30. des. 2010 : Námskeið fyrir heimsóknavini með hunda

Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir heimsóknavini með hunda laugardaginn 22. janúar n.k.  Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað fyrir þá  sem eiga eða hafa aðgang að hundi sem þeir telja að geti sinnt slíku verkefni.  Áhugasamir geta leitað frekari upplýsinga eða skráð sig á skrifstofu Rauða krossins í síma 461 2374 eða [email protected]

28. des. 2010 : Fjöldahjálparnámskeið

Þegar stórir og alvarlegir hlutir gerast snýst hlutverk sjálfboðaliða Rauða krossins fyrst og fremst um fjöldahjálp og félagslega aðstoð. Námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja sinna því hlutverki eru haldin með reglulegu millibili hér og hvar um landið. 
Fjöldahjálparstjóranámskeið verður haldið á Siglufirði laugardaginn 15. janúar 2011.

 

08.30-12.00   
Setning og kynning
Almannavarnir - fyrirlestur
SÁBF skrifborðsæfing
Fjöldahjálp – fyrirlestur og umræður.

12.00-12.30    Hádegisverður.

12.30-16.30   
Umræður um neyðarvarnamál á staðnum.
Fjölmiðlun þegar á reynir – fyrirlestur og umræður.
Sálrænn stuðningur.
Skráning í neyðaraðgerðum.
Skrifborðsæfing um fjöldahjálp.
Námskeiðslok.

Nánari upplýsingar fást hjá Guðnýju Björnsdóttur svæðisfulltrúa á Norðurlandi [email protected]  og á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri 461 2374 [email protected]
 

21. des. 2010 : Jólakveðja 2010

26. nóv. 2010 : Þjóðadagur Þingeyinga á laugardaginn

Húsavíkurdeild Rauða krossins tekur þátt í Þjóðadegi Þingeyinga sem haldinn verður næstkomandi laugardag á Húsavík. Nokkrir Þingeyingar af erlendum uppruna munu kynna matarvenjur og siði, þar með talda jólasiði, frá löndum sínum.

Þjóðadagur í Þingeyjarsýslum var fyrst haldinn haustið 2008 á vegum deildarinnar og þótti hann takast frábærlega og óhætt að segja að  matarvenjur og siðir Þingeyinga eru í raun mun fjölbreyttari en ætla mætti við fyrstu sýn.

Hátíðin fer fram á milli 14 og 16 í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.

24. nóv. 2010 : Laut 10 ára

Þann 8. desember árið 2000 var Laut athvarf fyrir fólk með geðraskanir opnað í Þingvallastræti 32 með formlegum hætti.  Lautinni hefur á þessum tíma fest sig í sessi sem fastur punktur í lífi margra. Hún hefur  vaxið á margan hátt m.a. flutt í nýtt húsnæði að Brekkugötu 34 þar sem hún er  staðsett í dag.
Laut fagnar nú tíu ára afmæli sínu og bíður því  öllum sem vilja fagna með sér á þessum tímamótum  í heimsókn föstudaginn 10. desember n.k. milli kl. 14 og 16.
 

11. nóv. 2010 : Eins og í fínustu fermingarveislu!

Súpur, súrkál, síld, kjötbollur, kálbögglar, pylsur, tertur og sætabrauð að pólskum sið voru hluti af ljúffengum réttum  sem gestum og gangandi bauðst til þess að gæða sér á í húsnæði Rauða krossins á Húsavík síðastliðinn laugardag.

Kynningin var hluti af starfsemi Rauða krossins sem felst í því að auka þekkingu fólks á mismunandi þjóðum og menningu þeirra.

Á milli 70 og 80 manns mættu til að bragða á pólskum réttum sem Daria M, Húsvíkingur, bar hitann og þungann af að undirbúa. Réttirnir féllu svo sannarlega vel í kramið. Það lýsir sér kannski best í ummælum eins gestsins sem sagði: „Þetta er bara eins og í fínustu fermingarveislu.“ Það er kannski ekki að undra, enda Daria lærður kokkur frá Póllandi.

11. nóv. 2010 : Við eldumst öll

Við eldumst öll er yfirskrift erindis sem Erlingur Jóhannsson flutti á fundi heimsóknarvina Akureyrardeildarinnar. Erindið fjallaði um rannsókn sem hann stóð fyrir á líkams- og heilsurækt aldraðra. Rannsóknin sýndi fram á að með reglubundinni og skipulagðri þol- og styrktarþjálfun geta aldraðir bætt heilsu sína og lífsgæði umtalsvert. *

Erlingur, sem er deildarforseti íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Háskóla Íslands,  lýsti því hvernig rannsóknin var gerð og fór yfir helstu niðurstöður hennar. Mjög svo áhugaverð rannsókn og efni sem í raun á erindi við alla aldurshópa.

Heimsóknarvinir Rauða krossins heimsækja aldraða og sjúka á heimili sín hvort heldur er út í bæ eða inn á stofnunum.

8. nóv. 2010 : Jólafatasöfnun

Rauði krossinn mun líkt og fyrir undanfarin jól safna jólafötum og  –skóm fyrir börn frá 0 -18 ára. 
Tekið verður á móti fötunum í húsnæði Rauða krossins en Mæðrastyrksnefnd mun síðan sjá um úthlutun á  fötunum í byrjun desember.

Opnunartími Rauða krossins kl. 9 – 16 virka daga.

