20. nóv. 2013 : Jólaaðstoð 2013

29. okt. 2013 : Undirritun samnings um jólaaðstoð

Undirritaður hefur verið samningur um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu og eru það Hjálpræðisherinn á Akureyri, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Akuryeri og Rauða Krossinn við Eyjafjörð sem það gera. Þessi samtök unnu saman í fyrra og gafst það samstarf vel, þá var úthlutað 303 styrkjum í formi greiðslukorta sem hægt var að versla fyrir í ákveðnum verslunum. Jafnframt hefur verið sett af stað fjáröflun til að kosta þessa aðstoð og hefur fyrirtækjum verið send beini til að styðja við hana.

8. jún. 2013 : Nemendur í saumavali afhenda fatnað

Nemendur Síðuskóla sem  verið hafa í áfang sem kallast saumaval afhentu  á dögunum fatnað sem þau hafa saumað og prjónað  í vetur.      Þar voru buxur, treyjur, teppi  sokkar og húfur sem nýtt verða í ungbarnapakka sem Rauði krossinn sendir til Malaví og Hvíta-Rússlands.   Nemendurnir fá í upphafi  kynningu á verkefninu „Föt sem framlag „   og nýta sér það við að þjálfa upp færni í saumaskap og prjóni.  Þau fá einnig að velja sér efni og flíkur til að nota verkefnið og í áfanganum.   Þannig má segja að allir aðilar njóti góðs af  samstarfi. 

8. jún. 2013 : Nemendur í saumavali afhenda fatnað

Nemendur Síðuskóla sem  verið hafa í áfang sem kallast saumaval afhentu  á dögunum fatnað sem þau hafa saumað og prjónað  í vetur.      Þar voru buxur, treyjur, teppi  sokkar og húfur sem nýtt verða í ungbarnapakka sem Rauði krossinn sendir til Malaví og Hvíta-Rússlands.   Nemendurnir fá í upphafi  kynningu á verkefninu „Föt sem framlag „   og nýta sér það við að þjálfa upp færni í saumaskap og prjóni.  Þau fá einnig að velja sér efni og flíkur til að nota verkefnið og í áfanganum.   Þannig má segja að allir aðilar njóti góðs af  samstarfi. 

8. maí 2013 : Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð

Aðalfundur Rauða krossins í Eyjafirði verður haldinn í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju, Dalvík 22. maí 2013

Dagskrá:
1.         Setning fundar og skipan starfsmanna fundarins
2.         Greinargerð um starfsfyrirkomulag
3.         Starfsreglur nýrrar deildar lagðar fram til afgreiðslu
4.         Kosning formanns til tveggja ára
5.         Kosning fjögurra stjórnarmanna til tveggja ára og fjögurra til eins árs
6.         Kosning fjögurra varamanna til eins árs
7.         Kosning skoðunarmanns til eins árs
8.         Önnur mál

24. apr. 2013 : Börn og umhverfi - 2013

Námskeið fyrir börn fædd 2001 og eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Einnig er lögð áhersla á slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu.

Staður:   Viðjulundur 2
Stund:    13., 14., 15. og 16. maí kl. 17–20 ( hópur I )
                27.. 28., 29. og 30. maí kl. 17–20 ( hópur II )
                3., 4., 5. og 6. júní kl. 17 – 20 ( hópur III )

 

Verð:   6.000,-
 

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 461 2374 og  [email protected]

Skráning

5. apr. 2013 : Framhaldsaðalfundur 18. apríl

Framhaldsaðalfundur Rauða krossins á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl n.k. kl. 20:00
Fyrir fundinum liggur tillaga um sameiningu Akureyrardeildar við  Rauðakrossdeildirnar á Siglufirði,  í Ólafsfirði og á Dalvík.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka afstöðu til tillögunnar.
Stjórnin

15. mar. 2013 : Skyndihjálparnámskeið ( 12 klst. )

Námskeið í almennri skyndihálp verður haldið í húsnæði Rauða krossins og hefst miðvikudaginn 8. apríl  n.k. 

Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Námskeiðsgjald er 9.000 kr. og innifalið er skírteini sem staðfestir þátttöku. Námskeiðin eru sjálfboðaliðum deildarinnar að kostnaðarlausu. Kennari er Jón G. Knutsen.

Staður: Viðjulundur 2

Stund: 8., 10., 15. og 17. apríl kl. 19:30 - 22:30

Verð: 9.000,-

Kennari: Jón G. Knutsen

Nánari upplýsingar og skráning í síma 461 2374 og á [email protected] 

Skráning:

Athugaðu að þetta er 12 klukkustunda almennt námskeið sem er venjulega metið til eininga í framhaldsskólum og í tengslum við starfsréttindi. Vinsamlega leitaðu staðfestingar hjá viðkomandi menntastofnun hvort námskeiðið sé tekið gilt áður en þú skráir þig.

15. mar. 2013 : Margir sækja skyndihjálparnámskeið

Fjölmargir hópar og vinnustaðir hafa undanfarið sótt námskeið í skyndihjálp til Rauða krossins og er það vel.   Mörg  fyrirtæki eru farin að huga vel að þessum þætti  og  bjóða sínu starfsfólki  upp á slík námskeið reglulega.
Flestir hafa einhven tíman lært skyndihjálp en hjá mjög mörgum er langt um liðið og  fólk farið að gleyma því sem það lærði.  Það getur því  verið gott að rifja upp kunnáttuna  og jafnvel læra nýjar aðferðir því hlutirnir breytast í þessu sem öðru.
Á döfinni er 12 klukkustunda námskeið fyrir almenning  þar sem farið er í flesta þætti skyndihjálpar  en slíkt námskeið hefur verið metið til einingar í framhaldsskólum landsins.  
Nánari upplýsingar  má fá á skrifstofu í 461 2374 og á [email protected]

28. feb. 2013 : Aðalfundur 14. mars

Aðalfundur Rauða krossins á Akureyri verður haldinn í húsnæði félagsins, Viðjulundi 2, fimmtudaginn  14. Mars kl. 20.
Á dagskrá eru venjubundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
Félagsmenn og almenningur eru hvattir til að mæta.

Stjórn Rauða krossins á Akureyri

13. feb. 2013 : Öskudagur á Akureyri 2013

11. feb. 2013 : Björguðu lífi í sláturhúsi

Þeir Grétar Guðmundsson og Steingrímur Stefánsson björguðu vinnufélaga sínum  Sigurði Samúelssyni þegar hann fór í hjartastopp.  Þeir tóku á móti viðurkenningu í tilefni af 112 deginum.

 

Sigurður var við vinnu sem verkstjóri í sauðfjársláturtíð á Húsavík 5. október 2012 þegar hann fór í hjartastopp og féll í gólfið. Grétar heyrði skyndilega öskur í vinnusalnum og gerði sér strax grein fyrir því að eitthvað var að gerast. Hann hleypur á vettvang og sér þá Sigurð liggjandi á gólfinu, og að hann er farinn að blána. Grétar byrjar strax endurlífgun með hjartahnoði ásamt vinnufélaga sínum Steingrími S. Stefánssyni. Á meðan á endurlífguninni stendur virðist Sigurður detta inn annað slagið.

 

Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar vegna þrengsla og bleytu en þeir Grétar og Steingrímur héldu áfram að hnoða þar til hjálp bars frá lögreglu og sjúkraliði. Sigurði voru svo gefin tvö hjartastuð, og komst fljótlega í gang aftur. Grétar gekk svo í það að rýma til á vettvangi, færa til skrokka og biðja fólk að víkja, svo bera mætti Sigurð út af staðnum í sjúkrabílinn. Óhætt er að segja að þeir félagar björguðu lífi Sigurðar með viðbrögðum sínum.

