29. okt. 2012 : Slys og veikindi barna forvarnir og skyndihjálp

Rauði krossinnn auglýsir námskeiðið Slys og veikindi barna forvarnir og skyndihjálp. Námseiðið verður haldið í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2, 14. og 20. nóvember kl. 19-22
Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl.
Námskeiðin geta gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Leiðbeinandi er Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Námskeiðsgjald: 8.000 kr.
 

 

8. okt. 2012 : Göngum til góðs - Takk fyrir hjálpina.

Það var bjart og fallegt veður á laugardag þegar gengið var til góðs og létt yfir fólki.  Á annað hundrað sjálfboðaliðar tóku þátt í söfnunni  með því að ganga til góðs og náðist að ganga í stóran hluta gatna í þéttbýli á starfssvæði deildarinnar.   Söfnunarfólki eru hér með færðar bestu þakkir fyrir þeirra jákvæða og skemmtilega framlag til söfnunarinnar og almenningi sem tók hlýlega á móti þeim þakkir fyrir þeirra framlag.  Fyrirtækjum sem styrktu söfnuni með einum eða öðrum þætti eru einnig færðar bestu þakkir.
Á landsvísu  er talið að um 2400 sjálfboðaliðar hafi gengið til góðs og er áætlað að um 20 – 25 milljónir hafi safnast.
Þau sem ekki fengu heimsókn sjálfboðaliða með söfnunarbauk um helgina en vilja styðja börn í neyð geta enn stutt söfnunina um 1500 til 5000 krónur með því að hringja í söfnunarsímana 904 1500, 904 3000 eða 904 5000.
 

4. okt. 2012 : Göngum til góðs - Uppskrift að góðum degi

Í landssöfnuninni „göngum til góðs“ nú á laugardag getur fólk svo sannarlega gengið sér og öðrum til góðs.  Þetta er góð uppskrift að góðum degi.  Fólk kemur í söfnunarstöðina okkar í Viðjulundinum til að velja  sér götu til að ganga í.  Að göngunni lokinni er svo kjörið að setjast aðeins niður og fá sér hressingu áður en haldið er í sund því allir sjálfboðaliðar á okkar svæði fá frítt í sund.   Þetta getur ekki klikkað því hvað er betra en slaka á eftir góðan göngutúr  vitandi það að maður gerði bæði sér og öðrum gagn með þessum einfalda hætti.