30. okt. 2009 : Tombólubörn styrkja Rauða krossinn

Vinirnir Fannar Már, Atli Snær og Ragnar Hólm gengu í hús og buðu fólki að gefa dót á tombólu sem þeir síðan héldu fyrir utan verslun Samkaupa við Hrísalund á Akureyri.  Þeir söfnuðu með þessu 3.827 krónum sem þeir styrktu  Rauða krossinn með.
Segja má að þeir félagar séu  dæmi  um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með viðlíka hætti. Og í raun eru þarna á ferð hópar af yngstu sjálfboðaliðum Rauða krossins.  Takk kærleg fyrir ykkar framlag  öll sömul.
Hægt er að skoða myndir af  börnum sem styrkt hafa Rauða krossinn, undir Tombóla,  hér til hægri á síðunni.
 

 

26. okt. 2009 : Fjöldahjálparstjórar og skyndihjálparfólk á Viðbragðshópsnámskeiði

Um sl. helgi var haldið Viðbragðshópsnámskeið fyrir þá sem ætla að veita fólki aðstoð á neyðarstundu.  Þannig var farið yfir helsu atriði sem hafa ber í huga þegar starfað er á vettvangi. Fulltrúi frá Slökkviliði sagði frá þeirra hlutverki og sömuleiðis fulltrúi frá Tryggingarfélagi  sem fór yfir aðkomu Tryggingarfélgaganna  þegar fólk verður fyrir tjóni.  Námskeiðið sóttu fyrst og fremst fjöldahjálparstjórar og fólk úr skyndihjálparhópi Rauðakrossins á Norðurlandi.

19. okt. 2009 : Kynningarvikunni lokið

Sjálfboðaliðar deildarinnar luku Rauðakrossvikunni 2009 með kynningu á starfi félagsins sl. laugardag. Var þá sett upp fjöldahjálparstöð í tjöldum  Glerártorgi þar sem gestir verslunarmiðstöðvarinnar voru skráðir inn og þeim boðið upp á súpu. Einnig var sýning og kennsla í skyndihjálp og þeim sem vildu stóð til boða að láta mæla hjá sér blóðþrýsting og bjóðsykur.
Í tengslum við skráninguna í fjöldahjálparstððinni var búinn til smá happdrættisleikur og í lok kynningarinnar  voru vinningshafar dregnir út.  Vinningshafarnir, Ragnheiður Kjartansdóttir, Una Sigurðardóttir, Erna Haraldsdóttir, Jóel Björgvinsson, Ingibjörg Tómasdóttir og Karólína M. Másdóttir geta nálgast vinningana á skrifstofu Rauða krossins, Viðjulundi 2.
 

16. okt. 2009 : Skyndihjálparnámskeið að hefjast

Námskeið í almennri skyndihjálp ( 16 kennslustundir )  verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2 og hefst námskeiðið mánudaginn 26. október.  
 

Staður:    Viðjulundur 2
Stund:     26.  og 27. okt. og 2. og 3. nóv.  kl. 19:30 – 22:30
Verð:        8.500,-
 

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

13. okt. 2009 : Ertu til þegar á reynir?

Nú stendur yfir Rauðakrossvikan dagana 12. -17. október. Deildir um land allt eru með metnaðarfullar kynningardagskrár. Kynningarstarfið nær hámarki laugardaginn 17.

12. okt. 2009 : Kynningarvika hafin

Nú er kynningarvika Rauðakrossins hafin og að þessu sinni er lögð áhersla á að kynna skyndihjálp, neyðarvarnir og sálræna skyndihjálp.
Einnig er, eins og fram kemur hér ofar á síðunni,   safnað LIÐSAUKA .  Það er nokkurskonar varaliði sem hægt er að kalla út til viðbótar við hefðbundna sjálfboðaliða félagsins. 
Í verslunarmiðstöðinni Glerártorg hefur verið sett upp myndasýnig í tengslum við kynningarvikuna og þar verður einnig dagskrá milli kl. 12 – 16 n.k. laugardag.

 

 

 

1. okt. 2009 : Svæðisfundur deilda á Norðurlandi

Svæðisfundur deilda á Norðurlandi var haldinn á Hvammstanga á laugardaginn. Fulltrúar frá níu deildum af tólf mættu á fundinn en þeir áttu um mislanga vegi að fara og vetur konungur minnti á sig og sýndi sinn hvíta lit á heiðum.
 
Á fundinum var samþykkt verkefnaáætlun svæðisins næstu fjögur árin auk fjárhagsáætlunar komandi árs.
 
Þær breytingar voru gerðar á svæðisráði að samþykkt var að fjölga fulltrúum í ráðinu úr þremur í fimm. Guðrún Matthíasdóttir lét af störfum en hún hefur gegnt formennsku frá síðasta fundi og tekur Ingólfur Freysson Húsavíkurdeild við af henni. Einnig situr Páll Sverrisson Akureyrardeild í svæðisráði og nýir fulltrúar eru þau Ólafía Lárusdóttir Skagastrandardeild og Gunnar Jóhannesson Skagafjarðardeild frá vestursvæði og Margrét Guðmundsdóttir Siglufjarðardeild frá austursvæði. Framvegis mun Akureyrardeild vera eitt svæði og eiga fasta fulltrúa í svæðisráði.