29. okt. 2010 : Fundur um stefnumótun

Anna Stefánsdóttir formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri félagsins komu í heimsókn í gær.  Þau stýrðu ásamt Sigurði Ólafssyni fundi með Rauða kross fólki á svæðinu, um stefnumótun félagsins. Unnið hefur verið að mótun stefnunnar til ársins 2020 en hún mun leysa af hólmi fyrri stefnu sem gilti til ársins 2010.  Fundurinn var hluti af fundarröð þar sem fulltrúar landsfélagins  hitta  Rauða kross fólk út um allt land í því skini að móta nýju stefnuna eins og áður segir.  Fundurinn tókst ágætlega og gagnast vonandi í þessu mikilvæga starfi.

19. okt. 2010 : Fjölmennt á málþingi um geðheilsu

Fjölmennt var á málþinginu „Byggjum betra samfélag"  sem fór fram í Nausti á Húsavík í síðustu viku, 13. október. Rúmlega 70 manns sóttu málþingið sem fjallaði um geðheilsu.

Gestir komu víða að og voru frá öllum helstu grunnstofnunum samfélagsins. Þá sóttu einnig málþingið notendur athvarfa á Húsavík og í Mývatnssveit. Flutt voru mörg fróðleg  erindi, bæði að hálfu fagaðila og notenda þjónustunnar.
 

19. okt. 2010 : Föt sem framlag - Gámur á leið til Hvíta Rússlands

Hópur sjálfboðaliða sem vinnur að verkefninu ” Föt sem framlag ” hefur á þessu ári útbúið tæplega 1200 ungbarnapakka.  Hópurinn hittist reglulega í húsnæði Rauða krossins til að vinna að verkefninu en einnig eru nokkuð um að einstaklingar vinni heima fyrir og færi Rauða krossinum afraksturinn.
Nokkrir einstklingar eru einnig að vinna að verkefninu með prjónaskap og  koma þeir reglulega færandi hendi.  Fyrir stuttu kom t.d. hún Hulda Baldursdóttir með heilmikið magn af ungbarnasokkum og húfum sem hún hafði prjónað. Og sömuleiðis hún Sólveig Illugadóttir með hátt í hundrað pör af  leistum sem hún hafði prjónað.
Þessa dagan er einmitt verið að taka til og ganga frá sendingu á hjálpargögnum til Hvíta-Rússlands og munu afurðir þessa sjálfboðaliða verða þar á meðal.
 

11. okt. 2010 : Skyndihjálparnámskeið

Venjulegt fólk - í óvenjulegum aðstæðum

Kannt þú skyndihjálp

Námskeið í almennri skyndihjálp ( 16 kennslustundir )  verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2 og hefst námskeiðið mánudaginn 1. nóvember  

Staður:    Viðjulundur 2
Stund:     1. 2.  8. og 9. nóv.  kl. 19:30 – 22:30
Verð:        8.500,-
 

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

7. okt. 2010 : Heimsóknavinanámskeið

Heimsóknarvinir - Námskeið
Vilt þú vera heimsóknavinur ?

Heimsóknavinir eru hópur sjálfboðaliða sem fer í heimsóknir til þeirra sem eftir því óska. Heimsóknir eru á einkaheimili og á stofnanir.
 

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374


Staður:   Viðjulundur 2
Stund:    19. október kl. 18 – 21
Verð:       Frítt
 

5. okt. 2010 : Góð stemning í Gengið til góðs

Um nýliðna helgi fór fram landssöfnun Rauða krossins Göngum til góðs.  Fjöldi manns lagði söfnuninni lið með því að ganga og enn fleiri með því að styrkja söfnunina með fjárframlagi.
Hjá Akureyrardeild gekk að venju vel og náðu þeir 144 sjálfboðaliðar sem gengu til góðs að ganga í all flestar götur í bænum og á þeim þéttbýlisstöðum sem tilheyra starfssvæði deildarinnar.
Samhliða söfnuninni var opinn fatamarkaður í húsnæði deildarinnar  og því mikið líf í og við húsnæði deildarinnar. 

 

 

Smellið á lesa meira...  til að sjá myndir frá söfnuninni

 

1. okt. 2010 : Vantaði hús á Ólafsfirði og Siglufirði til að ganga í til góðs

Deildirnar á Ólafsfirði og Siglufirði þjófstörtuðu landssöfnun Rauða krossins í gær og gengu þar til góðs vegna þess að laugardaginn 2. október verður heimfólk upptekið við vígslu Héðinsfjarðargangna.

Á báðum stöðunum var mikil þátttaka sjálfboðaliða og þar stóð fólk frammi fyrir því lúxusvandamáli að það vantaði fleiri hús í bæjunum til að ganga í. 15 baukar á hvorum stað dugðu til að ganga í öll húsin í Fjallabyggð og voru fylltir rækilega.

„Allir voru áhugasamir um að leggja sitt af mörkum fyrir Rauða kross Íslands. Bæjarbúar tóku vel á móti sjálfboðaliðum og voru baukarnir vel þungir þegar komið var til baka,“ sagði Auður Eggertsdóttir stjórnarmaður Ólafsfjarðardeildar.