4. nóv. 2010 : Heimsókn frá Flúðum

Elstu börnin á leikskólanum Flúðum komu í heimsókn í Rauða krossin í morgun og eins og venjulega þá höfðu þau ýmislegt til málanna að leggja.  Þau fengu auðvitað að heyra af honum Henry sem “fattaði upp á” Rauða krossinum. Sá þótti þeim  nú með skrítið skegg, og voru alls ekki á því að það myndi klæða pabba vel, hvað þá mömmu. Hjálpfús, Rauða kross strákur lék auðvitað stórt hlutverk líka. Hann fræddi þau um grundvallarmarkmið Rauða krossins og svo var auðvitað lituð mynd af honum í öllum regnbogans litum. Sum höfðu komið til og jafnvel búið í útlöndum, sum farið í sjúkrabíl og sum voru vel að sér í flestu því sem bar á góma.   Fastlega má þó gera ráð fyrir því að það sem stendur upp úr frá þessari heimsókn er að þau fengu djús og kex !
Skemmtilegir krakkar og alltaf gaman að fá slíkar heimsóknir.

Sjá má myndir frá heimsókninni  með því að smella á lesa meira

 

29. okt. 2010 : Fundur um stefnumótun

Anna Stefánsdóttir formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri félagsins komu í heimsókn í gær.  Þau stýrðu ásamt Sigurði Ólafssyni fundi með Rauða kross fólki á svæðinu, um stefnumótun félagsins. Unnið hefur verið að mótun stefnunnar til ársins 2020 en hún mun leysa af hólmi fyrri stefnu sem gilti til ársins 2010.  Fundurinn var hluti af fundarröð þar sem fulltrúar landsfélagins  hitta  Rauða kross fólk út um allt land í því skini að móta nýju stefnuna eins og áður segir.  Fundurinn tókst ágætlega og gagnast vonandi í þessu mikilvæga starfi.

19. okt. 2010 : Fjölmennt á málþingi um geðheilsu

Fjölmennt var á málþinginu „Byggjum betra samfélag"  sem fór fram í Nausti á Húsavík í síðustu viku, 13. október. Rúmlega 70 manns sóttu málþingið sem fjallaði um geðheilsu.

Gestir komu víða að og voru frá öllum helstu grunnstofnunum samfélagsins. Þá sóttu einnig málþingið notendur athvarfa á Húsavík og í Mývatnssveit. Flutt voru mörg fróðleg  erindi, bæði að hálfu fagaðila og notenda þjónustunnar.
 

19. okt. 2010 : Föt sem framlag - Gámur á leið til Hvíta Rússlands

Hópur sjálfboðaliða sem vinnur að verkefninu ” Föt sem framlag ” hefur á þessu ári útbúið tæplega 1200 ungbarnapakka.  Hópurinn hittist reglulega í húsnæði Rauða krossins til að vinna að verkefninu en einnig eru nokkuð um að einstaklingar vinni heima fyrir og færi Rauða krossinum afraksturinn.
Nokkrir einstklingar eru einnig að vinna að verkefninu með prjónaskap og  koma þeir reglulega færandi hendi.  Fyrir stuttu kom t.d. hún Hulda Baldursdóttir með heilmikið magn af ungbarnasokkum og húfum sem hún hafði prjónað. Og sömuleiðis hún Sólveig Illugadóttir með hátt í hundrað pör af  leistum sem hún hafði prjónað.
Þessa dagan er einmitt verið að taka til og ganga frá sendingu á hjálpargögnum til Hvíta-Rússlands og munu afurðir þessa sjálfboðaliða verða þar á meðal.
 

11. okt. 2010 : Skyndihjálparnámskeið

Venjulegt fólk - í óvenjulegum aðstæðum

Kannt þú skyndihjálp

Námskeið í almennri skyndihjálp ( 16 kennslustundir )  verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2 og hefst námskeiðið mánudaginn 1. nóvember  

Staður:    Viðjulundur 2
Stund:     1. 2.  8. og 9. nóv.  kl. 19:30 – 22:30
Verð:        8.500,-
 

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

7. okt. 2010 : Heimsóknavinanámskeið

Heimsóknarvinir - Námskeið
Vilt þú vera heimsóknavinur ?

Heimsóknavinir eru hópur sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til þeirra sem eftir því óska. Heimsóknir eru á einkaheimili og á stofnanir.
 

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374


Staður:   Viðjulundur 2
Stund:    19. október kl. 18 – 21
Verð:       Frítt
 

5. okt. 2010 : Góð stemning í Gengið til góðs

Um nýliðna helgi fór fram landssöfnun Rauða krossins Göngum til góðs.  Fjöldi manns lagði söfnuninni lið með því að ganga og enn fleiri með því að styrkja söfnunina með fjárframlagi.
Hjá Akureyrardeild gekk að venju vel og náðu þeir 144 sjálfboðaliðar sem gengu til góðs að ganga í all flestar götur í bænum og á þeim þéttbýlisstöðum sem tilheyra starfssvæði deildarinnar.
Samhliða söfnuninni var opinn fatamarkaður í húsnæði deildarinnar  og því mikið líf í og við húsnæði deildarinnar. 

 

 

Smellið á lesa meira...  til að sjá myndir frá söfnuninni

 

1. okt. 2010 : Vantaði hús á Ólafsfirði og Siglufirði til að ganga í til góðs

Deildirnar á Ólafsfirði og Siglufirði þjófstörtuðu landssöfnun Rauða krossins í gær og gengu þar til góðs vegna þess að laugardaginn 2. október verður heimfólk upptekið við vígslu Héðinsfjarðargangna.

Á báðum stöðunum var mikil þátttaka sjálfboðaliða og þar stóð fólk frammi fyrir því lúxusvandamáli að það vantaði fleiri hús í bæjunum til að ganga í. 15 baukar á hvorum stað dugðu til að ganga í öll húsin í Fjallabyggð og voru fylltir rækilega.

