31. maí 2011 : Tómstundahópur Rauða krossins fær styrk

Það hljóp heldur  betur á snærið hjá Tómstundahópi Rauða krossins á Sauðárkróki í gær þegar þær Sigrún Aadnegard og Steinunn Hallsdóttir afhentu afrakstur Fiskisæludaga sem haldnir voru í Ljósheimum um Sæluvikuna.

Í Sæluvikunni sem nú virðist langt að baki var tilreiddur fiskur í ýmsum útfærslum fyrir þá er komu  en allur ágóði af greiðasölu þessari rennur til góðgerðamála. Nú naut  Tómstundahópurinn góðs af Fiskisæludögunum en upphæðin sem um ræðir var alls 120 þúsund krónur sem efalaust á eftir að koma sér vel.

Það var Steinar Þór Björnsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Tómstundahópsins en svo skemmtilega vildi til að hann átti afmæli þennan dag.
 

30. maí 2011 : Grillað í Laut

Síðasta laugardagsopnun þessa misseris í Laut var á  laugardaginn  og taka nú við sumarfrí hjá sjálfboðaliðum.  Af þessu tilefni var slegið upp grillveislu og gerðu sjálfboðaliðar og gestir Lautarinnar sér glaðan dag. 
Sjálfboðaliðahópurinn sem sinnir þessu verkefni hefur staðið vaktina alla laugardaga síðan í vetur og mun að óbreyttu taka upp þráðinn í byrjun september.
Grillveislan tókst annars með ágætum og  var ekki annað að heyra en fólk væri ánægt með framtakið og ekki síður með samstarfið við sjálfboðaliðanna í vetur.
 

18. maí 2011 : Hagsýni og hamingja - erindi Láru Ómarsdóttur

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur haldið erindi á vegum Rauða krossins undir yfirskriftinni „Hagsýni og hamingja”. Erindið hefur hún flutt á Akureyri, Selfossi og Austfjörðum. Lára sótti Akureyri heim í síðustu viku í boði Akureyrardeildar Rauða krossins og Vinnumálastofnunar.

Lára miðlar af eigin upplifun, en rétt upp úr aldamótum gekk hún og fjölskylda hennar í gegnum miklar þrengingar í kjölfar þess að eignast barn sem þurfti að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi á sama tíma og eiginmaðurinn missti vinnuna. Fjölskyldan tók í sameiningu á við að gjörbreyta lifnaðarháttum og vinna sig í gegnum erfiðleikana bæði tilfinningalega og fjárhagslega.

„Erindið var sett fram á líflegan og skemmtilegan hátt og greinilegt að fjölskyldan stendur sterkari eftir,“ segir Hafsteinn Jakobsson framkvæmdastjóri Akureyrardeildar. „Undirtektir áheyrenda voru góðar og fékk hún margar spurningar í lokin.“

13. maí 2011 : Frábær fyrirlestur

Í vikunni hélt Lára Ómarsdóttir, fréttamaður, erindi í Lundarskóla á Akureyri. Erindið bar yfirskriftina “ Hagsýni og hamingja”. Lára talaði út frá eigin upplifun, en rétt upp úr aldamótum gekk hún og fjölskylda hennar í gegnum miklar þrengingar í kjölfar þess að eignast barn sem þurfti að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi á sama tíma  og eiginmaðurinn missti vinnuna. Miðlaði hún af reynslu sinni og því hvernig fjölskyldan í sameiningu tókst á við að gjörbreyta lifnaðarháttum og  hvernig þau unnu sig í gegnum þetta bæði tilfinningarlega og fjárhagslega.
Erindið var sett fram á líflegan og skemmtilegan hátt og greinilegt að fjölskyldan stendur sterkari eftir. Undirtektir áheyrenda voru góðar og fékk hún margar spurningar í lokin.

Að erindinu stóðu Akureyrardeild Rauða krossins í samstarfi við Vinnumálastofnun.

10. maí 2011 : Hollráð til hamingu

Miðvikudaginn 11. maí n.k. verður boðið upp á fróðlegt erindi um það hvernig má spara og hvernig hægt er að gera mikið úr litlu. 

Lára Ómarsdóttir, fréttamaður mun í erindi sínu segja frá sinni persónulegu reynslu og hvernig hún og hennar fjölskylda tókust á við breyttar aðstæður. 

Erindi Láru verður í Lundarskóla og hefst kl. 20:00

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

10. maí 2011 : Hvernig á GOTT stjórnarstarf að vera?

Að starfa í stjórn var yfirskrift deildanámskeiðs sem haldið var fyrir stjórnir í deildum Rauða krossins á Norðurlandi undir leiðsögn Ómars H. Kristmundssonar fyrrverandi formanns Rauða kross Íslands. Fjallaði Ómar um mismunandi hlutverk stjórnamanna og hvernig auka má virkni og skerpa á hlutverkum. Fór hann yfir helstu hlutverk stjórna í almennum félögum; stefnu-, eftirlits-, fjármögnunar- , mannauðs-, málsvara- og ráðningahlutverk og vægi þeirra sem er mismikið og háð tegund stjórna.

Þátttakendur tóku þátt í hópavinnu þar sem farið var yfir hversu veigamikil hlutverkin eru mæld í fundatíma / fjölda funda og hversu veigamikil hlutverkin ættu að vera. Skoðað var hvort hlutverki hefði verið sinnt, hvort það væri veigalítið eða umfangsmikið.

4. maí 2011 : Fjölmennt deildanámskeið

Að starfa í stjórn var yfirskrift deildanámskeiðs sem haldið var á Akureyri 3. maí s.l. Leiðbeinandi var Ómar H. Kristmundsson, fyrrverandi formaður Rauða kross Íslands. Fjallaði Ómar um mismundandi hlutverk stjórnamanna og hvernig auka má virkni og skerpa á hlutverkum. Fór hann yfir helstu hlutverk stjórna í almennum félögum; stefnu-, efirlits-, fjármögnunar- , mannauðs-, málsvara- og ráðningahlutverk, og vægi þeirra sem er mismikið og háð tegund stjórna. Einnig var hópavinna þar sem þátttakendur fóru yfir hversu veigamikil hlutverkin eru mæld í fundartíma / fjölda funda og  

 

1. maí 2011 : Börn og umhverfi - námskeið 2011

Námskeið fyrir börn fædd 1999 og eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.
 

Staður:   Viðjulundur 2

Stund: 16. 17. 18. og 19. maí kl. 17–20 ( hópur I ) 
             23. 24. 25. og 26. maí kl. 17–20 ( hópur II ) 

Verð:        6.000,-

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

Skráning