16. jan. 2013 : Sund er afbragðs heilsurækt

Á síðasta fundi heimsóknavina var gestur fundarinns Elín Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar.  Elín miðlaði ýmsum fróðleik um starfsem i sundlaugarinnar allt frá upphafi en þó fyrst og fremst um starfsemina eins og hún er í dag.   Sund er eins og flestir vita afbragðs heilsurækt hvort sem menn nýta sér það að synda, ganga eða gera æfingar í vatninu.  Fólk þarf hreint ekki að vera synnt til að nýta sér þjónustu sundlauga  því margir mæta einungis fyrir heitu pottana, gufuböðin og svo auðvitað félagsskapinn.  Fjölbreitt starf fer fram í sundlauginni; óléttusund (-leikfimi ), ungbarnasund, skólasund, sundæfingar og almenningssund fyrir fólk á öllum aldri.  „Þjónusta frá getnaði til grafar „ eins og einhver kallaði það.

12. jan. 2013 : Góð þátttaka á fjöldhjálparnámskeiði

Námskeið í fjöldahjálp var haldið  á Akureyri sl. laugardag með þátttöku rúmlega 30 sjálfboðaliða  frá Rauða krossinum á Akureyri, Húsavík Dalvík og Ólafsfirði.  Námskeiðinu var tvískipt á þann hátt að fyrir hádegi var almenn kynning á Neyðarvörnum Rauða krossins, hlutverki hans við skráningu og upplýsingargjöf. Einnig var æfð  opnun á fjöldahjálparstöð.   
Eftir hádegi var farið nánar yfir ábyrgð og skyldur fjöldahjálparstjóra í neyðarvörnum, farið fyrir skipulag almannavarna á Íslandi og fjallað um samskipti við fjölmiðla.  Þá tók við hópavinna þar sem skipulögð voru viðbrögð við vá, en námskeiðinu lauk síðan með almennum umræðum.    Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Jón Brynjar Birgisson og Guðný Björnsdóttir.
 

12. jan. 2013 : Góð þátttaka á fjöldhjálparnámskeiði

Námskeið í fjöldahjálp var haldið  á Akureyri sl. laugardag með þátttöku rúmlega 30 sjálfboðaliða  frá Rauða krossinum á Akureyri, Húsavík Dalvík og Ólafsfirði.  Námskeiðinu var tvískipt á þann hátt að fyrir hádegi var almenn kynning á Neyðarvörnum Rauða krossins, hlutverki hans við skráningu og upplýsingargjöf. Einnig var æfð  opnun á fjöldahjálparstöð.   
Eftir hádegi var farið nánar yfir ábyrgð og skyldur fjöldahjálparstjóra í neyðarvörnum, farið fyrir skipulag almannavarna á Íslandi og fjallað um samskipti við fjölmiðla.  Þá tók við hópavinna þar sem skipulögð voru viðbrögð við vá, en námskeiðinu lauk síðan með almennum umræðum.    Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Jón Brynjar Birgisson og Guðný Björnsdóttir.
 

2. jan. 2013 : Námskeið í fjöldahjálp

Laugardaginn 12. janúar verður haldið námskeið fyrir fjöldahjálparliða og fjöldahjálpastjóra.
Námskeiðið verður nú með nýju sniði og verður tvískipt.  Frá kl. 9 – 13 mun fræðslan snúast fyrst og fremst um starf í fjöldahjálparstöð  og um hlutverk þeirra sem vilja vera til aðstoðar.  Í seinni hlutanum frá kl. 13 – 17 verður farið enn frekar í hlutverk Rauða  krossins   og  hvernig við störfum í almannavarnarkefinu.
Námskeiðið ætlað þeim sem vilja vera til taks og aðstoða Rauða krossinn við hlutverk sitt í neyðarvörnum.
Námskeiðið verður haldið í húsnæði deildarinnar  12. janúar kl. 9 – 13 og 13 – 17  og er hægt að skrá sig á heimasíðu Rauða krossins og á [email protected]