„Allir voru áhugasamir um að leggja sitt af mörkum fyrir Rauða kross Íslands. Bæjarbúar tóku vel á móti sjálfboðaliðum og voru baukarnir vel þungir þegar komið var til baka,“ sagði Auður Eggertsdóttir stjórnarmaður Ólafsfjarðardeildar.

27. sep. 2010 : Forsetinn gengur til góðs

Eins og alþjóð veit verður gengið til góðs næstkomandi laugardag 2. október. Hjá Akureyrardeildinni er undirbúningur í fullum gangi eins og annars staðar.  

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti  mun heimsækja Akureyri líkt og hann gerði árið 2006 þegar söfnunin fór fram.  Þá gekk hann til góðs á Glerártorgi, ásamt því sem hann kynnti sér starf Akureyrardeildar. Hann leit inn á fatamarkað deildarinnar þar sem hann hitti m.a. tvær ungar konur frá sunnanverðri Afríku. Þótti þeim stórmerkilegt að rekast á æðsta mann þjóðarinnar á förnum vegi og töldu að slíkt væri nær útilokað í flestum öðrum löndum. Að sjálfsögðu var tekin mynd af þeim  með forsetanum og þótti þeim mikill heiður af því. 

 

 

21. sep. 2010 : Hlýjar hendur Elínborgar Gunnarsdóttur

Í síðastu viku voru þau Símon Páll Steinsson formaður Dalvíkurdeildar Rauða krossins og Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi boðuð í Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, til að taka við framlagi til verkefnisins „Föt sem framlag".

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rauða krossinum berst höfðingleg gjöf af þessu tagi frá hlýjum höndum  kvenna á heimilinu. Að þessu sinn ber hins vega dálítið nýrra við því þarna er nær eingöngu verk einnar konu, Elínborgar Gunnarsdóttur.

Um er að ræða 186 teppi og þar af hafði Elínborg prjónað 176. Hún prjónaði teppin á prjónavél sem komin er vel yfir fimmtugt og þó að handverkskonunni sé mikið farið að daprast sjón og vélin orðin gömul kemur það sannarlega ekki að sök.

3. sep. 2010 : Starfið á árinu 2009

18. ágú. 2010 : Vinjarfólk á ferð um Norðurlandið

Húsavíkurdeild Rauða krossins fékk góða gesti í heimsókn í vikunni því gestir og starfsfólk Vinjar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, er á ferðalagi um Norðurland. Ingólfur Freysson formaður deildarinnar tók á móti ferðalöngunum, bauð þeim í léttan hádegisverð hjá deildinni og fór með þeim í skoðunarferð um Húsavíkurbæ.

Húsavík er fallegur bær og með mikla sögu. Ingólfur sýndi gestunum Lystigarðinn, Húsavíkurkirkju, fræddi þau um sögu Kaupfélags Þingeyinga og bygginga tengda verslunarsögu bæjarins. Fyrr um daginn bauð Hvalasafnið gestunum í heimsókn.

16. ágú. 2010 : SKÓLADAGAR - söfnun á skóladóti

Nú eru skólarnir að byrja og flestir farnir að huga að því sem kaupa þarf eða útvega fyrir veturinn.  Næstu tvær vikurnar ætlum við að hafa SKÓLADAGA  hjá okkur og taka á móti skólatöskum, pennaveskjum og  góðum fötum, úlpum og skóm fyrir börn á aldrinum 6 – 16 ára.  Ef einhverjir eru að endunýja fyrir veturinn  eða eiga skóladótt í góðu ásigkomulagi sem þeir  vilja leyfa öðrum að njóta þá má gjarnan koma því til Rauða krossins.  Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rauða krossins í síma 461 2374.

16. júl. 2010 : Fjölbreytt dagskrá á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðir Rauða krossins fyrir fatlaða einstaklinga sem haldnar eru á Löngumýri og í Stykkishólmi ljúka sínu þriðja tímabili í dag. Sumarbúðirnar eru byggðar upp á skemmtun, fræðslu og afþreyingu þar sem allir fá að njóta sín miðað við fötun hvers og eins.

Dagskráin er fjölbreytt. Auk skoðunarferða er farið á hestbak, í flúðasiglingar og sjóstangaveiði, golf, júdó, leiki og kennd er skyndihjálp, auk fræðslu um Rauða krossinn. Flesta daga er farið í sund og kvöldvaka með þátttöku sumarbúðagesta hvert kvöld.

16. júl. 2010 : Fjölbreytt dagskrá á sumarbúðum Rauða krossins

Sumarbúðir Rauða krossins fyrir fatlaða einstaklinga sem haldnar eru á Löngumýri og í Stykkishólmi ljúka sínu þriðja tímabili í dag. Sumarbúðirnar eru byggðar upp á skemmtun, fræðslu og afþreyingu þar sem allir fá að njóta sín miðað við fötun hvers og eins.

Dagskráin er fjölbreytt. Auk skoðunarferða er farið á hestbak, í flúðasiglingar og sjóstangaveiði, golf, júdó, leiki og kennd er skyndihjálp, auk fræðslu um Rauða krossinn. Flesta daga er farið í sund og kvöldvaka með þátttöku sumarbúðagesta hvert kvöld.

21. jún. 2010 : En glad överraskning…

Áður hefur verið sagt frá starfi sjálfboðaliða Akureyrardeildar á Akureyrarflugvelli í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli. Margur ferðamaðurinn varð þá fyrir því að flug og ferðaáætlun fór úr skorðum en flestir tóku því með jafnaðargeði, enda ekki um margt annað að velja. 

Meðal þeirra voru hjónin Bernt og Barbro Johansson frá Svíþjóð, en þau eru bæði virk innan Rauða kross deildarinnar í sínum heimabæ, Västerås.

