4. sep. 2012 : Sjálfboðaliðar óskast - Laut

Nú eru sjálfboðaliðar sem sinnt hafa verkefni í Laut að taka til starfa enn eitt árið.  Þeir hafa allt frá stofnun Lautar séð um helgaropnun, þ.e. á laugardögum milli kl. 13 og 16.

Þeir skipta með sér vöktum tveir og tveir í senn eins oft og þeim hentar yfir vetrartímann.

Hlutverk sjálfboðaliða í þessu verkefni er fyrst og fremst viðvera, þ.e.a.s. að opna húsið, taka til kaffi og vera til staðar fyrir gesti.

Nú óskum við sérstaklega eftir sjálfboðaliðum í  þetta verkefni og er áhugasömum bent á að hafa samband við skrifstofu Rauða krossins í síma 461 2374 eða [email protected]