21. des. 2009 : Jólakveðja frá Rauða krossinum

Rauði krossinn sendir ykkur öllum bestu óskir um Gleðileg jól og farsæt komandi ár. Sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum færum við einnig bestu þakkir fyrir ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða og vonumst til að nýtt ár  verði okkur öllum gæfuríkt. 

 

Lokað verður hjá Rauða krossinum frá og með 23. desember fram til 4. janúar en hægt er að hafa samband með tölvupósti á [email protected]
 

21. des. 2009 : Verslunarfólk og leikhúsgestir söfnuðu jólapökkum

Nú fyrir jólin stóðu Miðbæjarsamtökin, samtök verslunarfólks í miðbæ Akureyrar, fyrir jólapakkasöfnun. Sömuleiðis var gestum hjá Leikfélagi Akureyrar boðið að setja pakka  undir jólatré sem sett hafði verið upp í leikhúsinu. Pökkunum sem safnast höfðu  var síðan komið til Rauða krossins og Mæðrastyrksnefndar sem voru með jólaúthlutun um nýliðna helgi. 
Á Glerártorgi var líka jólapakkasöfnun eins og undanfarin ár og  sá Mæðrastyrksnefnd einnig um að koma þeim pökkum til skila.
Sannarlega gott framtak þar og eru öllum sem að því komu með einum eða öðrum hætti færðar bestu þakkir fyrir.
 

 

17. des. 2009 : Úthlutun fyrir jólin að hefjast

Í dag og í gær hafa sjálfboðaliðar Akureyrardeildar unnið að undirbúningi fyrir úthlutun til einstaklinga og fjölskyldna fyrir komandi jól. Búið er að  taka til í eina 400 matarpakka sem reiknað er með að afhentir verði að þessu sinni. Einnig verður úthlutað eitthvað af gjafabréfum  og jólapökkum sem safnast hafa við jólatré á Glerártorgi  og víðar.

Úhlutunin fer fram í húsnæði Mæðrastyrksnefndar í Íþróttahöllinni föstudag, laugardag og sunnudag 18. 19. og 20 desember.

Undanfarið hefur fólk getað náð sér í spariklæðnað fyrir börn og ungmenni en söfnun á honum fór fram meðal bæjarbúa í nóvember og desember.

17. des. 2009 : Úthlutun fyrir jólin að hefjast

Í dag og í gær hafa sjálfboðaliðar Akureyrardeildar unnið að undirbúningi fyrir úthlutun til einstaklinga og fjölskyldna fyrir komandi jól. Búið er að  taka til í eina 400 matarpakka sem reiknað er með að afhentir verði að þessu sinni. Einnig verður úthlutað eitthvað af gjafabréfum  og jólapökkum sem safnast hafa við jólatré á Glerártorgi  og víðar.

Úhlutunin fer fram í húsnæði Mæðrastyrksnefndar í Íþróttahöllinni föstudag, laugardag og sunnudag 18. 19. og 20 desember.

Undanfarið hefur fólk getað náð sér í spariklæðnað fyrir börn og ungmenni en söfnun á honum fór fram meðal bæjarbúa í nóvember og desember.

9. des. 2009 : Hekkluklúbburinn styrkir Rauða krossinn

Sjálfboðaliðar Rauða krossins komu saman í vikunni í tilefni aðventunnar líkt og þeir hafa gert undanfarin ár.  Konurnar í Hekluklúbbnum voru þar á meðal og notuðu þær tækifærið og afhentu Rauða krossinum styrk  sem er afrakstur  af sölu á munum sem þær hafa verið að búa til.  Konurnar eru svo sannarlega góður bakhjarl Rauða krossins því auk þess að styrkja starfið svona eins og þær hafa gert undanfarin ár þá hafa þær lagt verkefninu föt sem framlag til urmul af teppum sem þær hafa hekklað. Því til viðbótar eru nokkrar þeirra virkir sjálfboðaliðar í fataflokkun og í verkefninu föt sem framlag.  Sannarlega mikill mannauður fyrir Rauða krossinn í þessum hressu konum.
Hjá Rauða krossinum hitta þær aðra sjálfboðaliða í verkefninu Föt sem framlag  á mánudagsmorgnum en á miðvikudagsmorgnum hittist Hekluklúbburinn í þjónustumiðstöð aldraðra í Víðilundi.
 

7. des. 2009 : Góðgerðarvika félagsmiðstöðva

Vikuna 30. nóvember til 5. desember var góðgerðavika hjá félagsmiðstöðvunum á Akureyri.   Meðal þess sem ungmennin gerðu þá var að safna jólafötum  og skóm sem þau afhentu í jólafatasöfnun Rauða krossins og Mæðrastyrksnefndar. Einnig söfnuðu þau ýmsum matvælum sem nýtast í aðstoð sem veitt er fyrir jólin.
Á lokadegi góðgerðarvikunnar stóðu ungmennin síðan  fyrir markaði þar sem seldar voru vöfflur og kakó og ljúffengur heimagerður brjóstsykur. 
 

 

3. des. 2009 : Nemendur í saumavali skila af sér í Föt sem framlag

Í gær kom hópur nemenda úr grunnskólum Akureyrar í heimsókn til að afhenta fatnað og annað sem þau hafa verið að sauma og prjóna undanfranrar vikur. Þau eru öll í svo kölluðu saumavali sem er áfangi sem hægt er að velja sér í náminu. Krakarnir ásamt kennurum höfðu áður komið og fengið kynningu um Rauða krossinn og verkefnið “ föt sem framlag “.  Verkefnið hafa þau síðan notað í náminu og fengu m.a. efni til að vinna með. Þau komu síðan eins og áður segir til að afhenda það sem þau eru búin með því hugmyndin var að koma einhverju af því í gám sem senda á til Hvíta Rússlands nú á næstu dögum.
 

 

2. des. 2009 : 100 ungbarnapakkar frá prjónahóp Skagafjarðardeildar!

Prjónahópur Skagafjarðardeildar sendi nú í lok nóvember frá sér 100 ungbarnapakka til Hvíta Rússlands en um miðjan september barst þeim beiðnin um ungbarnapakkana svo þær hafa setið iðnar við.

Á hverjum þriðjudegi hittast þær stöllur sem eru venjulega fimm talsins en átta þegar best lætur og framleiða ógrynni af bleium, sokkum, peysum, húfum o.fl. á ungabörn. Þess má geta að á þriðjudögum, samhliða prjónaskapnum, eru þær einnig með nytja -og fatamarkað svo það er líf og fjör í Rauðakrosshúsinu á Sauðárkróki.