17. nóv. 2011 : Lautin fær afhentan styrk

17. nóv. 2011 : Lautin fær afhentan styrk

1. nóv. 2011 : Heimsókn frá Naustatjörn

1. nóv. 2011 : Heimsókn frá Naustatjörn

8. sep. 2011 : Þróunarsamvinna ber ávöxt

Sjálfboðaliðar Rauða krossins dreifðu í gær eplum til gesta í verslunarmiðstöðinni Glerártog. Tilefnið var kynningarátak samstarfshóps Þróunarsamvinnustofnunnar Íslands og frjálsra félagasamtaka undir yfirskriftinni “ Þrónunarsamvinna ber ávöxt “.
Megin tilgangur átaksins er að kynna árangur af þróunarsamvinnu í fátækustu ríkjum heims en miklar framfarir hafa orðið í þróunarríkjum fyrir tilstuðlan alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.
Hverju epli fyrir sig var pakkað í fallegan poka sem konur í Uganda höfðu saumað og á hann var hengt spjald með upplýsingum um átakið.
 

9. ágú. 2011 : Vildu að peningarnir færu til einhvers sem hefur ekki efni á mat og vatni

Frænkurnar Heba Soualem, sjö ára og Sigrún Marta Jónsdóttir, 6 ára, söfnuðu 5.610 krónum með sölu á sínum eigin listaverkum með hjálp frá stóra bróðir Hebu, Zakaría Soualem. Þær afhentu Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands ágóða sölunnar.

Þegar þær voru spurðar hvernig þeim datt í hug að búa til listaverk og selja þau til styrktar góðu málefni, var svarið: „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt."

Þetta byrjaði með því að þær vildu eiga góða stund saman sem endaði með styrk til hjálpar bágstöddum sem eiga ekki mat og vatn. Rauði krossinn varð þá fyrir valinu og færir félagið þeim frænkum sínar bestu þakkir.

9. ágú. 2011 : Vildu að peningarnir færu til einhvers sem hefur ekki efni á mat og vatni

Frænkurnar Heba Soualem, sjö ára og Sigrún Marta Jónsdóttir, 6 ára, söfnuðu 5.610 krónum með sölu á sínum eigin listaverkum með hjálp frá stóra bróðir Hebu, Zakaría Soualem. Þær afhentu Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands ágóða sölunnar.

Þegar þær voru spurðar hvernig þeim datt í hug að búa til listaverk og selja þau til styrktar góðu málefni, var svarið: „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt."

Þetta byrjaði með því að þær vildu eiga góða stund saman sem endaði með styrk til hjálpar bágstöddum sem eiga ekki mat og vatn. Rauði krossinn varð þá fyrir valinu og færir félagið þeim frænkum sínar bestu þakkir.

8. ágú. 2011 : Safnað fyrir Sómálíu

Hún Sjöfn Sigurðardóttir kom í heimsókn í dag og færði Rauða krossinum 15.100 krónur sem hún vildi að yrðu notaðar til að hjálpa börnunum í Sómalíu.  Aðspurð sagðist hún hafa safnað peningunum með því að búa til armbönd og selja.  Naut hún aðstoðar móður sinnar og systur því það er ágætt að hafa gott aðstoðarfólk þegar maður er bara fimm ára.  Þær stöllur voru  bæði í miðbænum á Akureyri og á Glerártorgi þar sem þær sátu  og föndruðu  og buðu gestum og gangandi  til kaups.

13. júl. 2011 : Flokkað og pakkað í sumar

Þó svo nú sé hásumar og flestir í fríi eins og vera ber þá er það ekki svo að starfsemi Akureyrardeildar liggi í algjörum dvala. Auðvitað hægist á starfinu yfir sumarið en samt. Föt berast á hverjum degi og þau eru flokkuð jafnt og þétt og þeim komið aftur í umferð. 

Föt sem framlag hópurinn sem hittist á mánudags- og þriðjudagsmorgnum heldur áfram að útbúa ungbarnapakka og eftir daginn í dag eru pakkar sjálfboðaliða Akureyrardeildar orðnir rúmlega átta hundruð á þessu ári.