15. jún. 2010 : En glad överraskning…

Áður hefur verið sagt frá starfi sjálfboðaliða deildarinnar á Akureyrarflugvelli í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli. Margur ferðamaðurinn varð þá fyrir því að flug og ferðaáætlun fór úr skorðum  en flestir tóku því með jafnaðargeði, enda ekki um margt annað að velja.

Meðal þeirra voru hjónin Bernt og Barbro Johansson frá Svíþjóð, en þau eru bæði virk innan Rauða kross deildarinnar í sínum heimabæ,  Västerås.
Efirfarandi grein birtist inni á vef sænska Rauða krossins  en þar er Bernt að segja frá þessari upplifun þeirra hjóna.

 

7. jún. 2010 : Fjöldi barna sóttu námskeiðið Börn og umhverfi

Fjöldi barna hafa undanfarið sótt  barnfóstrunámskeið Rauða krossins eða Börn og umhverfi eins og þau heita í dag.  Námskeiðið er sívinsælt enda afar gagnlegt fyrir þátttakendur sem læra ýmislegt um þroska og umönnun ungra barna, slysavarnir, skyndihjálp, ýmsa leiki og margt og margt fleira.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru fagfólk á sínu sviði, leikskólakennari, hjúkrunarfræðingur og  skyndihjálparkennari.
 

 

 

27. maí 2010 : Valdaefling í verki til umræðu á fjölmennu málþingi

Geðheilsa er víðtækt hugtak og hún skiptir sköpum í samfélagi manna. Byggjum betra samfélag – valdaefling í verki var yfirskrift málþings sem haldið var á Rósenborg á Akureyri í gær. Málþingið sóttu um 90 manns og erindin höfðuðu til almennings, fagfólks, sveitarstjórnamanna, fólks út atvinnulífinu og skólafólks.

Rauði krossinn var með innlegg frá ýmsum sjónarhornum. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs kynnti niðurstöður könnunarinnar Hvar þrengir að?, Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi kynnti hvað er á döfinni hjá Rauða krossinum í geðheilbrigðismálum. Helga Einarsdóttir forstöðumaður Lautar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri var með innleggið „Áhrif gesta á Laut“ og Jónatan Már Guðjónsson gestur athvarfsins sagði sína reynslu undir yfirskriftinni „Að brjótast út úr einangrun“. Áhersla var lögð á að fá fram viðhorf notenda til úrræða sem eru í boði.

27. maí 2010 : Valdaefling í verki til umræðu á fjölmennu málþingi

Geðheilsa er víðtækt hugtak og hún skiptir sköpum í samfélagi manna. Byggjum betra samfélag – valdaefling í verki var yfirskrift málþings sem haldið var á Rósenborg á Akureyri í gær. Málþingið sóttu um 90 manns og erindin höfðuðu til almennings, fagfólks, sveitarstjórnamanna, fólks út atvinnulífinu og skólafólks.

Rauði krossinn var með innlegg frá ýmsum sjónarhornum. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs kynnti niðurstöður könnunarinnar Hvar þrengir að?, Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi kynnti hvað er á döfinni hjá Rauða krossinum í geðheilbrigðismálum. Helga Einarsdóttir forstöðumaður Lautar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri var með innleggið „Áhrif gesta á Laut“ og Jónatan Már Guðjónsson gestur athvarfsins sagði sína reynslu undir yfirskriftinni „Að brjótast út úr einangrun“. Áhersla var lögð á að fá fram viðhorf notenda til úrræða sem eru í boði.

25. maí 2010 : Frétt RKÍ

Á Aðalfundi Rauða kross Íslands sem haldinn var í Reykjavík 15. maí sl. voru, eins og venja er til, sjálfboðaliðar heiðraðir.  Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu var Björk Nóadóttir sjálfboðaliði Akureyrardeildar. 
Hún hefur mest starfað að verkefninu ” föt sem framlag ” en auk þess fataaflokkun og fleiri verkefnum sem deildin hefur unnið að. 
Björk er vel að viðurkenningunni komin og eru henni færðar haminguóskir af þessu tilefni.

25. maí 2010 : Hlutverk stjórna félagasamtaka á námskeiði deilda á Norðurlandi

Deildanámskeið var haldið á Sauðárkróki í síðustu viku og sóttu það átján manns frá fimm deildum á Norðurlandi. Leiðbeinandi var Dr. Ómar Kristmundsson fyrrverandi formaður Rauða kross Íslands.
 
Helstu áherslur Ómars á námskeiðinu voru meginhlutverk stjórna félagasamtaka þ.e. stefnumörkun, að marka framtíðaráherslur starfsins og fylgjast með að þeim sé framfylgt. Eins fór hann yfir helstu leiðir sem stjórnir geta farið til árangursríkari stefnumörkunar, mikilvægi árangursmats, hvernig auka megi framlag og virkni einstakra stjórnarmanna og ábyrgð stjórnarmanna svo eitthvað sé nefnt.

21. maí 2010 : Rauðakrossfræðsla á Norðurlandi

Rétt fyrir síðustu mánaðamót heimsóttu þau Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi og Hafsteinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar Grunnskólann á Siglufirði og voru með fræðslu um Rauða krossinn og þætti úr námskeiðinu „Viðhorf og virðing" fyrir elstu bekkingana. Samskonar ferð var svo farin í vikunni, en þá var Grunnskólinn á Hólmavík heimsóttur.

Nemendur tóku virkan þátt í námskeiðinu, bæði vildu þau fræðast um Rauða krossinn og starfsemi hans auk þess að vera með fjörug skoðanaskipti þegar lögð voru fyrir þau verkefni þar sem  þurfti að forgangsraða og taka afstöðu til ýmissa mála.

