26. feb. 2010 : Börnin á Álfaborg safna fyrir Haítí

Það er fátt skemmtilegra en að hitta og spjalla við börnin í  leikskólunum og ýmislegt sem þeim dettur í hug.  Þau hafa eins og flestir  fylgst með heimsfréttunum  og eru svo sannarlega tilbúin að hjálpa ef þau geta. Þannig var það hjá börnunum í leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströnd sem á Degi leikskólans opnuðu listsýningu í Ráðhúsi Svalbarðsstrandar. Sýningin sem var sölusýning fluttist síðan viku seinna í matsal Kjarnafæðis og var þar í viku. Tilefni sýningarinnar var að vekja athygli á starfi leikskólans en jafnframt að láta gott af sér leiða og safna fé fyrir börn sem urðu illa úti í jarðskjálftanum  á Haítí í síðasta mánuði. Sýninguna sóttu vel á annað hundrað manns og söfnuðu börnin á Álfaborg með þessu framtaki sínu hvorki meira né minna en 112. 832 krónum. Inni  í þeirri upphæð er framlag Svalbarðsstrandarhrepps sem nemur 100 kr. á hvern íbúa hreppsins.  
 

 

17. feb. 2010 : Fróðlegt hundaheimsóknanámskeið

Akureyrardeild Rauða krossins hélt námseið á dögunum fyrir þá heimsóknavini sem hyggjast taka hunda með sér í heimsóknir. Fjórir hundar tóku þátt og kom einn alla leið frá Skagafirði.

Í fyrri hluta námskeiðsins fengu umsjónarmenn hundanna fræðslu um verkefnið og í síðari hlutanum  voru hundarnir teknir út með tilliti til þess hvort þetta verkefni henti þeim og hvort þeir henti verkefninu.

Umsjón með námskeiðinu hafði Brynja Tomer sem er frumkvöðull að slíkum heimsóknum á vegum Rauða krossins. 

Eins og fyrr segir þá er þetta hluti af  Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins og fyrir þá sem áhuga hafa er best að setja  sig í samband við Rauða kross deildina í sinni heimabyggð eða verkefnisstjóra heimsóknavina á landsskrifstofunni í síma 570 4000.

17. feb. 2010 : Öskudagurinn á Akureyri

Hann er líklega löngu hættur að hringja á dýralækninn bóndinn á Bjarnastöðum því að hann veit að þetta gengur yfir jafnhratt og það kom. En árlega taka beljurnar hans upp á því að baula mikið og verða hreinlega vitlausar. Líklega hlær hann bara að þessu líkt og allir gera á Öskudaginn og fær sér kannski kaffi þótt það sé víst ógeðslegt eitur. Auðvitað er hér verið að vitna til þess að börnin á Akureyri eru þennan dag út um allan bæ í klædd furðufötum  að syngja og safna sér nammi eða öðru góðgætis. Nokkrir hópar litu inn hjá okkur eins og meðfylgjandi myndir sýna.

 

16. feb. 2010 : Skyndihjálparhópur æfir á Narfastöðum

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman í fyrsta skipti á árinu til æfinga um helgina að Narfastöðum í Reykjadal.

Settar voru upp æfingastöðvar fyrri daginn þar sem þátttakendur rifjuðu upp skyndihjálparkunnáttu sína. Ein stöð var tileinkuð endurlífgun, önnur ýmislegu varðandi öndun og súrefnisgjöf, á þeirri þriðju var æft hvernig standa skuli að flutningi á slösuðum og undirbúningi fyrir slíkt og fjórðu ýmsar mælingar eins og blóðþrýstingur, blóðsykur og hjartalínurit. Seinni daginn var settur upp slysavettvangur þar sem meðlimir æfðu rétt viðbrögð. Leiðbeinandi var Jón Knutsen, formaður Akureyrardeildar.

 

 

16. feb. 2010 : Skyndihjálparhópur æfir á Narfastöðum

Skyndihjálparhópur deilda á Norðurlandi kom saman í fyrsta skipti á árinu til æfinga um helgina að Narfastöðum í Reykjadal.

Settar voru upp æfingastöðvar fyrri daginn þar sem þátttakendur rifjuðu upp skyndihjálparkunnáttu sína. Ein stöð var tileinkuð endurlífgun, önnur ýmislegu varðandi öndun og súrefnisgjöf, á þeirri þriðju var æft hvernig standa skuli að flutningi á slösuðum og undirbúningi fyrir slíkt og fjórðu ýmsar mælingar eins og blóðþrýstingur, blóðsykur og hjartalínurit. Seinni daginn var settur upp slysavettvangur þar sem meðlimir æfðu rétt viðbrögð. Leiðbeinandi var Jón Knutsen, formaður Akureyrardeildar.

 

 

8. feb. 2010 : Fróðlegt hundaheimsóknanámskeið

Um helgina var haldið námskeið í heimsóknavinaverkefninu til undirbúnings fyrir hundaheimsóknir.  En fjórir hundar voru þátttakendur að þessu sinni þrír héðan af svæðinu og einn úr Skagafirði.
Í fyrri hluta námskeiðsins fengu umsjónamenn hundanna fræðslu um verkefnið og í síðari hlutanum  voru hundarnir teknir út með tilliti til þess hvort þetta verkefni henti þeim og hvort þeir henti verkefninu.
Umsjón með námskeiðinu hafði Brynja Tomer sem er frumkvöðull að slíkum heimsóknum á vegum Rauða krossins. 
Eins og fyrr segir þá er þetta hluti af  Heimsóknavinaverkefni Rauða krossins og fyrir þá sem áhuga hafa er best að setja  sig í samband við Rauða krossinn.
 

5. feb. 2010 : Á níræðisaldri og prjónar sokka og vettinga

Hann Héðinn Höskuldsson er einn af mörgum sem leggja Rauða krossinum lið. Þó er það með nokkuð sértökum hætti fyrir mann á níræðisaldri, en hann  er nefnilega vel liðtækur með prjónana og prjónar af miklum myndarskap.

Að sögn þá lærði hann að prjóna á unglingsárum og hefur haldið því áfram til þessa dags. Hann hefur m.a. prjónað bæði á börnin og barnabörnin og nú er það líka Akureyrardeild Rauða krossins sem nýtur þessa hæfileika Héðins.

Margar deildir Rauða krossins starfa að verkefninu Föt sem framlag. Þar koma sjálfboðaliðar á öllum aldri saman og hanna, prjóna og sauma fatnað. Afurðirnar eru seldar á mörkuðum deilda eða í Rauðakrossbúðunum.