
Héldu tombólu til styrktar börnum í neyð
Dóróthea Gerður Bin Örnólfsdóttir, Ólöf Kristín Lin Örnólfsdóttir og Anna Marý Yngvadóttir héldu tómbólu til styrktar Rauða krossinum

Laus störf hjá Rauða krossinum
Rauði krossinn auglýsir eftir verkefnastjóra frá næstu áramótum í 75% starf með aðsetur á Reyðarfirði.

Jólaaðstoð 2014 - Eyjafirði
Jólaaðstoðin er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins.
Eldað fyrir Ísland - Húnavatnssýslu
Feykir.is birti frétt og myndir frá opnun fjöldahjálparstöðvar í Ásbirgi í Húnaþingi vestra.

Skyndihjálparnámskeið ( 4 klst. )
Námskeið í almennri skyndihjálp hefst á miðvikudaginn 5. nóvember næstkomandi. Farið er yfir helstu aðferðir við beitingu skyndihjálpar.

Skyndihjálparnámskeið 13. okt.
Námskeið í almennri skyndihjálp ( 12 klst. ) hefst mánudaginn 13. okt.

Stúlkurnar í Rauða krossinum á Ólafsfirði
Blaðamaður siglo.is gerðist fluga á vegg þegar sjálfboðaliðar Eyjafjarðardeildar Rauða krossins í verkefninu Föt sem framlag á Ólafsfirði komu saman

Umbúðir til gagns
Það er með ýmsum hætti hægt að láta gott af sér leiða og stundum hægt að slá tvær flugur í einu höggi.

Söfnuðu á góðgerðardegi
Á dögunum var svo kallaður góðgerðardagur í Menntaskólanum á Akureyri og stóðu nemendur af því tilefni fyrir ýmsum viðburðum
Öskudagurinn 2014
Öskudagur var að venju haldinn hátíðlegur hjá börnum á akureyri. Nokkrir skrautlegir hópar heimsóttu Rauða krossinn með söng og gleði og þáðu að launum svolítið gott í poka. Sjá má myndir af nokkrum hópum hér.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Börnin á Álfaborg safna fyrir hjálparstarf á Filippseyjum
Á dögunum stóðu börnin á leikskólanum Álfaborg fyrir sýningu á myndum og munum sem þau höfðu unnið í starfi sínu á leikskólanum. Verkin voru öll til sölu fyrir gesti sýningarinnar og létu börnin ágóðann, 29.593 krónur, renna til hjálparstarfs Rauða krossins. Sérstaklega var tiltekið að hjálpa ætti börnum á Filippseyjum. Hafsteinn Jakobsson, starfsmaður Rauða krossins heimsótti leikskólann og á meðfylgjandi mynd má sjá hvar börnin afhenda honum söfnunarféð.
Við sama tækifæri afhenti Jón Hrói Finnson, sveitarstjóri fjárframlag frá Svalbarðsstrandarhreppi, en sveitastjórnin vildi með því styðja við þetta frábæra framtak barnanna.
Þess má annars geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem börnin á Álfaborg láta gott af sér leiða með þessum hætti því árið 2010 þá söfnuðu þau með sambærilegum hætti fyrir bágstadda á Haiti.
Aðalfundur 2014
Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn í húsnæði deildarinnar á Siglufirði fimmtudaginn 13. mars kl. 20. Á dagskrá fundarins verða venjubundin Aðalfundastörf og önnur mál.
Skyndihjálparhópurinn æfir sig
Skyndihjálparhópur Rauða kross deilda á Norðurlandi fór um síðustu helgi í sína árlegu æfingaferð. Hópurinn hefur frá upphafi komið saman á Narfastöðum í Reykjadal einu sinni á ári og eru þá rifjuð upp réttu handtökin, farið yfir búnað og settar upp æfingar af ýmsu tagi. Á næstu vikum munu síðan nýjust meðlimir hópsins taka þátt í „First-Respnder“ námskeiði á vegum Sjúkraflutningsskólans en flestir innan hópsins hafa þegar lokið slíku námskeiði.
Hópnum er annars ætlað það hlutverk að vera til taks ef um stóra og alvarlega atburði er að ræða og er því mikilvægt að allir séu sem best undirbúnir. Fyrir áhugasama þá er er þetta góð leið til að afla sér og viðhalda þekkingu í skyndihjálp en verkefnið er opið öllum. Viðkomandi geta kynnt sér það frekar með því að setja sig í samband við Rauða krossinn í sinni heimabyggð eða með því að hafa samband á skrifstofu Rauða krossins við Eyjafjörð.
Söfnuðu fyriri vatnsbrunni í Afríku
Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri unnu á dögunum að verkefni sem þau kölluðu „Áhrif mín á samfélagið.“ Þetta var eins og nafnið bendir til samfélagsverkefni þar sem nemendur skoðuðu hvernig hægt er, stundum með auðveldum hætti að bæta líf okkar og annarra í samfélaginu. Fjórir nemendur; Arney Líf Þórhallsdóttir, Anna Lilja Valdimarsdóttir, Guðfinna Rós Sigurbrandsdóttir og Þóra Katrín Erlendsdóttir, völdu Rauða kross verkefni sem snýr að vatnsbrunnum í Afríku.