21. jún. 2010 : En glad överraskning…

Áður hefur verið sagt frá starfi sjálfboðaliða Akureyrardeildar á Akureyrarflugvelli í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli. Margur ferðamaðurinn varð þá fyrir því að flug og ferðaáætlun fór úr skorðum en flestir tóku því með jafnaðargeði, enda ekki um margt annað að velja. 

Meðal þeirra voru hjónin Bernt og Barbro Johansson frá Svíþjóð, en þau eru bæði virk innan Rauða kross deildarinnar í sínum heimabæ, Västerås.

15. jún. 2010 : En glad överraskning…

Áður hefur verið sagt frá starfi sjálfboðaliða deildarinnar á Akureyrarflugvelli í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli. Margur ferðamaðurinn varð þá fyrir því að flug og ferðaáætlun fór úr skorðum  en flestir tóku því með jafnaðargeði, enda ekki um margt annað að velja.

Meðal þeirra voru hjónin Bernt og Barbro Johansson frá Svíþjóð, en þau eru bæði virk innan Rauða kross deildarinnar í sínum heimabæ,  Västerås.
Efirfarandi grein birtist inni á vef sænska Rauða krossins  en þar er Bernt að segja frá þessari upplifun þeirra hjóna.

 

7. jún. 2010 : Fjöldi barna sóttu námskeiðið Börn og umhverfi

Fjöldi barna hafa undanfarið sótt  barnfóstrunámskeið Rauða krossins eða Börn og umhverfi eins og þau heita í dag.  Námskeiðið er sívinsælt enda afar gagnlegt fyrir þátttakendur sem læra ýmislegt um þroska og umönnun ungra barna, slysavarnir, skyndihjálp, ýmsa leiki og margt og margt fleira.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru fagfólk á sínu sviði, leikskólakennari, hjúkrunarfræðingur og  skyndihjálparkennari.