1. nóv. 2012 : " Amma mín á rörasjónvarp "

Í morgun kom hópur barna frá leikskólanum Pálmholti í heimsókn.  Þarna var á ferð hluti af elsta árgangi leikskólanns, börn af Huldulandi. Eins  og gefur að skilja  þá er  rætt um sjúkrabíla, Hjálpfús, Henry Dunant og ýmislegt sem tengist Rauða krossinum. Mest er þó líklega rætt um hluti  sem börnin hafa upplifað á sinni ævi og það er sko ýmislegt. Þau hafa séð sjúkrabíl, slökkvibíl, heilsugæslubíl með blikkandi ljósum og löggubíl bruna á fullu. Þau hafa líka  komið til Svíþjóðar, Frakklands, Spánar, Flórída og Reykjavíkur og upplifað meira en margur gæti haldið.  Í spjalli okkar í dag ræddum við m.a. um náttúruhamfarir eins og flóð og hvernig þá gæti þurft að bjarga tækjum eins og sjónvörpum sem ekki þola vatn.  Þá kommst ég að því að ein amma á „rörasjónvarp“  ( túbusjónvarp ) sem er sko 27 ára gamalt og gott ef allar gömlu fréttirnar og fréttamennirnir eru ekki í því ennþá.   Þau eru svo sannarlega fróðleiksfús og opin og fátt er skemmtilegra en að fá svona hópa í héimsókn.