13. júl. 2011 : Tombólubörnin dugleg

Einn er sá hópur sjálfboðaliða  sem starfar af hvað mestum krafti á sumrin en það eru auðvitað tombólubörnin eins og þau eru kölluð. Krakkarnir sem maður rekst á fyrir utan verslanir á góðviðrisdögum og bjóða manni  að taka þátt í tombólu til styrktar hinu og þessu góða málefni. 
Eins og veðráttan hefur verið framan af sumri þá hafa krakkarnir verið lítið áberandi en þegar sumarið loksins kom og hlýna tók í veðri birtust hóparnir hver af öðrum.  Enn eitt dæmið um það hver veðrið spilar stóran þátt í okkar daglega lífi. 

Sjá má myndir af tömbólubörnum með því að smella á hlekkin hér að neðan:

http://www.redcross.is/id/1003472
 


 

13. júl. 2011 : Flokkað og pakkað í sumar

Þó svo nú sé hásumar og flestir í fríi eins og vera ber þá er það ekki svo að starfsemi Akureyrardeildar liggi í algjörum dvala. Auðvitað hægist á starfinu yfir sumarið en samt. Föt berast á hverjum degi og þau eru flokkuð jafnt og þétt og þeim komið aftur í umferð. 

Föt sem framlag hópurinn sem hittist á mánudags- og þriðjudagsmorgnum heldur áfram að útbúa ungbarnapakka og eftir daginn í dag eru pakkar sjálfboðaliða Akureyrardeildar orðnir rúmlega átta hundruð á þessu ári.

28. jún. 2011 : Gestir Lautar hafa í nógu að snúast

Fuglaskoðun og grillveisla er meðal þess sem gestir Lautar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri, hafa gert sér til dægrastyttingar nú á vormánuðum.

Sjálfboðaliðar sem sjá um laugardagsopnanir í athvarfinu yfir vetrartímann slógu upp grillveislu þegar þeir fóru í sumarfrí og gerðu sér glaðan dag með gestum athvarfsins. Að öllu óbreyttu verður þráðurinn tekinn upp í september og athvarfið opið alla laugardaga.

27. jún. 2011 : Rauða kross fræðsla í Vinnuskóla Húsavíkur

Nemendur Vinnuskóla Húsavíkur fengu heimsókn frá Rauða krossinum. Settur var upp fræðsludagur með sérhönnuðu námskeiði um fordóma sem nefnist Viðhorf og virðing en fyrst fengu krakkarnir fræðslu um starf Rauða krossins og hvernig og hvers vegna hann var stofnaður.

Eftir fræðslu um Rauða krossinn var farið í að ræða um fordóma út frá spurningunni: „hvaða afstöðu tökum við og af hverju?".  Rætt var um mikilvægi þess að taka afstöðu að vel yfirlögðu ráði því ekki er ævinlega allt sem sýnist. Þetta var gert með því að nemendur þurftu að leysa ýmis verkefni og koma sér saman um úrlausnir þannig að allir væru sáttir. Í leiknum já, nei, ég veit ekki er slegið fram ákveðnum fullyrðingum sem þátttakendur þurfa að taka afstöðu til.

27. jún. 2011 : Rauða kross fræðsla í Vinnuskóla Húsavíkur

Nemendur Vinnuskóla Húsavíkur fengu heimsókn frá Rauða krossinum. Settur var upp fræðsludagur með sérhönnuðu námskeiði um fordóma sem nefnist Viðhorf og virðing en fyrst fengu krakkarnir fræðslu um starf Rauða krossins og hvernig og hvers vegna hann var stofnaður.

Eftir fræðslu um Rauða krossinn var farið í að ræða um fordóma út frá spurningunni: „hvaða afstöðu tökum við og af hverju?".  Rætt var um mikilvægi þess að taka afstöðu að vel yfirlögðu ráði því ekki er ævinlega allt sem sýnist. Þetta var gert með því að nemendur þurftu að leysa ýmis verkefni og koma sér saman um úrlausnir þannig að allir væru sáttir. Í leiknum já, nei, ég veit ekki er slegið fram ákveðnum fullyrðingum sem þátttakendur þurfa að taka afstöðu til.

21. jún. 2011 : Markaður um helgina

Um helgina verður haldinn markaður með notuð föt í húsnæði deidarinnar. Markaðurinn verður opinn  föstudag frá kl. 10 – 18 og  laugardag frá kl. 10 – 16.
Eins og venja er til þá verður öllum fatnaði sem tekinn hefur verið til hliðar undanfarna tvo til þrjá mánuði  stillt fram þannig að það verður úr miklu að moða. Ef veður verður skaplegt mun markaðurinn breiða úr sér eitthvað út fyrir húsveggina eins og hann á vanda til á góðum dögum. 

