13. júl. 2009 : Heimsókn frá Löngumýri

Sl. föstudag kom hópur frá sumarbúðum Rauða krossins á Löngumýri í heimsókn til Akureyrar. Var hópurinn m.a. að kíkja á stemninguna á Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem fram fór á Akureyri þá helgina. Fyrir heimför  var komið við í Kjarnaskógi þar sem hópurinn þáði veitingar í boði deildarinnar auk þess sem brugðið var á leik.
Gott framtak hjá starfsfólki sumarbúðanna og ánægjulegt að fá að taka á móti hópnum. 

2. júl. 2009 : Tombóla á Akureyri til styrktar Rauða krossinum

Vinkonurnar María Helena Mazul, Katrín Jónsdóttir, Lilja Björg Geirsdóttir, Marý Lind Rúnarsdóttir og Elísabet Ásta Ólafsdóttir stóðu fyrir tombólu við verslun Samkaupa í Hrísalundi á Akureyri og söfnuðu með því 1.123 krónum til styrktar Rauða krossinum.

Framlag þeirra rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári til erlendra verkefna í þágu nauðstaddra barna. Í desember ár hvert er tilkynnt hvaða verkefni fær stuðning.

Rauði kross Íslands færir stúlkunum innilegar þakkir fyrir stuðning þeirra.

Á  myndinni eru frá vinstri; María, Katrín og Lilja.