21. maí 2010 : Hjálpa bændum í öskuskýi

„Þetta gekk bara framar björtustu vonum og krakkarnir eru himinlifandi, enda búnir að standa sig eins og hetjur," segir Sif Árnadóttir, móðir Marisol Árnýjar og Michaels Adams Amador, sem ásamt Silju Maren Björnsdóttur, vinkonu þeirra, efndu til tombólu á Akureyri í gær til styrktar bændum undir Eyjafjöllum. Marisol er níu ára, Michael Adam fimm ára og Silja Maren sjö ára.

21. maí 2010 : Rauðakrossfræðsla á Norðurlandi

Rétt fyrir síðustu mánaðamót heimsóttu þau Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi og Hafsteinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar Grunnskólann á Siglufirði og voru með fræðslu um Rauða krossinn og þætti úr námskeiðinu „Viðhorf og virðing" fyrir elstu bekkingana. Samskonar ferð var svo farin í vikunni, en þá var Grunnskólinn á Hólmavík heimsóttur.

Nemendur tóku virkan þátt í námskeiðinu, bæði vildu þau fræðast um Rauða krossinn og starfsemi hans auk þess að vera með fjörug skoðanaskipti þegar lögð voru fyrir þau verkefni þar sem  þurfti að forgangsraða og taka afstöðu til ýmissa mála.

12. maí 2010 : Aðstoð veitt vegna röskunar á flugi

Ósk um aðstoð Rauða krossins barst frá starfsmönnum Akureyrarflugvallar á laugardaginn þegar millilandaflug færðist yfir til Akureyrar vegna ösku frá Eyjafjallajökli sem hindraði flug til Keflavíkur.

Fjöldi sjálfboðaliða Akureyrardeildar gaf kost á sér til verksins og hófst þegar undirbúningur. Skipulagi var komið á vakir því gert var ráð fyrir að ástandið gæti varað í einhvern tíma. Deildin fékk til afnota flugskýli þar sem sett var upp aðstaða til að sinna farþegum.

11. maí 2010 : Flóamarkaður á Laugum til styrktar Haítí

Nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal tóku sig saman og héldu flóamarkað á laugardaginn til styrktar Rauða krossinum og hjálparstarfinu á Haítí. 

11. maí 2010 : Aðstoð veitt vegna röskunar á flugi

Ósk um aðstoð frá Rauða krossinum kom frá starfsmönnum á Akureyrarflugvelli á laugardaginn þar sem að millilandaflug væri að færast yfir til Akureyrar vegna  ösku frá Eyjafjallajökkli, sem hindraði flug til Keflavíkur.
Fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar gaf kost á sér til verksins og hófst þegar undirbúningur. Var þegar komið skipulag á  vakir því  gert var ráð fyrir að ástandið gæti varað í einhvern tíma.
Deildin fékk til afnota flugskýli þar sem að sett var upp aðstaða til að sinna farþegum.
Um tuttugu sjálfboðaliðar tóku þátt í aðgerðunum og stóðu sumir svo klukkustundum skipti enda stóðu aðgerðir fram á miðjan dag í gær. 

 

 

3. maí 2010 : Börn á Íslandi safna fyrir börn á Haítí

Það er ekki ofsögum sagt að þessar ungu stúlkur frá Þórshöfn láti sig neyð annarra varða. Þær  tóku sig saman og héldu markað í búðinni á Þórshöfn þar sem þær seldu skeljar og steina og einnig máluðu þær myndir og perluðu. Framtakið gaf þeim ellefu þúsund krónur í aðra hönd sem þær afhentu Guðrúnu Stefánsdóttur gjaldkera Þórshafnardeildar Rauða krossins.

„Stjórn Þórshafnardeildar er ákaflega þakklát þessum stelpum og stolt af þeim þar sem þær sýndu mjög gott frumkvæði og gott hjartalag,“ segir Guðrún Stefánsdóttir.

Framlag stúlknanna fer í svokallaðan tombólusjóð þar sem safnast saman allt það fé sem börn safna fyrir Rauða krossinn.

23. apr. 2010 : Hundaheimsóknir byrjaðar á Hlíð.

Heimsóknarvinum deildarinnar fjölgaði nýverið um þrjá þegar hundarnir Númi, Mosi og Krummi hófu heimsóknir sínar á Dvalarheimilið Hlíð.  Númi sem er blandaður íslenskur fjárhundur á þrettánda ári heimækir íbúa á Reyni- og Skógarhlíð.  Mosi sem er 6 ára Labrador heimsækir Aspar- og Beykihlíð og Krummi sem 5 ára Labrador heimsækir Víðihlíð. Allir hafa hundarnir verið teknir út og metnir hæfir til að sinna slíkum heimsóknum og hefur Dvalarheimilið fengið undanþágu hjá Heilbrigðiseftirlitinu fyrir heimsóknum þeirra.
Vonandi ganga heimsóknir þeirra félaga vel og hver veit nema það fjölgi í hópi hundaheimsóknavina og þeim stöðum sem vilja þyggja slíkar heimsóknir. 
Þeir sem hafa áhuga á að fræðast meira um verkefnið geta sett sig í samband við Rauða krossinn.  

 

12. apr. 2010 : Börn og umhverfi - Námskeið 2010

Námskeið fyrir börn fædd 1998 og eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.

