27. maí 2010 : Valdaefling í verki til umræðu á fjölmennu málþingi

Geðheilsa er víðtækt hugtak og hún skiptir sköpum í samfélagi manna. Byggjum betra samfélag – valdaefling í verki var yfirskrift málþings sem haldið var á Rósenborg á Akureyri í gær. Málþingið sóttu um 90 manns og erindin höfðuðu til almennings, fagfólks, sveitarstjórnamanna, fólks út atvinnulífinu og skólafólks.

Rauði krossinn var með innlegg frá ýmsum sjónarhornum. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs kynnti niðurstöður könnunarinnar Hvar þrengir að?, Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi kynnti hvað er á döfinni hjá Rauða krossinum í geðheilbrigðismálum. Helga Einarsdóttir forstöðumaður Lautar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri var með innleggið „Áhrif gesta á Laut“ og Jónatan Már Guðjónsson gestur athvarfsins sagði sína reynslu undir yfirskriftinni „Að brjótast út úr einangrun“. Áhersla var lögð á að fá fram viðhorf notenda til úrræða sem eru í boði.

27. maí 2010 : Valdaefling í verki til umræðu á fjölmennu málþingi

Geðheilsa er víðtækt hugtak og hún skiptir sköpum í samfélagi manna. Byggjum betra samfélag – valdaefling í verki var yfirskrift málþings sem haldið var á Rósenborg á Akureyri í gær. Málþingið sóttu um 90 manns og erindin höfðuðu til almennings, fagfólks, sveitarstjórnamanna, fólks út atvinnulífinu og skólafólks.

Rauði krossinn var með innlegg frá ýmsum sjónarhornum. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs kynnti niðurstöður könnunarinnar Hvar þrengir að?, Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi á Norðurlandi kynnti hvað er á döfinni hjá Rauða krossinum í geðheilbrigðismálum. Helga Einarsdóttir forstöðumaður Lautar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri var með innleggið „Áhrif gesta á Laut“ og Jónatan Már Guðjónsson gestur athvarfsins sagði sína reynslu undir yfirskriftinni „Að brjótast út úr einangrun“. Áhersla var lögð á að fá fram viðhorf notenda til úrræða sem eru í boði.

25. maí 2010 : Frétt RKÍ

Á Aðalfundi Rauða kross Íslands sem haldinn var í Reykjavík 15. maí sl. voru, eins og venja er til, sjálfboðaliðar heiðraðir.  Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu var Björk Nóadóttir sjálfboðaliði Akureyrardeildar. 
Hún hefur mest starfað að verkefninu ” föt sem framlag ” en auk þess fataaflokkun og fleiri verkefnum sem deildin hefur unnið að. 
Björk er vel að viðurkenningunni komin og eru henni færðar haminguóskir af þessu tilefni.

25. maí 2010 : Hlutverk stjórna félagasamtaka á námskeiði deilda á Norðurlandi

Deildanámskeið var haldið á Sauðárkróki í síðustu viku og sóttu það átján manns frá fimm deildum á Norðurlandi. Leiðbeinandi var Dr. Ómar Kristmundsson fyrrverandi formaður Rauða kross Íslands.
 
Helstu áherslur Ómars á námskeiðinu voru meginhlutverk stjórna félagasamtaka þ.e. stefnumörkun, að marka framtíðaráherslur starfsins og fylgjast með að þeim sé framfylgt. Eins fór hann yfir helstu leiðir sem stjórnir geta farið til árangursríkari stefnumörkunar, mikilvægi árangursmats, hvernig auka megi framlag og virkni einstakra stjórnarmanna og ábyrgð stjórnarmanna svo eitthvað sé nefnt.

21. maí 2010 : Rauðakrossfræðsla á Norðurlandi

Rétt fyrir síðustu mánaðamót heimsóttu þau Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi og Hafsteinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar Grunnskólann á Siglufirði og voru með fræðslu um Rauða krossinn og þætti úr námskeiðinu „Viðhorf og virðing" fyrir elstu bekkingana. Samskonar ferð var svo farin í vikunni, en þá var Grunnskólinn á Hólmavík heimsóttur.