Til upplýsinga fyrir þá sem ekki vita þá er fatamóttaka  og markaður, hjá deildinni, alla jafnan  opin virka daga frá kl. 9 – 16 en auk þess eru móttökugámar fyrir fatnað staðsettir við húsnæði deildarinnar.
 

8. jún. 2011 : Lautarfólk í fugalaskoðunarferð

Eitt af því sem í boði hefur verið í Lautinni í vor er að fara í fuglaskoðunarferðir og hefur það mælst vel fyrir. Í gær var haldið að Djáknatjörn sem er á svæðinu við Krossanes og fylgst með úr fuglaskoðunarhúsi sem þar hefur verið komið fyrir. Það sem helst bar fyrir augu í gær voru ýmsar tegundir máfa, mófugla og anda auk þess sem Heiðagæs og Hrafn sýndu sig á svæðinu.  Það er gaman að fylgjast með  hve margar tegundir fugla lifa saman og gaman ef  nýjar tegundir sjást eða  jafnvel flækingar.  Ekki var þó neinar mörgæsir að sjá þó hitastig og veðurlag sé nær því að vera  eitthvað sem þekkist á þeirra heimaslóðum.
Hópurinn hefur í þessum ferðum notið leiðsagnar Harðar Ólafssonar  sem er um margt fróður og sérlegur áhugamaður um fugla.  

 

 
 

 

31. maí 2011 : Tómstundahópur Rauða krossins fær styrk

Það hljóp heldur  betur á snærið hjá Tómstundahópi Rauða krossins á Sauðárkróki í gær þegar þær Sigrún Aadnegard og Steinunn Hallsdóttir afhentu afrakstur Fiskisæludaga sem haldnir voru í Ljósheimum um Sæluvikuna.

Í Sæluvikunni sem nú virðist langt að baki var tilreiddur fiskur í ýmsum útfærslum fyrir þá er komu  en allur ágóði af greiðasölu þessari rennur til góðgerðamála. Nú naut  Tómstundahópurinn góðs af Fiskisæludögunum en upphæðin sem um ræðir var alls 120 þúsund krónur sem efalaust á eftir að koma sér vel.

Það var Steinar Þór Björnsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Tómstundahópsins en svo skemmtilega vildi til að hann átti afmæli þennan dag.
 

30. maí 2011 : Grillað í Laut

Síðasta laugardagsopnun þessa misseris í Laut var á  laugardaginn  og taka nú við sumarfrí hjá sjálfboðaliðum.  Af þessu tilefni var slegið upp grillveislu og gerðu sjálfboðaliðar og gestir Lautarinnar sér glaðan dag. 
Sjálfboðaliðahópurinn sem sinnir þessu verkefni hefur staðið vaktina alla laugardaga síðan í vetur og mun að óbreyttu taka upp þráðinn í byrjun september.
Grillveislan tókst annars með ágætum og  var ekki annað að heyra en fólk væri ánægt með framtakið og ekki síður með samstarfið við sjálfboðaliðanna í vetur.
 

18. maí 2011 : Hagsýni og hamingja - erindi Láru Ómarsdóttur

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur haldið erindi á vegum Rauða krossins undir yfirskriftinni „Hagsýni og hamingja”. Erindið hefur hún flutt á Akureyri, Selfossi og Austfjörðum. Lára sótti Akureyri heim í síðustu viku í boði Akureyrardeildar Rauða krossins og Vinnumálastofnunar.

Lára miðlar af eigin upplifun, en rétt upp úr aldamótum gekk hún og fjölskylda hennar í gegnum miklar þrengingar í kjölfar þess að eignast barn sem þurfti að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi á sama tíma og eiginmaðurinn missti vinnuna. Fjölskyldan tók í sameiningu á við að gjörbreyta lifnaðarháttum og vinna sig í gegnum erfiðleikana bæði tilfinningalega og fjárhagslega.