Staður:   Viðjulundur 2
Stund:     17. 18. 19. og 20.  maí kl. 17 – 20 ( hópur I ) 
                 31. maí, 1. 2. og 3. júní kl. 17 – 20  ( hópur II )
Verð:        5.000,-

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

Skráning
 

6. apr. 2010 : Handverksvörur frá Mósambík

Rauða kross deildirnar á Norðurlandi, 12 að tölu, eru í samstarfi við deild  Mósamíska Rauða krossins í Mapútó. Deildirnar styðja við  ýmiskonar starfsemi deildarinnar þar, m.a. þjálfun sjálfboðaliða og ungmennastarf.  Einnig styða deildirnar við  barnaheimili  þar sem um 250 börn fá umhyggju og aðstoð, fæði og heilbrigðisþjónustu. 
Sjálfboðaliðar rauða krossdeildanna á Norðurlandi hafa innrammað og selt batikmyndir þar sem ágóðinn rennur til þessa verkefna. Einnig er nú til sölu ýmislegt handverk frá Mósambík  sem rennur til áðurnefndra verkefna. 
Myndir af vörunum má sjá með því að smella á  " Lesa meira... "  hér hér fyrir neðan.
 

 

6. apr. 2010 : Safnað fyrir Chile

Nemendur í 4. bekk í Brekkuskóla á Akureyri ákváðu eftir jarðskálftana í Chile í lok febrúar að hefja söfnun til að styðja við hjálparstarfið sem þar fer fram. Rauða krossinum var afhent söfnunarféð 30 þúsund krónur ( 30.002,-).

Hugmyndin var að gefa krökkunum í skólanum tækifæri til að koma með klink að heiman og leggja í söfnunina. Kynntu nemendur hugmynd sína í öllum bekkjum skólans og einnig fyrir foreldrum skólabarna. Söfnunarbaukar voru settir upp og gátu nemendur, starfsfólk og aðrir gefið klink í söfnunina.  

22. mar. 2010 : Safnað fyrir Chile.

Nemendur í 4. bekk í Brekkuskóla ákváðu eftir jarðskálftana í Chile í lok febrúar sl. að hefja söfnun til að styðja við hjálparstarfið sem þar fer fram.  Hugmyndin var að gefa krökkunum í skólanum tækifæri til að koma með klink að heiman og leggja í söfnunina.  Kynntu nemendur hugmynd sína í öllum bekkjum skólans og var hugmyndin einnig kynnt fyrir foreldrum skólabarna.  Söfnunarbaukar voru síðan settir upp  og gátu nemendur, starfsfólk og aðrir gefið klink í söfnunina.   Með þessu framtaki söfnuðu krakkarnir  rúmlega 30 þúsund krónum ( 30.002,- ) sem renna eins og áður segir til hjálparstarfsins í Chile.
Þetta er dæmi um verkefni sem hægt er að nota til ýmiskonar fræðslu í skólanum og ekki skemmir það fyrir að í bekk krakkana er ung stúlka  ættuð  frá Chile sem eflaust getur sagt þeim sitt og hvað frá landinu.
 

18. mar. 2010 : Erindi Hlínar 2010

Í tengslum við Aðalfund deildarinnar sem haldinn var nýverið flutti Hlín Baldvinsdóttir erindi um ferð sína til Haítí sem sendifulltrúi Rauða krossins.  Þar urðu eins og allir vita gríðarlegar náttúruhamfarir,  en engu að síður ar afar fróðlegt að fá að heyra lifandi frásögn af starfinu frá einhverjum sem var á staðnum. Lýsing á þeim aðstæðum sem hjálparlið gengur inn í og hvernig það tekst á við þau verkefni sem  þarf að vinna. Hlín var fyrst sendifulltrúa Rauða kross Íslands á staðinn og vann í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem metur þörf á aðstoð fyrstu vikur og mánuði eftir hamfarirnar.

 

 

17. mar. 2010 : Skyndihjálpin hans Kalla kemur að góðum notum

Erla Hlín skrifar á bloggsíðu sinni um það hvernig skyndihjálparnámskeið Rauða krossins hjálpaði henni í atviki sem upp kom við sundlaug í Namibíu. Hún þakkar það góðri kennslu Karls Lúðvíkssonar leiðbeinanda í skyndihjálp að hún hafði engu gleymt.


17. mar. 2010 : Nær aldarfjórðungs stjórnarsetu lokið

Almennt telst það ekki til tíðinda þótt mannaskipti verði í stjórnum deilda Rauða kross Íslands en á  nýloknum aðalfundi Húsavíkurdeildar lét Magnús Þorvaldsson af stjórnarssetu eftir nær aldarfjórðungs samfellda og afar farsæla setu sem gjaldkeri í stjórn deildarinnar. 

Í stuttri tölu drap Magnús á helstu breytingar sem orðið hafa á starfi deildarinnar á þessum tíma en óhætt er að segja að þær hafa verið verulegar frá árinu 1986 þegar Magnús settist í stjórn.

Magnús mun þó ekki skilja við Rauða krossinn með öllu því hann mun áfram sinna neyðarvarnarmálum deildarinnar auk þess að vera skoðunarmaður reikninga.

4. mar. 2010 : Skyndihjálparnámskeið hefst 15. mars

Námskeið í almennri skyndihjálp ( 16 kennslustundir )  verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2 og hefst námskeiðið mánudaginn 15. mars 
 

Staður:    Viðjulundur 2
Stund:     15. 16.  22.. og 23. mars  kl. 19:30 – 22:30
Verð:        8.500,-

Skráning

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

1. mar. 2010 : Börnin á Álfaborg safna fyrir Haítí

Það er fátt skemmtilegra en að hitta börnin í leikskólunum og spjalla við þau um ýmislegt sem þeim dettur í hug. Þau hafa eins og flestir fylgst með heimsfréttunum og eru svo sannarlega tilbúin að hjálpa ef þau geta.

Þannig var það hjá börnunum í leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströnd sem á Degi leikskólans opnuðu listsýningu í Ráðhúsi Svalbarðsstrandar. Sýningin sem var sölusýning fluttist síðan viku seinna í matsal Kjarnafæðis og var þar í viku.