Nemendur tóku virkan þátt í námskeiðinu, bæði vildu þau fræðast um Rauða krossinn og starfsemi hans auk þess að vera með fjörug skoðanaskipti þegar lögð voru fyrir þau verkefni þar sem  þurfti að forgangsraða og taka afstöðu til ýmissa mála.

21. maí 2010 : Hjálpa bændum í öskuskýi

„Þetta gekk bara framar björtustu vonum og krakkarnir eru himinlifandi, enda búnir að standa sig eins og hetjur," segir Sif Árnadóttir, móðir Marisol Árnýjar og Michaels Adams Amador, sem ásamt Silju Maren Björnsdóttur, vinkonu þeirra, efndu til tombólu á Akureyri í gær til styrktar bændum undir Eyjafjöllum. Marisol er níu ára, Michael Adam fimm ára og Silja Maren sjö ára.

21. maí 2010 : Rauðakrossfræðsla á Norðurlandi

Rétt fyrir síðustu mánaðamót heimsóttu þau Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi og Hafsteinn Jakobsson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar Grunnskólann á Siglufirði og voru með fræðslu um Rauða krossinn og þætti úr námskeiðinu „Viðhorf og virðing" fyrir elstu bekkingana. Samskonar ferð var svo farin í vikunni, en þá var Grunnskólinn á Hólmavík heimsóttur.

Nemendur tóku virkan þátt í námskeiðinu, bæði vildu þau fræðast um Rauða krossinn og starfsemi hans auk þess að vera með fjörug skoðanaskipti þegar lögð voru fyrir þau verkefni þar sem  þurfti að forgangsraða og taka afstöðu til ýmissa mála.

12. maí 2010 : Aðstoð veitt vegna röskunar á flugi

Ósk um aðstoð Rauða krossins barst frá starfsmönnum Akureyrarflugvallar á laugardaginn þegar millilandaflug færðist yfir til Akureyrar vegna ösku frá Eyjafjallajökli sem hindraði flug til Keflavíkur.

Fjöldi sjálfboðaliða Akureyrardeildar gaf kost á sér til verksins og hófst þegar undirbúningur. Skipulagi var komið á vakir því gert var ráð fyrir að ástandið gæti varað í einhvern tíma. Deildin fékk til afnota flugskýli þar sem sett var upp aðstaða til að sinna farþegum.

11. maí 2010 : Flóamarkaður á Laugum til styrktar Haítí

Nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal tóku sig saman og héldu flóamarkað á laugardaginn til styrktar Rauða krossinum og hjálparstarfinu á Haítí. 

11. maí 2010 : Aðstoð veitt vegna röskunar á flugi

Ósk um aðstoð frá Rauða krossinum kom frá starfsmönnum á Akureyrarflugvelli á laugardaginn þar sem að millilandaflug væri að færast yfir til Akureyrar vegna  ösku frá Eyjafjallajökkli, sem hindraði flug til Keflavíkur.
Fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar gaf kost á sér til verksins og hófst þegar undirbúningur. Var þegar komið skipulag á  vakir því  gert var ráð fyrir að ástandið gæti varað í einhvern tíma.
Deildin fékk til afnota flugskýli þar sem að sett var upp aðstaða til að sinna farþegum.
Um tuttugu sjálfboðaliðar tóku þátt í aðgerðunum og stóðu sumir svo klukkustundum skipti enda stóðu aðgerðir fram á miðjan dag í gær. 

 

 

3. maí 2010 : Börn á Íslandi safna fyrir börn á Haítí

Það er ekki ofsögum sagt að þessar ungu stúlkur frá Þórshöfn láti sig neyð annarra varða. Þær  tóku sig saman og héldu markað í búðinni á Þórshöfn þar sem þær seldu skeljar og steina og einnig máluðu þær myndir og perluðu. Framtakið gaf þeim ellefu þúsund krónur í aðra hönd sem þær afhentu Guðrúnu Stefánsdóttur gjaldkera Þórshafnardeildar Rauða krossins.

„Stjórn Þórshafnardeildar er ákaflega þakklát þessum stelpum og stolt af þeim þar sem þær sýndu mjög gott frumkvæði og gott hjartalag,“ segir Guðrún Stefánsdóttir.

Framlag stúlknanna fer í svokallaðan tombólusjóð þar sem safnast saman allt það fé sem börn safna fyrir Rauða krossinn.