27. sep. 2010 : Forsetinn gengur til góðs

Eins og alþjóð veit verður gengið til góðs næstkomandi laugardag 2. október. Hjá Akureyrardeildinni er undirbúningur í fullum gangi eins og annars staðar.  

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti  mun heimsækja Akureyri líkt og hann gerði árið 2006 þegar söfnunin fór fram.  Þá gekk hann til góðs á Glerártorgi, ásamt því sem hann kynnti sér starf Akureyrardeildar. Hann leit inn á fatamarkað deildarinnar þar sem hann hitti m.a. tvær ungar konur frá sunnanverðri Afríku. Þótti þeim stórmerkilegt að rekast á æðsta mann þjóðarinnar á förnum vegi og töldu að slíkt væri nær útilokað í flestum öðrum löndum. Að sjálfsögðu var tekin mynd af þeim  með forsetanum og þótti þeim mikill heiður af því. 

 

 

21. sep. 2010 : Hlýjar hendur Elínborgar Gunnarsdóttur

Í síðastu viku voru þau Símon Páll Steinsson formaður Dalvíkurdeildar Rauða krossins og Guðný H. Björnsdóttir svæðisfulltrúi boðuð í Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, til að taka við framlagi til verkefnisins „Föt sem framlag".

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Rauða krossinum berst höfðingleg gjöf af þessu tagi frá hlýjum höndum  kvenna á heimilinu. Að þessu sinn ber hins vega dálítið nýrra við því þarna er nær eingöngu verk einnar konu, Elínborgar Gunnarsdóttur.

Um er að ræða 186 teppi og þar af hafði Elínborg prjónað 176. Hún prjónaði teppin á prjónavél sem komin er vel yfir fimmtugt og þó að handverkskonunni sé mikið farið að daprast sjón og vélin orðin gömul kemur það sannarlega ekki að sök.

3. sep. 2010 : Starfið á árinu 2009