„Erindið var sett fram á líflegan og skemmtilegan hátt og greinilegt að fjölskyldan stendur sterkari eftir,“ segir Hafsteinn Jakobsson framkvæmdastjóri Akureyrardeildar. „Undirtektir áheyrenda voru góðar og fékk hún margar spurningar í lokin.“

13. maí 2011 : Frábær fyrirlestur

Í vikunni hélt Lára Ómarsdóttir, fréttamaður, erindi í Lundarskóla á Akureyri. Erindið bar yfirskriftina “ Hagsýni og hamingja”. Lára talaði út frá eigin upplifun, en rétt upp úr aldamótum gekk hún og fjölskylda hennar í gegnum miklar þrengingar í kjölfar þess að eignast barn sem þurfti að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi á sama tíma  og eiginmaðurinn missti vinnuna. Miðlaði hún af reynslu sinni og því hvernig fjölskyldan í sameiningu tókst á við að gjörbreyta lifnaðarháttum og  hvernig þau unnu sig í gegnum þetta bæði tilfinningarlega og fjárhagslega.
Erindið var sett fram á líflegan og skemmtilegan hátt og greinilegt að fjölskyldan stendur sterkari eftir. Undirtektir áheyrenda voru góðar og fékk hún margar spurningar í lokin.

Að erindinu stóðu Akureyrardeild Rauða krossins í samstarfi við Vinnumálastofnun.

10. maí 2011 : Hollráð til hamingu

Miðvikudaginn 11. maí n.k. verður boðið upp á fróðlegt erindi um það hvernig má spara og hvernig hægt er að gera mikið úr litlu. 

Lára Ómarsdóttir, fréttamaður mun í erindi sínu segja frá sinni persónulegu reynslu og hvernig hún og hennar fjölskylda tókust á við breyttar aðstæður. 

Erindi Láru verður í Lundarskóla og hefst kl. 20:00

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

10. maí 2011 : Hvernig á GOTT stjórnarstarf að vera?

Að starfa í stjórn var yfirskrift deildanámskeiðs sem haldið var fyrir stjórnir í deildum Rauða krossins á Norðurlandi undir leiðsögn Ómars H. Kristmundssonar fyrrverandi formanns Rauða kross Íslands. Fjallaði Ómar um mismunandi hlutverk stjórnamanna og hvernig auka má virkni og skerpa á hlutverkum. Fór hann yfir helstu hlutverk stjórna í almennum félögum; stefnu-, eftirlits-, fjármögnunar- , mannauðs-, málsvara- og ráðningahlutverk og vægi þeirra sem er mismikið og háð tegund stjórna.

Þátttakendur tóku þátt í hópavinnu þar sem farið var yfir hversu veigamikil hlutverkin eru mæld í fundatíma / fjölda funda og hversu veigamikil hlutverkin ættu að vera. Skoðað var hvort hlutverki hefði verið sinnt, hvort það væri veigalítið eða umfangsmikið.

4. maí 2011 : Fjölmennt deildanámskeið

Að starfa í stjórn var yfirskrift deildanámskeiðs sem haldið var á Akureyri 3. maí s.l. Leiðbeinandi var Ómar H. Kristmundsson, fyrrverandi formaður Rauða kross Íslands. Fjallaði Ómar um mismundandi hlutverk stjórnamanna og hvernig auka má virkni og skerpa á hlutverkum. Fór hann yfir helstu hlutverk stjórna í almennum félögum; stefnu-, efirlits-, fjármögnunar- , mannauðs-, málsvara- og ráðningahlutverk, og vægi þeirra sem er mismikið og háð tegund stjórna. Einnig var hópavinna þar sem þátttakendur fóru yfir hversu veigamikil hlutverkin eru mæld í fundartíma / fjölda funda og  

 

1. maí 2011 : Börn og umhverfi - námskeið 2011

Námskeið fyrir börn fædd 1999 og eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.
 

Staður:   Viðjulundur 2

Stund: 16. 17. 18. og 19. maí kl. 17–20 ( hópur I ) 
             23. 24. 25. og 26. maí kl. 17–20 ( hópur II ) 

Verð:        6.000,-

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

Skráning 
 

19. apr. 2011 : Skyndihjálparnámskeið fyrir almenning

Námskeið í almennri skyndihjálp ( 16 kennslustundir ) hefst miðvikudaginn 27. apríl.

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og [email protected]

Staður: Viðjulundur 2

Stund: 27. og 28. apr. og 4. og 5. maí kl. 19:30 - 22:30

Verð: 8.500,-

Skráning:

13. apr. 2011 : Stúlkur úr Lundarskóla sauma fyrir Föt sem framlag

Nokkrar ungar stúlkur í Lundarskóla á Akureyri hafa í saumatímum nýtt sér Föt sem framlag verkefnið eða verkefnið öllu heldur að njóta krafta þeirra. 

