28. jún. 2011 : Gestir Lautar hafa í nógu að snúast

Fuglaskoðun og grillveisla er meðal þess sem gestir Lautar, athvarfs Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri, hafa gert sér til dægrastyttingar nú á vormánuðum.

Sjálfboðaliðar sem sjá um laugardagsopnanir í athvarfinu yfir vetrartímann slógu upp grillveislu þegar þeir fóru í sumarfrí og gerðu sér glaðan dag með gestum athvarfsins. Að öllu óbreyttu verður þráðurinn tekinn upp í september og athvarfið opið alla laugardaga.

27. jún. 2011 : Rauða kross fræðsla í Vinnuskóla Húsavíkur

Nemendur Vinnuskóla Húsavíkur fengu heimsókn frá Rauða krossinum. Settur var upp fræðsludagur með sérhönnuðu námskeiði um fordóma sem nefnist Viðhorf og virðing en fyrst fengu krakkarnir fræðslu um starf Rauða krossins og hvernig og hvers vegna hann var stofnaður.

Eftir fræðslu um Rauða krossinn var farið í að ræða um fordóma út frá spurningunni: „hvaða afstöðu tökum við og af hverju?".  Rætt var um mikilvægi þess að taka afstöðu að vel yfirlögðu ráði því ekki er ævinlega allt sem sýnist. Þetta var gert með því að nemendur þurftu að leysa ýmis verkefni og koma sér saman um úrlausnir þannig að allir væru sáttir. Í leiknum já, nei, ég veit ekki er slegið fram ákveðnum fullyrðingum sem þátttakendur þurfa að taka afstöðu til.

27. jún. 2011 : Rauða kross fræðsla í Vinnuskóla Húsavíkur

Nemendur Vinnuskóla Húsavíkur fengu heimsókn frá Rauða krossinum. Settur var upp fræðsludagur með sérhönnuðu námskeiði um fordóma sem nefnist Viðhorf og virðing en fyrst fengu krakkarnir fræðslu um starf Rauða krossins og hvernig og hvers vegna hann var stofnaður.

Eftir fræðslu um Rauða krossinn var farið í að ræða um fordóma út frá spurningunni: „hvaða afstöðu tökum við og af hverju?".  Rætt var um mikilvægi þess að taka afstöðu að vel yfirlögðu ráði því ekki er ævinlega allt sem sýnist. Þetta var gert með því að nemendur þurftu að leysa ýmis verkefni og koma sér saman um úrlausnir þannig að allir væru sáttir. Í leiknum já, nei, ég veit ekki er slegið fram ákveðnum fullyrðingum sem þátttakendur þurfa að taka afstöðu til.

21. jún. 2011 : Markaður um helgina

Um helgina verður haldinn markaður með notuð föt í húsnæði deidarinnar. Markaðurinn verður opinn  föstudag frá kl. 10 – 18 og  laugardag frá kl. 10 – 16.
Eins og venja er til þá verður öllum fatnaði sem tekinn hefur verið til hliðar undanfarna tvo til þrjá mánuði  stillt fram þannig að það verður úr miklu að moða. Ef veður verður skaplegt mun markaðurinn breiða úr sér eitthvað út fyrir húsveggina eins og hann á vanda til á góðum dögum. 

Til upplýsinga fyrir þá sem ekki vita þá er fatamóttaka  og markaður, hjá deildinni, alla jafnan  opin virka daga frá kl. 9 – 16 en auk þess eru móttökugámar fyrir fatnað staðsettir við húsnæði deildarinnar.
 

8. jún. 2011 : Lautarfólk í fugalaskoðunarferð

Eitt af því sem í boði hefur verið í Lautinni í vor er að fara í fuglaskoðunarferðir og hefur það mælst vel fyrir. Í gær var haldið að Djáknatjörn sem er á svæðinu við Krossanes og fylgst með úr fuglaskoðunarhúsi sem þar hefur verið komið fyrir. Það sem helst bar fyrir augu í gær voru ýmsar tegundir máfa, mófugla og anda auk þess sem Heiðagæs og Hrafn sýndu sig á svæðinu.  Það er gaman að fylgjast með  hve margar tegundir fugla lifa saman og gaman ef  nýjar tegundir sjást eða  jafnvel flækingar.  Ekki var þó neinar mörgæsir að sjá þó hitastig og veðurlag sé nær því að vera  eitthvað sem þekkist á þeirra heimaslóðum.
Hópurinn hefur í þessum ferðum notið leiðsagnar Harðar Ólafssonar  sem er um margt fróður og sérlegur áhugamaður um fugla.