21. des. 2012 : Gleðilega jólahátíð

Rauði krossinn sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.  Öllum sjálfboðaliðum og velunnurum eru  færðar þakkir fyrir samstafið á árinu.

21. des. 2012 : Íslensk Verðbréf styrkja jólaaðstoðina.

Íslensk verðbref   afhentu í dag  styrk til hjálparsamtaka  á Akureyri sem nú vinna saman að  því að aðstoða  einstaklinga og fjölskyldur fyrir komandi jól.     Aðstoðin nær til íbúa á svæðinu við Eyjafjörð  frá Siglufirði til Grenivíkur, að Hrísey og Grímsey meðtöldum og lítur út fyrir að hún nái til ríflega 300 heimila.
Íslensk verðbréf hafa í gegnum árin stutt við þetta starf  og eru þeim nú sem ætið þakkað fyrir þeirra framlag.

12. des. 2012 : Jólastund sjálfboðaliða - Vann Audi bifreið í kökukeppni

Á þessum tíma árs  er algengt að fólk og hópar sæki jólahlaðborð eða komi saman  til að njóta aðventunnar.   Sjálfboðaliðar deildarinnar hafa  undanfarna daga verið að hittast og halda sína jólastund  í nokkrum hópum, eftir verkefnum og viðfangsefnum.  
Heimsóknavinir sem hittast að öllu jöfnu einu sinni í mánuði ákváðu að efna til smákökusamkepni  innan hópsins og var því boðið upp á smákökur með kaffinu á þessum desember fundi.
Sigurvegari keppninnar tók sigrinum af mikilli hógværð og vildi sem minnst gera úr árangrinum, gekk jafnvel svo langt að sverja af sér kökurnar.  Engu að síður var viðkomandi leystur út með  forláta Audi Q7 bifreið  og auðvitað  titlinum sigurvegari „smákökukeppni Rauða krossins 2012“. Bifreiðin er afskaplega sparneytin og nett og rúmast vel í  vasa viðkomandi.
Heimsóknavinir  eru sjálfboðaliðar sem  fara í heimsóknir til fólks, oftast aldraðra eða sjúkra.  Þeir gefa  að jafnaði eina  klukkustund á viku í þetta  verkefni.  
 

6. des. 2012 : Rausnalegar gafir til hjálparstarfs

Í liðinni viku afhentu sjö stéttarfélög  styrk að upphæð 2.120.000,-  til Rauða krossins Mæðrastyrksnefndar Akureyrar,  Hjálpræðishersins og Hjálparstarfs kirkjunnar en þessir aðilar standa að aðstoð til einstaklinga og fjölskuyldna fyrir jólin. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi samtök taka höndum saman fyrir jólin og veita þeim aðstoð sem þurfa með þátttöku fyrirtækja og bæjarbúa á Akureyri og nágrenni.

Félögin sjö sem færðu nefndinni styrk eru Eining-Iðja, Byggiðn – Félag byggingamanna, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Sjómannafélag Ólafsfjarðar og Berg félag stjórnenda.

Þá afhenti einnig í vikunni Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA  samstarfsaðilum hjálparstarfsins  700 þúsund króna peningagjöf sem ætluð er til að létta undir með fólki sem þarfnast aðstoðar fyrir jólin.

KEA hefur til margra ára veitt fjármuni í hjálparstarf fyrir jólin og fagnar því samstarfi þessara aðila.

1. nóv. 2012 : " Amma mín á rörasjónvarp "

Í morgun kom hópur barna frá leikskólanum Pálmholti í heimsókn.  Þarna var á ferð hluti af elsta árgangi leikskólanns, börn af Huldulandi. Eins  og gefur að skilja  þá er  rætt um sjúkrabíla, Hjálpfús, Henry Dunant og ýmislegt sem tengist Rauða krossinum. Mest er þó líklega rætt um hluti  sem börnin hafa upplifað á sinni ævi og það er sko ýmislegt. Þau hafa séð sjúkrabíl, slökkvibíl, heilsugæslubíl með blikkandi ljósum og löggubíl bruna á fullu. Þau hafa líka  komið til Svíþjóðar, Frakklands, Spánar, Flórída og Reykjavíkur og upplifað meira en margur gæti haldið.  Í spjalli okkar í dag ræddum við m.a. um náttúruhamfarir eins og flóð og hvernig þá gæti þurft að bjarga tækjum eins og sjónvörpum sem ekki þola vatn.  Þá kommst ég að því að ein amma á „rörasjónvarp“  ( túbusjónvarp ) sem er sko 27 ára gamalt og gott ef allar gömlu fréttirnar og fréttamennirnir eru ekki í því ennþá.   Þau eru svo sannarlega fróðleiksfús og opin og fátt er skemmtilegra en að fá svona hópa í héimsókn.

29. okt. 2012 : Slys og veikindi barna forvarnir og skyndihjálp

Rauði krossinnn auglýsir námskeiðið Slys og veikindi barna forvarnir og skyndihjálp. Námseiðið verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, 14. og 20. nóvember kl. 19-22
Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl.
Námskeiðin geta gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Leiðbeinandi er Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Námskeiðsgjald: 8.000 kr.
 

 

8. okt. 2012 : Göngum til góðs - Takk fyrir hjálpina.