Stúlkurnar komu í heimsókn til Akureyrardeildar Rauða krossins og afhentu afrakstur af því sem þær hafa verið að búa til. Þar mátti finna teppi, húfur, sokka, treyjur og buxur svo eitthvað sé nefnt. 

Stúlkurnar fengi í leiðinni stutta kynningu og gátu spurst fyrir um verkefnið og Rauða krossinn almennt.

1. apr. 2011 : Stúlkur úr Lundarskóla sauma fyrir Föt sem framlag

Nokkrar ungar stúlkur í Lundarskóla hafa í saumatímum verið að nýta sér Föt sem framlag verkefnið eða verkefnið öllu heldur að njóta krafta þeirra.  Þær komu í heimsókn á dögunum og afhentu afrakstur af því sem þær hafa verið að búa til. Þar mátti finna teppi, húfur,sokka, treyjur og buxur svo eitthvað sé nefnt.  Stúlkurnar fengi í leiðinni stutta kynningu og gátu spurst fyrir um verkefnið og Rauða krossinn almennt.

 

23. mar. 2011 : Stórmót í Lautinni

Tuttugu þátttakendur skráðu sig til leiks á hraðskákmóti í Laut, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri, þar sem Rauði kross Íslands kemur m.a. að rekstrinum. Mótið var haldið kl. 17:30 í gær enda hafði Goðamaðurinn og prestur þeirra Húsvíkinga, Sighvatur Karlsson, boðað komu sína og efnilegra pilta um það leytið.

Lautargengið hafði fengið þá Smára Ólafsson frá Skákfélagi Akureyrar og Arnar Valgeirsson frá Skákfélagi Vinjar til samstarfs og úr varð stórskemmtilegt mót sem var öllum sem að því komu til háborinnar fyrirmyndar!

23. mar. 2011 : Fann pening á götunni sem rennur til barna á Haítí

Halldór Tumi Ólason, níu ára strákur, mætti á aðalfund Húsavíkurdeildar og afhenti Kristjáni Sturlusyni framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands 2.500 krónur sem hann vill að renni til hjálparstarfsins á Haítí.

Hugmyndina fékk Halldór Tumi þegar hann fann 500 krónur á götunni. Þegar hann sýndi foreldrum sínum fjársjóðinn komu þau sér saman um að fjármagnið yrði látið renna til Rauða krossins eftir að hafa bætt við upphæðina.

Kristján sagði Halldóri Tuma að hann væri nýkominn frá Haítí. Þar hefði hann hitt krakka sem ekki gætu farið í skóla. Aðeins um helmingur barna sem búa á Haítí hafa möguleika á að læra. Þessi peningur yrði notaður fyrir börn sem misstu allt sitt í jarðskjálftanum.

21. mar. 2011 : Skákmót í Laut - þriðjudag 22. mars

Þriðjudaginn 22. mars kl.17:30 verður skákmót í Lautinni.  Von er á góðum gestum frá Húsavík og allir eru hjartanlega velkomnir.

Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og allir þátttakendur fá bókavinning. Skáksamband Íslands hefur gefið vinninga. Boðið verður upp á veitingar í hléi.  Fulltrúar Skákfélags Akureyrar og Skákfélags Vinjar sjá um mótið.

Skráning á staðnum en má gjarna hringja í 462-6632 og tilkynna þátttöku.

8. mar. 2011 : Úti í bæ á Öskudag...

Það er löng hefð fyrir því að krakkar á Akureyri heimsæki fyrirtæki og verslanir á Öskudag til að syngja í skiptum fyrir eitthvert góðgæti.  Afar, ömmur, bófar, löggur og ýmsar geimhetjur eru meðal þeirra sem heimsóttu Akureyrardeild og glöddu þar fólk með söng. Sjá má myndir af nokkrum þessara hópa hér.

 

16. feb. 2011 : Leyfum þögninni að tala.

Á fundi heimsóknarvina í gær kom hún Jórunn Elídóttir og flutti fróðlegt erindi  um samtalstækni.   Samtalstækni snýst í raun um þrennt. Að hlusta af áhuga, að spyrja réttra spurninga á réttan hátt og síðast en ekki síst samkennd og virðingu.
Í sjálfu sér eitthvað sem fólk veit en gleymir kannski stundum í hraða nútímasamfélagsins.

