30. des. 2010 : Námskeið fyrir heimsóknavini með hunda

Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir heimsóknavini með hunda laugardaginn 22. janúar n.k.  Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað fyrir þá  sem eiga eða hafa aðgang að hundi sem þeir telja að geti sinnt slíku verkefni.  Áhugasamir geta leitað frekari upplýsinga eða skráð sig á skrifstofu Rauða krossins í síma 461 2374 eða [email protected]

28. des. 2010 : Fjöldahjálparnámskeið

Þegar stórir og alvarlegir hlutir gerast snýst hlutverk sjálfboðaliða Rauða krossins fyrst og fremst um fjöldahjálp og félagslega aðstoð. Námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja sinna því hlutverki eru haldin með reglulegu millibili hér og hvar um landið. 
Fjöldahjálparstjóranámskeið verður haldið á Siglufirði laugardaginn 15. janúar 2011.

 

08.30-12.00   
Setning og kynning
Almannavarnir - fyrirlestur
SÁBF skrifborðsæfing
Fjöldahjálp – fyrirlestur og umræður.

12.00-12.30    Hádegisverður.

12.30-16.30   
Umræður um neyðarvarnamál á staðnum.
Fjölmiðlun þegar á reynir – fyrirlestur og umræður.
Sálrænn stuðningur.
Skráning í neyðaraðgerðum.
Skrifborðsæfing um fjöldahjálp.
Námskeiðslok.

Nánari upplýsingar fást hjá Guðnýju Björnsdóttur svæðisfulltrúa á Norðurlandi [email protected]  og á skrifstofu Rauða krossins á Akureyri 461 2374 [email protected]
 

21. des. 2010 : Jólakveðja 2010