25. sep. 2009 : Heimsókn frá Flúðum

Börnin í skólahópi  á leikskólanum Flúðum komu í heimsókn í Rauða krossinn í gær. Eins og venja er til fengu þau fræðslu í máli og myndum, kíktu á hvað hann Hjálpfús er að bralla í myndbandinu um Grundvallarmarkmið Rauða krossins og skelltu sér í  þrautaleik. Svo var auðvitað boðið upp á smá hressingu áður en þau fóru aftur heim á Flúðir. 
Krakkarnir vissu auðvitað ýmislegt um Rauða krossinn og voru ófeimin  að miðla af þekkingu sinni og reynslu á annars ekki mjög langri  lífsleið. 
Þessar heimsóknir krakkana af leikskólunum eru einstaklega skemmtilegar og ávalt tilhlökkun hjá okkur þegar von er á heimsókn.
 

 

18. sep. 2009 : Fatapokarnir farnir að skila sér til baka

Rauði krossinn lét á dögunum dreifa sérmerktum fatapokum inn á heimili landsmanna.Tilgangurinn með dreifingunni var að minna fólk á að mikil verðmæti liggja í allri vefnaðarvöru – hvort sem er fatnaði, skóm, handklæðum, dúkum, gluggatjöldum eða sængurfötum og með því að gefa fatnað er fólk að leggja Rauða krossinum lið og um leið styðja við neyðaraðstoð bæði hér heima og erlendis. Nú eru pokarnir farnir að skila sér til baka fullir af fötum þannig að vonandi hefur framtakið skilað tilætluðum árangri.

 

 

16. sep. 2009 : Nemendur í saumavali vinna að „Föt sem framlag"

Nemendur elstu bekkja grunnskólanna á Akureyri heimsóttu Rauða krossinn og fengu fræðslu um verkefnið „Föt sem framlag “. Verkefnið er svo kallað hannyrðaverkefni þar sem meðal annars er unnið að því að útbúa pakka með ungbarnafatnaði.

Krakarnir í saumavali  grunnskólanna ætla að æfa sig í saumaskapnum með því að útbúa þau stykki og þær flíkur sem í ungbarnapakkana fara. Þau munu auðvitað vinna að ýmsum öðrum verkefnum í saumavalinu, t.d. geta þau fengið gamlar flíkur hjá Rauða krossinum til þess að breyta og sauma upp úr. 

Þarna er um að ræða skemmtilega  tengingu skólanna við Rauða krossinn og vonandi að báðir aðilar sjái sér hag í þessu samstarfi.

8. sep. 2009 : Nemendur í saumavali vinna að " Föt sem framlag "

Nemendur elstu bekkja grunnskólanna á Akureyri hafa verið að koma í heimsókn í Rauða krossinn m.a. til að fræðast um verkefnið “ Föt sem framlag “. Verkefnið er svo kallað hannyrðaverkefni þar sem m.a. er unnið að því að útbúa pakka með ungbarnafatnaði. Krakarnir í saumavalinu ætla að æfa sig í saumaskapnum með því að útbúa þau stykki og þær flíkur sem í ungbarnapakkana fara.
 

 

 

 

7. sep. 2009 : SNAM björgunarsveitin æfði á Akureyri

Um nýliðna helgi þ.e.a.s. á laugardag kom hingað til Akureyrar þota frá Skandínavíska flugfélaginu SAS. Innanborðs var hópur lækna og hjúkrunarliðs en tilgangur komunar var að sækja hóp sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki var þó  um raunverulegt sjúkraflug að ræða heldur var um æfingu að ræða og sjúklingarnir sjálfboðaliðar úr sama hópi sem komu með flugvélinni frá Svíþjóð fyrr um morguninn. Hópurinn er hluti af björgunarteymi SNAM ( The Svedish National Air Medivac ) sem  í stórslysum og hamförum, þar sem venjubundin bjargráð duga ekki til, getur komið til aðstoðar.