23. apr. 2010 : Hundaheimsóknir byrjaðar á Hlíð.

Heimsóknarvinum deildarinnar fjölgaði nýverið um þrjá þegar hundarnir Númi, Mosi og Krummi hófu heimsóknir sínar á Dvalarheimilið Hlíð.  Númi sem er blandaður íslenskur fjárhundur á þrettánda ári heimækir íbúa á Reyni- og Skógarhlíð.  Mosi sem er 6 ára Labrador heimsækir Aspar- og Beykihlíð og Krummi sem 5 ára Labrador heimsækir Víðihlíð. Allir hafa hundarnir verið teknir út og metnir hæfir til að sinna slíkum heimsóknum og hefur Dvalarheimilið fengið undanþágu hjá Heilbrigðiseftirlitinu fyrir heimsóknum þeirra.
Vonandi ganga heimsóknir þeirra félaga vel og hver veit nema það fjölgi í hópi hundaheimsóknavina og þeim stöðum sem vilja þyggja slíkar heimsóknir. 
Þeir sem hafa áhuga á að fræðast meira um verkefnið geta sett sig í samband við Rauða krossinn.  

 

12. apr. 2010 : Börn og umhverfi - Námskeið 2010

Námskeið fyrir börn fædd 1998 og eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.

Staður:   Viðjulundur 2
Stund:     17. 18. 19. og 20.  maí kl. 17 – 20 ( hópur I ) 
                 31. maí, 1. 2. og 3. júní kl. 17 – 20  ( hópur II )
Verð:        5.000,-

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

Skráning
 

6. apr. 2010 : Handverksvörur frá Mósambík

Rauða kross deildirnar á Norðurlandi, 12 að tölu, eru í samstarfi við deild  Mósamíska Rauða krossins í Mapútó. Deildirnar styðja við  ýmiskonar starfsemi deildarinnar þar, m.a. þjálfun sjálfboðaliða og ungmennastarf.  Einnig styða deildirnar við  barnaheimili  þar sem um 250 börn fá umhyggju og aðstoð, fæði og heilbrigðisþjónustu. 
Sjálfboðaliðar rauða krossdeildanna á Norðurlandi hafa innrammað og selt batikmyndir þar sem ágóðinn rennur til þessa verkefna. Einnig er nú til sölu ýmislegt handverk frá Mósambík  sem rennur til áðurnefndra verkefna. 
Myndir af vörunum má sjá með því að smella á  " Lesa meira... "  hér hér fyrir neðan.
 

 

6. apr. 2010 : Safnað fyrir Chile

Nemendur í 4. bekk í Brekkuskóla á Akureyri ákváðu eftir jarðskálftana í Chile í lok febrúar að hefja söfnun til að styðja við hjálparstarfið sem þar fer fram. Rauða krossinum var afhent söfnunarféð 30 þúsund krónur ( 30.002,-).

Hugmyndin var að gefa krökkunum í skólanum tækifæri til að koma með klink að heiman og leggja í söfnunina. Kynntu nemendur hugmynd sína í öllum bekkjum skólans og einnig fyrir foreldrum skólabarna. Söfnunarbaukar voru settir upp og gátu nemendur, starfsfólk og aðrir gefið klink í söfnunina.