Skyndihjálparnámskeið ( 12 klst. )
Námskeið í almennri skyndihálp verður haldið í húsnæði Rauða krossins og hefst miðvikudaginn 8. apríl n.k.
Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.
Námskeiðsgjald er 9.000 kr. og innifalið er skírteini sem staðfestir þátttöku. Námskeiðin eru sjálfboðaliðum deildarinnar að kostnaðarlausu. Kennari er Jón G. Knutsen.
Staður: Viðjulundur 2
Stund: 8., 10., 15. og 17. apríl kl. 19:30 - 22:30
Verð: 9.000,-
Kennari: Jón G. Knutsen
Nánari upplýsingar og skráning í síma 461 2374 og á akureyri@redcross.is
Athugaðu að þetta er 12 klukkustunda almennt námskeið sem er venjulega metið til eininga í framhaldsskólum og í tengslum við starfsréttindi. Vinsamlega leitaðu staðfestingar hjá viðkomandi menntastofnun hvort námskeiðið sé tekið gilt áður en þú skráir þig.
Margir sækja skyndihjálparnámskeið
Fjölmargir hópar og vinnustaðir hafa undanfarið sótt námskeið í skyndihjálp til Rauða krossins og er það vel. Mörg fyrirtæki eru farin að huga vel að þessum þætti og bjóða sínu starfsfólki upp á slík námskeið reglulega.
Flestir hafa einhven tíman lært skyndihjálp en hjá mjög mörgum er langt um liðið og fólk farið að gleyma því sem það lærði. Það getur því verið gott að rifja upp kunnáttuna og jafnvel læra nýjar aðferðir því hlutirnir breytast í þessu sem öðru.
Á döfinni er 12 klukkustunda námskeið fyrir almenning þar sem farið er í flesta þætti skyndihjálpar en slíkt námskeið hefur verið metið til einingar í framhaldsskólum landsins.
Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu í 461 2374 og á akureyri@redcross.is