26. ágú. 2009 : Markaður hér.. og þar

Sjálfboðaliðar Akureyrardeildar stóðu í ströngu síðasta miðvikudag þegar þeir fylltu gám af fatnaði sem safnast hefur hjá deildinni undanfarnar vikur. Eins og venja er til þá var auða plássið sem þá myndaðist nýtt til að halda markað.

Fatamarkaðurinn var haldinn á föstudag og laugardag og margir sem kíktu við  í  „skemmtilegustu búðina".  Um helgina voru sjálfboðaliðar einnig með sölu í Norðurporti þar sem selt var prjón og hekl auk ýmissa smáhluta. Það má því segja að sjálfboðaliðar Rauða krossins hafi ekki setið auðum höndum þá helgina.

22. ágú. 2009 : Markaður hér.. og þar.

Sl. miðvikudag var gámur lestaður með fatnaði sem safnast hafði undanfarnar vikur.  Eins og venja er til þá var auða plássið sem þá myndast nýtt til að halda markað. Hann var opinn föstudag og laugardag og margir sem kíktu við  í  “ skemmtilegustu búðina “ .  Um helgina voru sjálfboðaliðar einnig með sölu í Norðurporti þar sem selt var prjón og hekl auk ýmissa smáhluta.  Það má því segja að sjálfboðaliðar Rauða krossins hafi ekki setið auðum höndum um helgina.
Fyrir þá sem ekki vita er rétt að benda á að hægt er að fá keyptan notaðan fatnað í Rauða kross húsinu, Viðjulundi 2, alla virka daga kl. 9 – 16.
 

 

 

17. ágú. 2009 : Rauði krossinn með sjúkragæslu á Einni með öllu

Skyndihjálparhópur Rauða krossins á Norðurlandi stóð vaktir á fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu” sem haldin var á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hópurinn sá um sjúkragæslu í samvinnu við Félag slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.Tveir úr hvorum hópi voru á hverri vakt sem stóð yfir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld frá miðnætti til morguns.

Helgin var laus við stóráföll en aðstoða þurfti nokkra, helst vegna smáskurða og hrufls. Samvinna hósins gekk með ágætum og samstarfið við sjúkraflutningamenn ánægjuleg að öllu leiti.

4. ágú. 2009 : Skyndihjálparhópurinn á vakt um Verslunarmannahelgina

Á fjölskylduhátíðinni “ Ein með öllu “ um nýliðna helgi var sjúkragæsla í höndunum á Félagi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á Akureyri og félaga úr skyndihjálparhópi Rauða krossins  á Norðurlandi.  Var vaktin staðin föstudags- laugardags- og  sunnudagskvöld frá miðnætti til morguns, tveir úr hvorum hópi.
Aðstoða þurfti nokkra á hverri vakt, helst vegna smáskurða og hrufls en helgin annars laus við stóráföll.
Samvinna hópsins gekk með ágætum og samstarfið við sjúkraflutningsmenn ánægjulegt að öllu leiti.