31. mar. 2009 : Hættuástandi aflýst á Siglufirði

Siglufjarðardeild Rauða krossins  var kölluð út í gærkvöldi vegna yfirvofandi snjóflóðahættu sem skapaðist á Siglufirði. Ákveðið var að hefja rýmingu á húsum sem standa á reit átta. 36 manns úr 30 íbúðum þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki þurfti að opna fjöldahjálparstöð þar sem hægt var að koma öllum fyrir á gistiheimilinu Hvanneyri eða hjá vinum og vandamönnum.

Á fundi aðgerðarstjórnar sem var að ljúka nú klukkan 09:30 var ákveðið að aflétta hættuástandi.
 

19. mar. 2009 : Fréttabréf Húsavíkurdeildar var að koma út

Út er komið 1. tbl, 3. árgangs af fréttabréfi Húsavíkurdeildar Rauða krossins. Fréttabréfinu er dreift á öll heimili á starfssvæði deildarinnar þ.e. í Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahrepp og Tjörneshrepp, liðlega 1.600 heimili. 

Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa og nefna má fimmtíu ára afmæli deildarinnar og þjóðadag sem haldinn var af því tilefni. Sagt er frá „First responder“ námskeiði þar sem nokkrir félagar í deildinni tóku þátt og fleira fróðlegt má finna í fréttabréfinu. Skoða má fréttabréfið í heild með því að smella hér.