Tilefni sýningarinnar var að vekja athygli á starfi leikskólans en jafnframt að láta gott af sér leiða og safna fé fyrir börn sem urðu illa úti í jarðskjálftanum á Haítí í janúar.

26. feb. 2010 : Börnin á Álfaborg safna fyrir Haítí

Það er fátt skemmtilegra en að hitta og spjalla við börnin í  leikskólunum og ýmislegt sem þeim dettur í hug.  Þau hafa eins og flestir  fylgst með heimsfréttunum  og eru svo sannarlega tilbúin að hjálpa ef þau geta. Þannig var það hjá börnunum í leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströnd sem á Degi leikskólans opnuðu listsýningu í Ráðhúsi Svalbarðsstrandar. Sýningin sem var sölusýning fluttist síðan viku seinna í matsal Kjarnafæðis og var þar í viku. Tilefni sýningarinnar var að vekja athygli á starfi leikskólans en jafnframt að láta gott af sér leiða og safna fé fyrir börn sem urðu illa úti í jarðskjálftanum  á Haítí í síðasta mánuði. Sýninguna sóttu vel á annað hundrað manns og söfnuðu börnin á Álfaborg með þessu framtaki sínu hvorki meira né minna en 112. 832 krónum. Inni  í þeirri upphæð er framlag Svalbarðsstrandarhrepps sem nemur 100 kr. á hvern íbúa hreppsins.  
 

 

17. feb. 2010 : Fróðlegt hundaheimsóknanámskeið

Akureyrardeild Rauða krossins hélt námseið á dögunum fyrir þá heimsóknavini sem hyggjast taka hunda með sér í heimsóknir. Fjórir hundar tóku þátt og kom einn alla leið frá Skagafirði.

Í fyrri hluta námskeiðsins fengu umsjónarmenn hundanna fræðslu um verkefnið og í síðari hlutanum  voru hundarnir teknir út með tilliti til þess hvort þetta verkefni henti þeim og hvort þeir henti verkefninu.

Umsjón með námskeiðinu hafði Brynja Tomer sem er frumkvöðull að slíkum heimsóknum á vegum Rauða krossins. 

Eins og fyrr segir þá er þetta hluti af  Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins og fyrir þá sem áhuga hafa er best að setja  sig í samband við Rauða kross deildina í sinni heimabyggð eða verkefnisstjóra heimsóknavina á landsskrifstofunni í síma 570 4000.

17. feb. 2010 : Öskudagurinn á Akureyri

Hann er líklega löngu hættur að hringja á dýralækninn bóndinn á Bjarnastöðum því að hann veit að þetta gengur yfir jafnhratt og það kom. En árlega taka beljurnar hans upp á því að baula mikið og verða hreinlega vitlausar. Líklega hlær hann bara að þessu líkt og allir gera á Öskudaginn og fær sér kannski kaffi þótt það sé víst ógeðslegt eitur. Auðvitað er hér verið að vitna til þess að börnin á Akureyri eru þennan dag út um allan bæ í klædd furðufötum  að syngja og safna sér nammi eða öðru góðgætis. Nokkrir hópar litu inn hjá okkur eins og meðfylgjandi myndir sýna.

 

16. feb. 2010 : Skyndihjálparhópur æfir á Narfastöðum

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman í fyrsta skipti á árinu til æfinga um helgina að Narfastöðum í Reykjadal.

Settar voru upp æfingastöðvar fyrri daginn þar sem þátttakendur rifjuðu upp skyndihjálparkunnáttu sína. Ein stöð var tileinkuð endurlífgun, önnur ýmislegu varðandi öndun og súrefnisgjöf, á þeirri þriðju var æft hvernig standa skuli að flutningi á slösuðum og undirbúningi fyrir slíkt og fjórðu ýmsar mælingar eins og blóðþrýstingur, blóðsykur og hjartalínurit. Seinni daginn var settur upp slysavettvangur þar sem meðlimir æfðu rétt viðbrögð. Leiðbeinandi var Jón Knutsen, formaður Akureyrardeildar.

 

 

16. feb. 2010 : Skyndihjálparhópur æfir á Narfastöðum

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman í fyrsta skipti á árinu til æfinga um helgina að Narfastöðum í Reykjadal.

Settar voru upp æfingastöðvar fyrri daginn þar sem þátttakendur rifjuðu upp skyndihjálparkunnáttu sína. Ein stöð var tileinkuð endurlífgun, önnur ýmislegu varðandi öndun og súrefnisgjöf, á þeirri þriðju var æft hvernig standa skuli að flutningi á slösuðum og undirbúningi fyrir slíkt og fjórðu ýmsar mælingar eins og blóðþrýstingur, blóðsykur og hjartalínurit. Seinni daginn var settur upp slysavettvangur þar sem meðlimir æfðu rétt viðbrögð. Leiðbeinandi var Jón Knutsen, formaður Akureyrardeildar.

 

 

8. feb. 2010 : Fróðlegt hundaheimsóknanámskeið

Um helgina var haldið námskeið í heimsóknavinaverkefninu til undirbúnings fyrir hundaheimsóknir.  En fjórir hundar voru þátttakendur að þessu sinni þrír héðan af svæðinu og einn úr Skagafirði.
Í fyrri hluta námskeiðsins fengu umsjónamenn hundanna fræðslu um verkefnið og í síðari hlutanum  voru hundarnir teknir út með tilliti til þess hvort þetta verkefni henti þeim og hvort þeir henti verkefninu.
Umsjón með námskeiðinu hafði Brynja Tomer sem er frumkvöðull að slíkum heimsóknum á vegum Rauða krossins. 
Eins og fyrr segir þá er þetta hluti af  Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins og fyrir þá sem áhuga hafa er best að setja  sig í samband við Rauða krossinn.
 