Að þora að leyfa þögninni að tala eins og hún segir er einnig mjög mikilvægt. Hver kannast ekki við þá vandræðalegu tilfinningu að sitja með einhverjum í þögn og finnast maður þurfa að segja eitthvað.   Það er einmitt og ekki síst góð ábending fyrir þennan áheyrendahóp sem sum hver eru að heimsækja fólk með minnissjúkdóma.  Fólk sem í raun lifir í núinu og er ekki vel fært um að hafa frumkvæði að samræðum.
Sannarlega fróðlegt erindi.

14. feb. 2011 : Skyndihjálparhópur æfir sig

Skyndihjálprhópur deildanna á Norðurlandi kom saman á Narfastöðum í Reykjadal sl. föstudag og dvaldi þar við æfingar fram á miðjan dag á laugardag. Fjórir nýir aðilar bættust í hópinn og eru þau boðin hjartanlega velkomin. 
 
Á föstudagskvöldinu var farið í sundlaugina á Laugum þar sem að æfð var björgun frá drukknun og tóku nokkrir starfsmenn laugarinnar þátt í því með hópnum.
 
Á laugardagsmorguninn var æfð björgun úr bílslysi. Komið hafði verði fyrir bílflaki  í skurði þarna í nágrenninu og spreyttu þátttakendur sig á að ná þremur slösuðum farþegum út úr flakinu og koma þeim fyrir í sjúkrabíl.
 

7. feb. 2011 : Saumavalið afhendir afrakstur vetrarins

Nemendur í  saumavali í  grunnskólunum á Akureyri komu í dag og afhentu afrakstur af vinnu sinni á haustönn.  Saumavalið hefur verið sett þannig upp að nemendur vinna að hluta til að verkefni sem kallast “ Föt sem framlag “ og er Rauðakross verkefni og hins vegar að saumaskap sem þeir velja í samráði við kennara.  Þrjátíu og fimm nemendur eru í saumavalinu að þessu sinni og afraksturinn; teppi, buxur, bolir, húfur ofl. sem nýta má í Rauðakross verkefnið því þó nokkur. Segja má að áfanginn sé í senn kennsla í saumaskap og  samfélags- og lífsleiknifræðsla. Auk þess sem nemendur hafa getað valið sér flýkur og efni til að sauma upp úr í fataflokkun Rauða krossins  og  því verkenfið ágætlega umhverfisvænt.
Fyrir þá sem vilja kynna sér verkefnið “ Föt sem framlag “  má benda á að sjálfboðaliðar  hittast á mánudags og þriðjudagsmorgnum í húsnæði Rauða krossins.
 

 

24. jan. 2011 : Námskeið fyrir heimsóknavini með hunda

Haldið var námskeið sl. laugardag í húsnæði  Akureyrardeildar fyrir þá heimsóknavini sem vilja heimsækja með hunda. Þetta var annað námskeið þessa eðlis sem haldið hefur verið á Norðurlandi. Þátttakendur komu frá þremur deildum á svæðinu þ.e. Akureyrar-Skagafjarðar- og Húsavíkurdeild og voru fulltrúar frá síðastnefndu deildinni að sækja svona námskeið í fyrsta sinni.
 Fyrst fluttu þær Gunnhildur Jakobsdóttir og Brynja Tomer erindi um hjálparhunda fyrir hundaeigendurna en  að því búnu flutti námskeiðsfólk sig yfir í dvalarheimilið Hlíð þar sem fram fór úttekt á hundunum.
 Alls voru átta hundar teknir út og hlutu þeir allir náð fyrir augum leiðbeinenda með mismunandi áherslum á hvers konar heimsóknir hentuðu hverjum og einum.
Er nú spennandi að fylgjast með framvindu verkefnisins og sjá hvernig þessari framboðsaukningu á svæðinu verður tekið.
 

 

 

18. jan. 2011 : Æfing og námskeið í neyðarvörnum á Norðurlandi

Húsavíkurdeild Rauða krossins og almannavarnir Þingeyinga stóðu fyrir sameiginlegri skrifborðsæfingu á Húsavík á föstudaginn. Þátttakendur voru um fjörutíu talsins og komu frá öllum viðbragðsaðilum á starfssvæðinu auk ráðgjafa frá landsskrifstofu Rauða krossins og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Æfð voru viðbrögð við rútuslysi á Melrakkasléttu. Þátttakendum var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn tók að sér aðgerðastjórnun en hún felur í sér samhæfingu á öllum aðgerðum í héraði en hinn hópurinn tók að sér vettvangsstjórnun sem snýst um stjórnun aðgerða á slysstað.