9. ágú. 2011 : Vildu að peningarnir færu til einhvers sem hefur ekki efni á mat og vatni

Frænkurnar Heba Soualem, sjö ára og Sigrún Marta Jónsdóttir, 6 ára, söfnuðu 5.610 krónum með sölu á sínum eigin listaverkum með hjálp frá stóra bróðir Hebu, Zakaría Soualem. Þær afhentu Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands ágóða sölunnar.

Þegar þær voru spurðar hvernig þeim datt í hug að búa til listaverk og selja þau til styrktar góðu málefni, var svarið: „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt."

Þetta byrjaði með því að þær vildu eiga góða stund saman sem endaði með styrk til hjálpar bágstöddum sem eiga ekki mat og vatn. Rauði krossinn varð þá fyrir valinu og færir félagið þeim frænkum sínar bestu þakkir.

9. ágú. 2011 : Vildu að peningarnir færu til einhvers sem hefur ekki efni á mat og vatni

Frænkurnar Heba Soualem, sjö ára og Sigrún Marta Jónsdóttir, 6 ára, söfnuðu 5.610 krónum með sölu á sínum eigin listaverkum með hjálp frá stóra bróðir Hebu, Zakaría Soualem. Þær afhentu Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands ágóða sölunnar.

Þegar þær voru spurðar hvernig þeim datt í hug að búa til listaverk og selja þau til styrktar góðu málefni, var svarið: „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt."

Þetta byrjaði með því að þær vildu eiga góða stund saman sem endaði með styrk til hjálpar bágstöddum sem eiga ekki mat og vatn. Rauði krossinn varð þá fyrir valinu og færir félagið þeim frænkum sínar bestu þakkir.

8. ágú. 2011 : Safnað fyrir Sómálíu

Hún Sjöfn Sigurðardóttir kom í heimsókn í dag og færði Rauða krossinum 15.100 krónur sem hún vildi að yrðu notaðar til að hjálpa börnunum í Sómalíu.  Aðspurð sagðist hún hafa safnað peningunum með því að búa til armbönd og selja.  Naut hún aðstoðar móður sinnar og systur því það er ágætt að hafa gott aðstoðarfólk þegar maður er bara fimm ára.  Þær stöllur voru  bæði í miðbænum á Akureyri og á Glerártorgi þar sem þær sátu  og föndruðu  og buðu gestum og gangandi  til kaups.