5. feb. 2010 : Á níræðisaldri og prjónar sokka og vettinga

Hann Héðinn Höskuldsson er einn af mörgum sem leggja Rauða krossinum lið. Þó er það með nokkuð sértökum hætti fyrir mann á níræðisaldri, en hann  er nefnilega vel liðtækur með prjónana og prjónar af miklum myndarskap.

Að sögn þá lærði hann að prjóna á unglingsárum og hefur haldið því áfram til þessa dags. Hann hefur m.a. prjónað bæði á börnin og barnabörnin og nú er það líka Akureyrardeild Rauða krossins sem nýtur þessa hæfileika Héðins.

Margar deildir Rauða krossins starfa að verkefninu Föt sem framlag. Þar koma sjálfboðaliðar á öllum aldri saman og hanna, prjóna og sauma fatnað. Afurðirnar eru seldar á mörkuðum deilda eða í Rauðakrossbúðunum.

19. jan. 2010 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins pökkuðu 1.000 skyndihjálpargögnum til Haítí

Deildir á höfuðborgarsvæðinu brugðust skjótt við í gærkvöldi og virkjuðu sjálfboðaliða til að pakka skyndihjálpargögnum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí.  Þrátt fyrir mjög stuttan fyrirvara mættu yfir 50 sjálfboðaliðar í Rauðakrosshúsið til að útbúa pakkana sem settir voru saman samkvæmt lista frá Alþjóða Rauða krossinum.  

„Sjálfboðaliðarnir sýndu með þessu í verki samstöðu sína með sjálfboðaliðum Rauða krossins í Haítí sem staðið hafa vaktina sólarhringum saman frá því jarðskjálftinn reið yfir," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. „Það var ekki ljóst fyrr en eftir klukkan fimm í gær að nægar birgðir af þessum sjúkragögnum væru til í landinu til að uppfylla skilyrði Alþjóða Rauða krossins, og því gífurlega ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að taka þátt í þessu verkefni."

18. jan. 2010 : Á níræðisaldri og prjónar sokka og velinga

Hann Héðinn Höskuldsson er einn af mörgum sem leggja Rauða krossinum lið. Þó er það með nokkuð sértökum hætti fyrir  mann á níræðisaldri, en hann  er nefnileg vel liðtækur með prjónana og prjónar af miklum myndarskap. Að sögn þá lærði hann að prjóna á unglingsárum og hefur haldið því áfram til þessa dags. Hann hefur m.a.   prjónað bæði á börnin og barnabörnin og nú er það líka Rauði krossinn sem nýtur þessa hæfileika Héðins.

14. jan. 2010 : Íslenskur sendifulltrúi á leið til Haítí í dag

Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag.  Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara.

Tíu neyðarteymi Alþjóða Rauða krossins eru nú á leið á vettvang. Þar er um að ræða sérfræðinga í dreifingu hjálpargagna, heilsugæslu, uppsetningu neyðarskýla, birgðaflutningum og hreinsun vatns, auk sérhæfðra lækna og hjúkrunarfræðinga sem munu setja upp tjaldsjúkrahús í höfuðborginni Port-au-Prince.

13. jan. 2010 : Rauði kross Íslands með símasöfnun vegna jarðskjálftans í Haítí

Óttast er að þúsundir manna hafi farist í jarðskjálftanum sem reið yfir eyjuna Haítí í gærkvöldi, og að tugþúsundir fjölskyldna þurfi á tafarlausri neyðaraðstoð að halda.  Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Haítí hafa unnið sleitulaust síðan í gærkvöldi að björgun og við að aðstoða sjúkrahús á hamfarasvæðinu við umönnun slasaðra.

Brýnustu aðgerðir nú eru björgun úr rústum, uppsetning bráðabirgða sjúkraskýla og að koma fólki sem fyrst í öruggt skjól. Alþjóðlegt teymi sérfræðinga frá Rauða krossinum mun koma til Haítí í dag til að veita aðstoð á hamfarasvæðunum.

„Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings," segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.

13. jan. 2010 : Alþjóðleg neyðarteymi og hjálpargögn á leiðinni til Haítí

Tíu alþjóðleg neyðarteymi Rauða krossins eru nú á leið til Haítí, en samgöngur þangað eru að mestu leyti rofnar landleiðis og í lofti. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent átta manna matsteymi á vettvang, og níu neyðarteymi frá Evrópu og Norður-Ameríku sem skipuð eru heilbrigðisstarfsfólki og sérfræðingum til að mynda í hreinsun vatns, byggingu neyðarskýla, birgðaflutningum og fjarskiptum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Haítí vinna nú í kapp við tímann við björgun og aðhlynningu slasaðra. Rauða kross félög á svæðinu hafa einnig sent sjálfboðaliða og hjálpargögn áleiðis til Haítí. Erfiðlega reynist að fá upplýsingar af hamfarasvæðunum þar sem símalínur eru slitnar í sundur og rafmagnslaust er að mestu.

13. jan. 2010 : Norðlenskir fjöldahjálparstjórar

Námskeið fyrir fjöldahjálparstjóra Rauða krossins á Norðurlandi var haldið á Húsavík um síðustu helgi og sóttu það tíu manns, allir frá Húsavíkurdeild utan einn frá Ólafsfjarðardeild.
 
Meirihluti þátttakenda var að endurnýja réttindi sín sem fjöldahjálparstjórar en nokkrir að koma í fyrsta skipti og eru þeir sjálfboðaliðar sérstaklega boðnir velkomnir í hópinn.
 
Námskeiðið var með hefðbundnum hætti og samanstóð af fyrirlestrum, verklegum æfingum og umræðum. Æfðu þátttakendur sig í viðbrögðum við hópslysi og opnun fjöldahjálparstöðvar í kjölfar hamfara.