Það var bjart og fallegt veður á laugardag þegar gengið var til góðs og létt yfir fólki.  Á annað hundrað sjálfboðaliðar tóku þátt í söfnunni  með því að ganga til góðs og náðist að ganga í stóran hluta gatna í þéttbýli á starfssvæði deildarinnar.   Söfnunarfólki eru hér með færðar bestu þakkir fyrir þeirra jákvæða og skemmtilega framlag til söfnunarinnar og almenningi sem tók hlýlega á móti þeim þakkir fyrir þeirra framlag.  Fyrirtækjum sem styrktu söfnuni með einum eða öðrum þætti eru einnig færðar bestu þakkir.
Á landsvísu  er talið að um 2400 sjálfboðaliðar hafi gengið til góðs og er áætlað að um 20 – 25 milljónir hafi safnast.
Þau sem ekki fengu heimsókn sjálfboðaliða með söfnunarbauk um helgina en vilja styðja börn í neyð geta enn stutt söfnunina um 1500 til 5000 krónur með því að hringja í söfnunarsímana 904 1500, 904 3000 eða 904 5000.
 

4. okt. 2012 : Göngum til góðs - Uppskrift að góðum degi

Í landssöfnuninni „göngum til góðs“ nú á laugardag getur fólk svo sannarlega gengið sér og öðrum til góðs.  Þetta er góð uppskrift að góðum degi.  Fólk kemur í söfnunarstöðina okkar í Viðjulundinum til að velja  sér götu til að ganga í.  Að göngunni lokinni er svo kjörið að setjast aðeins niður og fá sér hressingu áður en haldið er í sund því allir sjálfboðaliðar á okkar svæði fá frítt í sund.   Þetta getur ekki klikkað því hvað er betra en slaka á eftir góðan göngutúr  vitandi það að maður gerði bæði sér og öðrum gagn með þessum einfalda hætti.

4. sep. 2012 : Sjálfboðaliðar óskast - Laut

Nú eru sjálfboðaliðar sem sinnt hafa verkefni í Laut að taka til starfa enn eitt árið.  Þeir hafa allt frá stofnun Lautar séð um helgaropnun, þ.e. á laugardögum milli kl. 13 og 16.

Þeir skipta með sér vöktum tveir og tveir í senn eins oft og þeim hentar yfir vetrartímann.

Hlutverk sjálfboðaliða í þessu verkefni er fyrst og fremst viðvera, þ.e.a.s. að opna húsið, taka til kaffi og vera til staðar fyrir gesti.

Nú óskum við sérstaklega eftir sjálfboðaliðum í  þetta verkefni og er áhugasömum bent á að hafa samband við skrifstofu Rauða krossins í síma 461 2374 eða [email protected]

7. ágú. 2012 : Sumarið er tíminn

7. ágú. 2012 : Sumarið er tíminn

22. maí 2012 : Góðgerðarkaffi

22. feb. 2012 : Skemmtilegur Öskudagur á Akureyri

Öskudagur er alltaf einn af skemmtilegri dögum ársins hjá krökkum á Akureyri. Þá fara þau milli fyrirtækja og syngja fyrir viðstadda og þyggja að launum sælgæti eða annan varning sem viðkomandi bíður upp á.  Í ár fengum við margar góðar heimsóknir.  Það voru prinsessur, bófar og nornir.  Sjóræningjar, strumpar  og íþróttaálfar. Og svo auðvitað  ýmiskonar ofurhetjur.  Hér má sjá sýnishorn af þessum furðuverum

22. feb. 2012 : Skemmtilegur Öskudagur á Akureyri

Öskudagur er alltaf einn af skemmtilegri dögum ársins hjá krökkum á Akureyri. Þá fara þau milli fyrirtækja og syngja fyrir viðstadda og þyggja að launum sælgæti eða annan varning sem viðkomandi bíður upp á.  Í ár fengum við margar góðar heimsóknir.  Það voru prinsessur, bófar og nornir.  Sjóræningjar, strumpar  og íþróttaálfar. Og svo auðvitað  ýmiskonar ofurhetjur.  Hér má sjá sýnishorn af þessum furðuverum

12. feb. 2012 : Vettvangliðar æfa sig á 112 daginn

Félagar í skyndihjálparhópi deilda á Norðurlandi sem er nú í Vettvangsliðanámi ( First responder) við Sjúkrafluttningaskólann æfðu sig með Slökkviliði Akureyrar á 112 daginn og var það liður í undirbúningi fyrir próf sem þau munu taka í kjölfarið.
Þau æfðu björgun við að ná tveimur slösuðum einstaklingum út úr bílflaki  sem þeir voru fastir inni í og slökkviliðsmennirnir sýndu hvernig þeir fara að við að klippa bílinn utan af fólkinu.  Eftir að búið var að klippa hurðir og topp af bílnum var eftirleikurinn auðveldur skyndihjálparfólkinu og leystu þau verkefnið með stakri príði. Um er að ræða sjö manna hóp sem kemur víða að af  Norðurlandi og  eru þau kærkomin viðbót við vel þjálfaðan skyndihjálarhóp deildanna.
 

12. feb. 2012 : Vettvangliðar æfa sig á 112 daginn

Félagar í skyndihjálparhópi deilda á Norðurlandi sem er nú í Vettvangsliðanámi ( First responder) við Sjúkrafluttningaskólann æfðu sig með Slökkviliði Akureyrar á 112 daginn og var það liður í undirbúningi fyrir próf sem þau munu taka í kjölfarið.
Þau æfðu björgun við að ná tveimur slösuðum einstaklingum út úr bílflaki  sem þeir voru fastir inni í og slökkviliðsmennirnir sýndu hvernig þeir fara að við að klippa bílinn utan af fólkinu.  Eftir að búið var að klippa hurðir og topp af bílnum var eftirleikurinn auðveldur skyndihjálparfólkinu og leystu þau verkefnið með stakri príði. Um er að ræða sjö manna hóp sem kemur víða að af  Norðurlandi og  eru þau kærkomin viðbót við vel þjálfaðan skyndihjálarhóp deildanna.