahjálparstjóra var haldið á Akureyri síðustu helgi. Sóttu það um tuttugu manns frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og af höfuðborgarsvæðinu.
 
Þátttakendur voru ýmist að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar eða að sækja í fyrsta sinn námskeið í fjöldahjálp og bjóðum við þá aðila sérstaklega velkomna í hópinn.
 
Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara. Í lok námskeiðs fóru fram fjörlegar umræður um lausnir þátttakenda í verklegu æfingunum, þar sem fram komu hugvitsamlegar lausnir og er greinilegt að þessi hópur verður vandanum vaxinn ef til alvörunnar kemur.

30. jan. 2009 : Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins

Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.

Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.

29. jan. 2009 : Samstarf við deildir í Mósambík

Rauða kross deildir á Norðurlandi eru í vinadeildasamstarfi við deildir í Mósambík. Funduðu þær í vikunni og buðu til sín Baldri Steini Helgasyni frá landsskrifstofunni sem fór yfir verkefnastöðuna.

Fram kom að verið er að leggja lokahönd á viðgerðir á barnaheimilinu Boa Esperanca en á því hafa verið gerðar miklar úrbætur. Baldur sýndi myndir af húsinu þar sem sást að bætt hefur verið við einni hæð og er það hið reisulegasta, málað í sínum græna lit innan sem utan. Einnig hafa frárennslismál verið lagfærð en þau voru í miklum ólestri. Fyrirhugað er að flutt verði í húsið í næsta mánuði en rekstur heimilisins var á öðrum stað meðan á framkvæmdum stóð.

29. jan. 2009 : Samstarf við deildir í Mósambík

Rauða kross deildir á Norðurlandi eru í vinadeildasamstarfi við deildir í Mósambík. Funduðu þær í vikunni og buðu til sín Baldri Steini Helgasyni frá landsskrifstofunni sem fór yfir verkefnastöðuna.

Fram kom að verið er að leggja lokahönd á viðgerðir á barnaheimilinu Boa Esperanca en á því hafa verið gerðar miklar úrbætur. Baldur sýndi myndir af húsinu þar sem sást að bætt hefur verið við einni hæð og er það hið reisulegasta, málað í sínum græna lit innan sem utan. Einnig hafa frárennslismál verið lagfærð en þau voru í miklum ólestri. Fyrirhugað er að flutt verði í húsið í næsta mánuði en rekstur heimilisins var á öðrum stað meðan á framkvæmdum stóð.

27. jan. 2009 : Föt sem framlag - fréttir frá Malaví

Sl. mánudag fengum við ágæta heimsóknfrá Baldri Steini Helgasyn starfsmanni á alþjóðaviði hjá landsskrifstofu Rauða krossins.  Kom hann til að hitta  sjálfboðaliða í verkefninu “ Föt sem framlag “ og ræða við þá um verkefnið. Sýndi hann myndir frá því þegar fatapakkar sem sjálfboðaliðarnir höfðu útbúið voru afhentir í Malaví, og lýsti hann ferð pakkanna frá því þeir fara frá deildinni þar til þeir eru komnir í hendur kvenna í Malaví. 

Það var mjög gaman að heyra og sjá að pakkarnir væru komnir á áfangastað og að konurnar í Malaví væru ánægðar með það sem þær voru að fá. Það er alltaf gott að fá staðfestingu á því að þau verkefni sem verið er að vinna að skili árangri og um leið mikil hvatning til að halda áfram góða og skemmtilegu verkefni. Skoða má myndir frá afhendingu pakkana með því að smella á lesa meira.

27. jan. 2009 : Skyndihjálparnámskeið hefst 2. febrúar

19. jan. 2009 : Skyndihjálparhópur sækir námskeið í vettvangshjálp

Félagar í skyndihjálparhópi deilda Rauða krossins á Norðurlandi munu taka þátt í námskeiði í vettvangshjálp sem haldið verður á Narfastöðum í Reykjadal á vegum Sjúkraflutningaskólans. Námskeiðið er 40 tímar að lengd og verður kennt frá föstudegi til sunnudags tvisvar í febrúar.
 
Námskeiðið er byggt á viðurkenndum bandarískum staðli, er staðfært að íslenskum aðstæðum og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu. Fjallað er um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, björgun úr bílflökum og hópslys svo eitthvað sé nefnt.
 
Markmiðið er að nemendur verði færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu áður en sjúkraflutningamenn koma á staðinn.

19. jan. 2009 : Skyndihjálparhópur sækir námskeið í vettvangshjálp

Félagar í skyndihjálparhópi deilda Rauða krossins á Norðurlandi munu taka þátt í námskeiði í vettvangshjálp sem haldið verður á Narfastöðum í Reykjadal á vegum Sjúkraflutningaskólans. Námskeiðið er 40 tímar að lengd og verður kennt frá föstudegi til sunnudags tvisvar í febrúar.
 
Námskeiðið er byggt á viðurkenndum bandarískum staðli, er staðfært að íslenskum aðstæðum og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu. Fjallað er um öryggi og sóttvarnir, líffæra- og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat, meðhöndlun áverka, björgun úr bílflökum og hópslys svo eitthvað sé nefnt.
 
Markmiðið er að nemendur verði færir um að veita fyrstu bráðaþjónustu áður en sjúkraflutningamenn koma á staðinn.

13. jan. 2009 : Föt sem framlag - mikið saumað á síðasta ári

Sjálfboðaliðar Akureyrardeildar útbjuggu á síðasta ári um þrettán hundruð ungbarnapakka sem sendir voru erlendis og að auki nokkuð af fatnaði sem seldur var innanlands.

5. jan. 2009 : Föt sem framlag - mikið saumað á síðasta ári.

Verkefnið föt sem framlag er sauma og hannyrðaverkefni sem byggist á því annars vegar að útbúnir eru ungbarnapakkar sem sendir eru til þróunar- og neyðaraðstoðar erlendis og hins vegar að föt sem saumuð eru eða prjónuð af sjálfboðaliðum  eru seld í Rauða kross búðum eða mörkuðum deilda víða um landið.
Sjálfboðaliðar Akureyrardeildar útbjuggu á síðasta ári um þrettán hundruð ungbarnapakka sem sendir voru erlendis og að auki nokkuð af fatnaði sem seldur var hér innanlands.