16. jan. 2013 : Sund er afbragðs heilsurækt

Á síðasta fundi heimsóknavina var gestur fundarinns Elín Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar.  Elín miðlaði ýmsum fróðleik um starfsem i sundlaugarinnar allt frá upphafi en þó fyrst og fremst um starfsemina eins og hún er í dag.   Sund er eins og flestir vita afbragðs heilsurækt hvort sem menn nýta sér það að synda, ganga eða gera æfingar í vatninu.  Fólk þarf hreint ekki að vera synnt til að nýta sér þjónustu sundlauga  því margir mæta einungis fyrir heitu pottana, gufuböðin og svo auðvitað félagsskapinn.  Fjölbreitt starf fer fram í sundlauginni; óléttusund (-leikfimi ), ungbarnasund, skólasund, sundæfingar og almenningssund fyrir fólk á öllum aldri.  „Þjónusta frá getnaði til grafar „ eins og einhver kallaði það.

12. jan. 2013 : Góð þátttaka á fjöldhjálparnámskeiði

Námskeið í fjöldahjálp var haldið  á Akureyri sl. laugardag með þátttöku rúmlega 30 sjálfboðaliða  frá Rauða krossinum á Akureyri, Húsavík Dalvík og Ólafsfirði.  Námskeiðinu var tvískipt á þann hátt að fyrir hádegi var almenn kynning á Neyðarvörnum Rauða krossins, hlutverki hans við skráningu og upplýsingargjöf. Einnig var æfð  opnun á fjöldahjálparstöð.   
Eftir hádegi var farið nánar yfir ábyrgð og skyldur fjöldahjálparstjóra í neyðarvörnum, farið fyrir skipulag almannavarna á Íslandi og fjallað um samskipti við fjölmiðla.  Þá tók við hópavinna þar sem skipulögð voru viðbrögð við vá, en námskeiðinu lauk síðan með almennum umræðum.    Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Jón Brynjar Birgisson og Guðný Björnsdóttir.
 

12. jan. 2013 : Góð þátttaka á fjöldhjálparnámskeiði

Námskeið í fjöldahjálp var haldið  á Akureyri sl. laugardag með þátttöku rúmlega 30 sjálfboðaliða  frá Rauða krossinum á Akureyri, Húsavík Dalvík og Ólafsfirði.  Námskeiðinu var tvískipt á þann hátt að fyrir hádegi var almenn kynning á Neyðarvörnum Rauða krossins, hlutverki hans við skráningu og upplýsingargjöf. Einnig var æfð  opnun á fjöldahjálparstöð.   
Eftir hádegi var farið nánar yfir ábyrgð og skyldur fjöldahjálparstjóra í neyðarvörnum, farið fyrir skipulag almannavarna á Íslandi og fjallað um samskipti við fjölmiðla.  Þá tók við hópavinna þar sem skipulögð voru viðbrögð við vá, en námskeiðinu lauk síðan með almennum umræðum.    Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Jón Brynjar Birgisson og Guðný Björnsdóttir.
 

2. jan. 2013 : Námskeið í fjöldahjálp

Laugardaginn 12. janúar verður haldið námskeið fyrir fjöldahjálparliða og fjöldahjálpastjóra.
Námskeiðið verður nú með nýju sniði og verður tvískipt.  Frá kl. 9 – 13 mun fræðslan snúast fyrst og fremst um starf í fjöldahjálparstöð  og um hlutverk þeirra sem vilja vera til aðstoðar.  Í seinni hlutanum frá kl. 13 – 17 verður farið enn frekar í hlutverk Rauða  krossins   og  hvernig við störfum í almannavarnarkefinu.
Námskeiðið ætlað þeim sem vilja vera til taks og aðstoða Rauða krossinn við hlutverk sitt í neyðarvörnum.
Námskeiðið verður haldið í húsnæði deildarinnar  12. janúar kl. 9 – 13 og 13 – 17  og er hægt að skrá sig á heimasíðu Rauða krossins og á [email protected]