8. sep. 2011 : Þróunarsamvinna ber ávöxt

Sjálfboðaliðar Rauða krossins dreifðu í gær eplum til gesta í verslunarmiðstöðinni Glerártog. Tilefnið var kynningarátak samstarfshóps Þróunarsamvinnustofnunnar Íslands og frjálsra félagasamtaka undir yfirskriftinni “ Þrónunarsamvinna ber ávöxt “.
Megin tilgangur átaksins er að kynna árangur af þróunarsamvinnu í fátækustu ríkjum heims en miklar framfarir hafa orðið í þróunarríkjum fyrir tilstuðlan alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.
Hverju epli fyrir sig var pakkað í fallegan poka sem konur í Uganda höfðu saumað og á hann var hengt spjald með upplýsingum um átakið.